Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 82
til umrædu
Flugleiðir fimm ára
Myndarskapur og velgengni eru
þymar í augum þeirra meðalmennsku
kjaftaska, sem stjórnað hafa málum
lands og lýðs á alþingi götunnar alltof
lengi. Það hefur verið sáluhjálparatriði
fyrir verkalýðsforystuna að stöðva flug-
samgöngur sem fyrstu aðgerð í verkföll-
um. Flugfélögin hafa oft orðið fyrir al-
varlegum áföllum af völdum hinna
mörgu og í ýmsum tilvikum fámennu
hagsmunahópa sem gátu lamað starf-
semi þeirra með því að leggja niður
vinnu. Þá voru stærstu stundir verkfalls-
foringja, þegar ekkert var flogið.
Kannski hefur þeim þó liðið enn betur
við að veita allra náðarsamlegast ein-
hverjar undanþágur á stundum.
Flugleiðir eru eftir sameiningu félag-
anna ekkert betur í stakk búnar til að
verjast árásum af þessu tagi. Það sem
verra er; eftir sameininguna, sem fram
fór fyrst og fremst af illri nauðsyn, gætir
almennari skætings í garð félagsins en
nokkurn tíma varð vart gagnvart félög-
unum tveimur. Það er vegið að félaginu
úr öllum áttum og eru kröfugerðarmenn
innan verkalýðshreyfingar ekki einir um
það. Þingmenn sá fræjum tortryggni í
garð félagsins með ummælum sínum í
ræðu og riti. Blöð reka áróður gegn því
með ásökunum um einokun. Pétri og
Páli vex í augum stærð og rekstrarumsvif
félagsins.
Hér er á ferðinni stórhættulegur
hugsunarháttur, sem getur leitt til alvar-
legra ófara í samgöngumálum. íslend-
ingar eru því miður hálfgerðir kotkarlar í
hugsunarhætti enn sem komið er þrátt
fyrir mikil og greið samskipti við um-
heiminn. Þeim reynist mörgum erfitt að
skilja þýðingu flugrekstursins fyrir
þjóðarbúið. Þeir átta sig ekki á því
feiknalega átaki, sem félagið hefur gert á
alþjóðlegum markaði og hve erfitt er um
vik að halda hlut sínum í þeirri gífurlegu
samkeppni sem þar geisar. Þeir sjá ekki
samhengið milli greiðra samgangna og
ríflegs ferðatilboðs, sem félagið býður
landsmönnum annars vegar og upp-
bygging aðstöðu og reksturs til að taka
á móti erlendu ferðafólki hér á landi hins
vegar.
Allt eru þetta einstakir þættir í starf-
semi Flugleiða sem í sameiningu stuðla
að mikilleik félagsins í augum þeirra,
sem ekki sjá nema rétt út fyrir túngarð-
inn.
Það er þess vegna athyglisvert að skoða
stærð Flugleiða í samnorrænni mynd.
Af 500 stærstu fyrirtækjum á Norður-
löndum voru Flugleiðir í 378. sæti árið
1977 á milli ekki óvirðulegri fyrirtækja
en ákavítisframleiðandans S/S Danisco
í Glostrup og Erik Emborg í Álaborg,
sem framleiðir djúpfryst matvæli og
mjólkurduft.
Flugleiðir hafa ekki einkaleyfi til
flugsamgangna milli Islands og annarra
landa. Erlend félög geta hafið ferðir
hingað hvenær sem þeim sýnist. Innan-
landsflug er á hendi fleiri aðila en Flug-
leiða. íslenzk fyrirtæki hafa gert tilraunir
til reksturs millilandaflugs við hliðina á
Flugleiðum. Menn staldra þá gjarnan
við sérleyfisaðstöðuna, sem Flugleiðir
hafa í áætlunarflugi til útlanda. Hana
má í grundvallaratriðum gagnrýna út frá
sjónarmiðum frjálsrar samkeppni. En
samkeppni á þessu sviði getur ekki orðið
hömlulaus því að viðbúið er að hún
boðaði sameiginlegan dauðdaga allra
þeirra fyrirtækja, sem hlut ættu að máli
og stórlega skerta þjónustu við íslenzka
flugfarþega.
82