Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 35
ferð áöur en mælingin er það ná- kvæm, að á henni megi byggja kæru. Langflest viðvörunartækin reyndust ekki hafa þá næmni til að bera, að hægt væri að draga nógu tímanlega úr hraða, jafnvel þótt ekki væri um meiri ökuhraða aö ræða en 55— 60 mílur, en þaö eru á milli 80 og 95 km/h. Þá kom einnig í Ijós, að í þeim tilvikum sem radarsendir er stað- settur handan beygju eða hæðar- drags virkuöu einungis 4% af við- vörunartækjunum sem prófuð voru þannig að það hefði getað forðaó frá kæru. í könnun bandarísku neytenda- samtakanna kom í Ijós að algengt var að ýmis konar fjarskiptabún- aður og siglingatæki flugvéla gátu truflaö radarviðvörunartækin þannig að þau gáfu falska viðvör- un eins og um lögregluradar væri að ræöa. Má nefna þar truflanir af völdum talstöðva í bílum sem að- gang hafa að símakerfi, radar flugvéla og önnur fjarskipti. Lögreglan bandaríska notar auk þess tvær mismunandi gerðir rad- artækja við hraöamælingar, en mismunurinn á þessum tveimur liggur fyrst og fremst í mismunandi tíðnisviði. önnur gerðin kallast X-band og er á tíðninni 10525 GHz en hin kallast K-band og er á tíðnisviðinu 24150 GHz. Mun auð- veldara er aö nema bylgjur frá X-band radar í nægilegri fjarlægð og um helmingur tækjanna náði í tæka tíð þeim bylgjum. Hinsvegar voru það örfá, og yfirleitt fokdýr tæki, sem náðu K-band radarbylgj- um í tæka tíð. Þá kom einnig í Ijós að hiti, ryk og hristingur reyndist ekki hollur fyrir þessi tæki, þau ýmist biluðu eöa næmni þeirra minnkaði verulega. Vestra hefur sala þessara tækja oftar en einu sinni leitt til ákæru um svik og pretti. í langflestum til- vikum hefur þó þannig farið, að framleiðendur hafa verið sýknaðir af ákærum þar sem tækin hafa í rauninni numið bylgjur frá radar- mælitækjum þótt ekki hafi komið að gagni og því skuldinni skellt á ökumanninn, viðbrögð hans hafi einfaldlega ekki verið nógu skjót. Á þennan hátt hefur reynst unnt að fara í kring um lög um óréttmæta verzlunarhætti en kaupendur sem látið hafa glepjast af snjöllum auglýsingabrellum, sitja eftir með sárt ennið og sektarmiða frá lög- reglunni. Svíar hafa sloppið [ Svíþjóð spunnust miklar um- ræður í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum um lymskulegar aðfarir sænsku lögreglunnar viö radar- mælingar. Hún hafði þaö fyrir sið að liggja í felum með radarinn, handan beygju eöa á bak við hæðardrag. Fólki fannst þetta ein- um of gróft, það greiddi ekki lög- reglumönnum laun fyrir að læðast aftan að venjulegu fólki á þennan hátt. Lausn málsins varð sú, aö sænska lögreglan var látin taka upp nýja siði. Þeir fólust í því að þeim var gert að setja upp skilti með áletrun um að radarmæling færi fram, í hæfilegri fjarlægð frá radarnemanum, þannig að öku- mönnum gæfist kostur á að draga úr ferð í tæka tíð. Þessi skilti hefur lögreglan með sér í bílum og tekur niður að lokinni mælitörn. J. P. innréttingar hf. framleiða 21 gerð eldhúsinnréttinga í öllum viöartegundum. Vinsælastar hafa þó verið innréttingar úr litaðri eik. Úr fjöldamörgum litum af borð- plasti er einnig hægt að velja svo hver og einn ætti að geta fengið eldhúsinnréttingu við sitt hæfi. f Skeifunni 7 hjá J. P. innrétt- ingum er opinn sýningarsalur daglega, þar sem sýndar eru ýmsar gerðir innréttinga. Af- greiðsiufrestur á innréttingum er 2Vi—3 mánuðir. J.P. innréttingar smíða einnig fataskáþa, stórglæsilegar inni- hurðir, baðinnréttingar, sólbekki, loftklæóningar o.fl. J.P. innréttingar hf. Skeifan 7, Reykjavík Símar 83913 og 31113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.