Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 42
skodun Sjálfræði og seðlaprentun Grein eftir dr. Guö- mund Magnússon, prófessor Það má með nokkurri kald- hæðni segja að frelsi íslendinga til að prenta seðla og stjórna eigin peningamálum að öðru leyti geri þeim kleift að láta verðbólguna geisa að vild. Enginn efast má að náið samband er á milli aukningar peningamagns og verðbólgu til langs tíma litið. Hins vegar er áhrifamáttur peningamálastjórnar til skamms tíma umdeildur og sí- gilt viðfangsefni hagfræðinga. Upp úr heimskreppunni 1930 og fram yfir heimsstyrjöldina síðari áttu aðgerðir á peningamálum ekki upp á pallborðið hjá þorra hagfræðinga og stjórnmála- manna. Alls kyns aðgerðir í fjár- málum hins opinbera voru taldar heppilegastar til jöfnunar hag- sveiflna. Viðhorfin tóku smám saman að breytast og á síðastliðnum tíu árum eða svo hefur orðið slík gjörbreyting á afstöðu manna til stjórnar peningamála, aö í jafn- voldugum ríkjum sem Banda- ríkjunum og Vestur-þýskalandi, jafnvel Bretlandi og Frakklandi eru ákveðnar reglur um breytingu peningamagns (í einum eða öðrum skilningi) nú taldar lykillinn að hagstjórn yfirleitt. Ástæður breyttra viðhorfa Sá maður sem óefað hefur átt drýgstan þátt í að beina athyglinni að einföldum peningamálastærð- um er hagfræðingurinn Milton Friedman. í sinni grófustu mynd má túlka skoðun hans á þann veg að betra sé að stýra peningamagni samkvæmt fyrirfram ákveðinni formúlu en að reyna að beita breytingum á peningamagni til sveiflujöfnunar ,,eftir efnum og ástæðum". Rökin eru fyrst og fremst þau, að áhrif peninga- magnsbreytinga komi tiltölulega Dr. Guðmundur Magnússon. seint fram og mikil óvissa sé um hvenær það gerist. Þess vegna sé puttareglan um breytingu pen- ingamagnsins í svipuðu hlutfalli og hagvöxtur er (á mann) líklegust til að hamla gegn verðbólgu. Markmið og leiðir Hér er ekki unnt að gera grein fyrir ýmsum fræðilegum vanda- málum í sambandi við sjálfvirka peningamálastefnu né heldur gera samanburð á áhrifum aðgerða í fjármálum og peningamálum. Hins vegar skal aöeins vikið að þeim rökum sem færð hafa verið fyrir rígbundinni stefnu í peninga- málum. Þær stærðir sem leitast er við að hafa áhrif á í hagkerfinu — markmiöin — eru ekki hvað síst verðlagsþróun, atvinnustig og viðskipti við útlönd. Flestir munu sammála um að markvissara væri að geta stýrt launamyndun beint fremur en óbeint í gegnum peningamarkaðinn. En fyrri kost- urinn stendur yfirleitt ekki til boða í vestrænum lýðræöisríkjum nema að takmörkuðu leyti. Ríkisvaldið hefur bæði hér og víðar, t. d. í Noregi og Bretlandi ,,greitt fyrir" kjarasamningum með því aö gangast fyrir breytingum í skatta- málum eða tryggja tiltekið kaup- máttarstig. Segja má að í Vestur- Þýzkalandi hafi verið beinna sam- band milli ákvarðana í peninga- málum og launasamninga en í Bandaríkjunum. Samningar um kaup og kjör eru miklu dreifðari í Bandaríkjunum en tíðkast á Norð- urlöndum og því ákvarðanir í pen- ingamálum fjarlægari því sem ger- ist á launamarkaði (auk ólíkra hagkerfa að öðru leyti). í þessu sambandi er nauðsyn- legt að nefna tvo þætti í rök- semdafærslu Friedmans og skoð- anabræöra hans. Þeir telja að kerfislægt atvinnustig (atvinnu- leysi) til langs tíma sé óháð verð- bólgu og að þau áhrif sem unnt sé að hafa á atvinnustigið til skamms tíma séu vegna peningaglýju, þ. e. meira er unnið vegna þess að fólk vanmetur ókomnar verðhækkanir í kjölfar hærri launa. Þegar allt kemur til alls eru það raunlaun en ekki laun í krónutölu sem skipta máli. Síðan er dregin sú ályktun, sem við hér á íslandi ættum að íhuga gaumgæfilega, að ekki sé unnt að spenna vinnumarkaðinn yfir hið tiltekna kerfislæga at- vinnustig nema með sívaxandi verðbólgu. Spár í verðlagsþróun sjá fyrir því. Reynslan sýnir, að stefnan í efnahagsmálum verður trúverðugri ef henni fylgja fast- mótaðar aðgerðir í peningamál- um. Megintilgangurinn með því að fylgja fast eftir fyrirfram ákveðinni formúlu í peningamálum er því sá að hafa áhrif á eftirvæntingu fólks almennt og aðilja vinnumarkaðar- ins alveg sérstaklega með því aö sýna staðfestu stjórnvalda. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.