Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 13
ordspor Nýlega var gerður gagnkvœmur samn- ingur um tollamál milli íslands og Vest- ur-Þýzkalands. Umýmis atriði er fjallað í samningi þessum en mestu máli mun skipta, að tollgœzlur landanna eiga hér eftir að hafa frumkvœði að því að senda hvor annarri upplýsingar, sem að gagni mega koma við tollgæzlustörf í hvoru landi. 1 raun þýðir þetta, að þýzka toll- gœzlan mun hér eftir ótilkvödd láta ís- lenzk tollyfirvöld vita ef grunur leikur á að verið sé að setja smyglgóss um borð í íslenzk skip í vestur-þýzkum höfnum. í langflestum tilfellum mun tollgœzla ytra hafa einhvern pata af því ef slík mál eru á ferðinni. í undirbúningi er að gera sams konar samning við Pólverja og telja kunnugir að þá sé búið að þrengja all- verulega að íslenzkum smyglurum, því að þeir hafi fyrst og fremst tekið smyglfarma sína um borð í skip í Þýzkalandi og Pól- landi. Lán vegna kaupa á eldra húsnœði hœkkuðu í haust úr 800 þúsund krónum í eina milljón. Margir hafa vonað að slík fyrirgreiðsla opinberra lánastofnana gœti orðið til þess að auðvelda ungu fólki að eignast gamalt húsnæði og að með því verði stuðlað betur að jafnvægi milli ald- urshópa í hinum einstöku hverfum Reykjavíkurborgar og annarra eldri bæj- arfélaga. Svo virðist þó sem skammgóður vermir verði af þessari nýju tilhögun, því að samkvœmt síðustu upplýsingum af fasteigamarkaði hœkkaði eldra íbúðar- húsnœði í verði sem nam þessari auknu lánsfjárupphæð og vel það um leið og til- kynnt var um hœkkun lánanna. Hugsanlegt er að Flugleiðir taki fyrstu breiðþotu sína af gerðinni DC-10 í notkun í maímánuði á nœsta ári. Bandaríska flugfélagið Seabord hefur boðið félaginu leigukaupsamning um þotuna og er reiðubúið að afhenda hana þegar um áramót. Ákvarðanir um eftirlit og viðhald vélarinnar hafa hins vegar gert úrslit þessa máls óvissari en ella vegna þess að Seaboard vill annast það sjálft en frá Luxemborg er lagt að Flugleiðamönnum að fela Cargolux í Luxemborg viðhaldið. Mun hafa verið látið aðþví liggja af hálfu stjórnvalda í Luxemborg, að flugréttindi Loftleiða í Luxemborg væru í hættu, ef ekki yrði samið við Cargolux. • Kaupfélagaverzlanir á Norðaustur- landi og á Vestfjörðum standa margar mjög illa um þessar mundir og eru margir forystumenn samvinnuhreyfingarinnar þeirrar skoðunar að gjaldþrot verði ekki umflúin hjá nokkrum þessum félögum. Helztu sérfrœðingar sambandsins vinna að því að hagrœða eins og mögulegt er m.a. með sameinungu verzlana. Ástandið er sums staðar svo slæmt að lausa- skuldirnar eru hœrri en ársvelta. • Menn hafa velt fyrir sér tilgangi meiri- hlutaflokkanna í borgarstjórn Reykja- víkur með að þyrla upp öllu moldviðrinu í kringum úttektina á fjárhagsstöðu borg- arinnar. Staða borgarsjóðsins reyndist ekkert verri en á svipuðum árstíma í fyrra. Raunveruleg ástæða þessa áróðursleiks meirihlutans mun sú, að hann þarf að skera duglega niður framkvæmdir það sem eftir er af árinu og þótt þetta hafi verið Ijóst við endurskoðun fjárhagsáœtl- unar borgarinnar í sumar þótti ekki til- tækilegt þá að gera nauðsynlegar ráð- stafanir af ótta við að meirihlutinn myndi klofna út af ágreiningi um „vinsœV' framkvœmdaáform, sem ekki mœttu bíða. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.