Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 16
innlent Frumkannanir vegna olíuleitar á landgrunninu að hefjast Gerðir hafa verið samningar við bandaríska rann- sóknarfyrirtækið W e s t e r n Geophysical, sem sendir skip til rann- sókna hér við land í október. Langt er síðan innlendir og er- lendir sérfræðingar tóku að velta því fyrir sér, hvort olíu væri hugsanlega að finna í setlögum á landgrunninu við Island. Eftir því sem olía hefur fundizt á fleiri stöðum á hafsvæðum við ná- grannaríki okkar hefur áhuginn vaxið. Það var iengi talið að ísland væri svo ungt með tilliti til virkni eldfjalla, að ekki gæti verið um svo gömul setlög að ræða, að í þeim fyndist olía. Þessar skoðanir hafa breytzt með árunum og nú halda menn, að á vissum hlutum landgrunnsins gæti verið olía, þó þeir séu ekki alltof bjartsýnir að óreyndu. Frumkannanir á því hvort, olía leynist hugsanlega í setlögum við landið hefjast nú í október. í almennum vísindarannsóknum á hafinu í kringum landið undan- farin ár hafa komiö fram vísbend- ingar, sem gætu þýtt að á botn- inum væru setlög og olía. Sovét- menn voru meðal annars viðriðnir slíka könnun norðaustur af landinu, í grennd við Jan Mayen, en það er eitt af svæðunum, sem þykja forvitnileg. Árið 1971 fékk Shell-samsteyþan leyfi til að kanna landgrunnið en athugun hennar var ekki mjög umfangsmikil. Rannsóknarskip á vegum Shell sigldi eina línu frá Reykjanesi til norðvesturs út á Dohrnbanka. Einhverjar vísbendingar komu fram við þá athugun, sem hefði þurft að vera nákvæmari til að nokkuð væri hægt að byggja á henni. Margir sýna áhuga Á síðustu árum hafa margir er- lendir aðilar látið í Ijós áhuga á að taka þátt í könnunum af þessu tagi. Þar er um að ræða fyrirtæki, sem hafa misjafnlega mikið bol- magn, ýmist olíufélög eða fyrir- tæki, sem stunda kannanir og selja síðan niðurstöður sínar hverjum sem hafa vill, þó auðvitað fyrst og fremst olíufélögunum, en eru þeim algjörlega óháð. Meðal þessara fyrirtækja voru tvö sem sendu inn umsóknir um athuganir hér við land fyrir nokkru og fóru fram viðræður við fulltrúa þeirra í júní. Rannsóknarfyrir- tækin, sem hér eiga hlut að máli heita Western Geophysical og Geophysical Service Inc. ( stuttu máli urðu niðurstöður af við- ræðunum þær að gerður hefur verið samningur við Western Geophysical um að það fram- kvæmi rannsóknir í haust en hitt fyrirtækið hefur frestað aðgerðum um sinn. Sigla 1100 km leið í rannsóknar- skyni Western Geophysical er banda- rískt rannsóknarfyrirtæki sem hefur aðsetur í London. Það hefur reynslu af slíkum athugunum víða um heim. Rannsóknarskip á þess vegum, Karen Bravo, kemur hing- að í október og mun sigla sam- kvæmt þeim leiðum sem merktar eru á meðfylgjandi kort, norður og norðvestur af (slandi aö miðlínu milli íslands og Grænlands. Sam- tals er það 1100 km leið, sem skipið á að fara og er ráðgert að rannsókninni Ijúki á þrem vikum. Að sögn Ólafs Egilssonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneyt- inu, sem þátt tók í samningum við Western Geophysical, verður hér um algjörar frumkannanir aö ræða. Munu þær byggjast ein- göngu á jarðeölisfræðilegum mælingum, segulmælingum og þyngdarmælingum. Boranir fara hins vegar alls ekki fram. Náttúru- lífi í sjónum á því engin hætta að stafa af aðgerðunum. (leyfisbréfi, sem iðnaðarráðuneytið hefur gef- ið út til fyrirtækisins er meðal annars tekið fram, að leyfishafi skuli sjá um að könnunin verði framkvæmd á öruggan og ábyrg- an hátt, þannig að tillit verði tekið til þeirrar nauðsynjar, sem er á verndun lifandi auðæfa hafsins, svo og vernd og viðhaldi sjávar- ríkis. Leyfishafi mun samkvæmt íslenzkum lögum greiða bætur fyrir hvert það tjón, sem af hans völdum kann að verða á skipum eöa veiðarfærum meðan á mæl- ingum stendur. Orkustofnun mun tilnefna trúnaöarmann, sem verður um borð í rannsóknarskipinu fyrir hönd iönaðarráðuneytisins og þeim upplýsingum um niðurstöður ferðarinnar, sem íslenzk stjórnvöld fá sér að kostnaðarlausu, verður fundinn staður hjá Orkustofnun. Ríklnu að kostnaðarlausu Rannsókn þessi verður gerð ís- lenzka ríkinu að kostnaðarlausu en Western Geophysical greiðir 6000 Bandaríkjadali í leyfisgjald og 1000 dali fyrir hvert ár sem niðurstöðum rannsóknarinnar verður haldið leyndum. Iðnaðar- ráðuneytið hefur þó samþykkt að niðurstöðum verði haldið leyndum í þrjú ár og fyrirtækið fái þannig svigrúm til að selja upþlýsingarnar aðilum, sem áhuga hafa á þeim. Á leyndartímanum munu þó starfs- menn íslenzka ríkisins hafa fullan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.