Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 67
I
Reisa stórt verzlunarhúsnæði
á Engjahjalla
Kaupgarður flytur
þangað starfsemina á
næsta ári
Nú eru liðin u.þ.b. fimm ár síðan
Kaupgarður hf. var opnaður á
Smiðjuveginum í Kópavogi. Þá
var þjónustan takmörkuð við
vörur sem seldar voru í sekkjum
og stórum pakkningum. Síðar var
farið út á þá braut að auka þjón-
ustuna og bjóða fleiri vöruteg-
undir, og vörutegundir í smærri
einingum, og einfalda afsláttar-
fyrirkomulagið, en álagning til
neytenda af öllum vörum öðrum
en landbúnaðarvörum er minnkuð
um 10% í Kaupgarði.
F. V. spjallaði stuttlega við
verzlunarstjórann í Kaupgarði Ólaf
Torfason og sagði hann að rekstur
verzlunarinnar gengi vel. Kaup-
garður liggur vel bæði við Breið-
holtinu í Reykjavík og Kópavogi,
og slagorð verzlunarinnar ,,Kaup-
garður í leiðinni heim“ á vel við,
enda verzla bæöi Breiðhyltingar
og Kópavogsbúar á leið heim frá
vinnu, mikið í Kaupgarði.
Byggja á Engjahjalla
Á Engjahjallanum í Kópavogi er
Kaupgarður nú að reisa rúmlega
4000 m2 hús, sem verzlunin ætlar
aö flytja starfsemi sína í. Húsiö er
byggt í tveimur áföngum og er
áætlað að fyrsti áfangi verði fok-
heldur í byrjun nóvember. Bygging
er þegar hafin á öðrum áfanga.
Áætlað er að taka fyrsta áfanga í
notkun snemma á næsta ári. í
þessum hluta hússins verður
Kaupgarður með 1200 m2 verzlun,
og kvöldsölu auk þess. Ólafur
sagði, aö ætlunin væri að leigja út
húsnæði í öðrum áfanga og koma
þarna upp eins konar þjónustu-
miöstöö.
Senn mun opna stór vöru-
markaður í nágrenni Kaupgarðs,
sem KRON rekur, og kvaðst Ólafur
búast við mikilli samkeppni
þessara tveggja vörumarkaða.
Söluskattur fellur niður af u.þ.b.
80% af vörutegundum
Það virðist einkenna íslendinga
að gera sem mest innkaup á
föstudögum. Innkaup í Kaupgarði
eru áberandi mest á föstudögum,
og sagði Ólafur aö allt upp í áttfalt
fleiri kæmu að verzla á föstudög-
um, en aðra daga vikunnar. Að
meðaltali verzlar fólk fyrir u.þ.b.
15—20 þúsund krónur á þessum
mikla innkaupadegi, en sumir gera
innkaup fyrir allt að 40 þúsund
krónur í einu.
Nú nýlega var felldur niður
söluskattur af ýmsum matvörum,
vegna ráðstafana nýju ríkisstjórn-
arinnar. Sagði Ólafur, að sölu-
skattur félli niður af u.þ.b. 80%
þeirra vörutegunda, sem í
verzluninni væru seldar. H ins veg-
ar benti hann á, að t.d. hefði sölu-
skattur fallið niður af ís svo eitt
dæmi sé tekið, en strax á eftir
söluskattaniðurfellingunni hefði
verð á ís verið hækkað, nærri því
sem söluskattinum næmi. Þetta
sagði Ólafur lítinn hagnað fyrir
neytendur.
Áberandl mestu innkaupin eru gerð á föstudögum, og þá verzlar fólk fyrir allt að 40 þús. kr.