Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 67
I Reisa stórt verzlunarhúsnæði á Engjahjalla Kaupgarður flytur þangað starfsemina á næsta ári Nú eru liðin u.þ.b. fimm ár síðan Kaupgarður hf. var opnaður á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þá var þjónustan takmörkuð við vörur sem seldar voru í sekkjum og stórum pakkningum. Síðar var farið út á þá braut að auka þjón- ustuna og bjóða fleiri vöruteg- undir, og vörutegundir í smærri einingum, og einfalda afsláttar- fyrirkomulagið, en álagning til neytenda af öllum vörum öðrum en landbúnaðarvörum er minnkuð um 10% í Kaupgarði. F. V. spjallaði stuttlega við verzlunarstjórann í Kaupgarði Ólaf Torfason og sagði hann að rekstur verzlunarinnar gengi vel. Kaup- garður liggur vel bæði við Breið- holtinu í Reykjavík og Kópavogi, og slagorð verzlunarinnar ,,Kaup- garður í leiðinni heim“ á vel við, enda verzla bæöi Breiðhyltingar og Kópavogsbúar á leið heim frá vinnu, mikið í Kaupgarði. Byggja á Engjahjalla Á Engjahjallanum í Kópavogi er Kaupgarður nú að reisa rúmlega 4000 m2 hús, sem verzlunin ætlar aö flytja starfsemi sína í. Húsiö er byggt í tveimur áföngum og er áætlað að fyrsti áfangi verði fok- heldur í byrjun nóvember. Bygging er þegar hafin á öðrum áfanga. Áætlað er að taka fyrsta áfanga í notkun snemma á næsta ári. í þessum hluta hússins verður Kaupgarður með 1200 m2 verzlun, og kvöldsölu auk þess. Ólafur sagði, aö ætlunin væri að leigja út húsnæði í öðrum áfanga og koma þarna upp eins konar þjónustu- miöstöö. Senn mun opna stór vöru- markaður í nágrenni Kaupgarðs, sem KRON rekur, og kvaðst Ólafur búast við mikilli samkeppni þessara tveggja vörumarkaða. Söluskattur fellur niður af u.þ.b. 80% af vörutegundum Það virðist einkenna íslendinga að gera sem mest innkaup á föstudögum. Innkaup í Kaupgarði eru áberandi mest á föstudögum, og sagði Ólafur aö allt upp í áttfalt fleiri kæmu að verzla á föstudög- um, en aðra daga vikunnar. Að meðaltali verzlar fólk fyrir u.þ.b. 15—20 þúsund krónur á þessum mikla innkaupadegi, en sumir gera innkaup fyrir allt að 40 þúsund krónur í einu. Nú nýlega var felldur niður söluskattur af ýmsum matvörum, vegna ráðstafana nýju ríkisstjórn- arinnar. Sagði Ólafur, að sölu- skattur félli niður af u.þ.b. 80% þeirra vörutegunda, sem í verzluninni væru seldar. H ins veg- ar benti hann á, að t.d. hefði sölu- skattur fallið niður af ís svo eitt dæmi sé tekið, en strax á eftir söluskattaniðurfellingunni hefði verð á ís verið hækkað, nærri því sem söluskattinum næmi. Þetta sagði Ólafur lítinn hagnað fyrir neytendur. Áberandl mestu innkaupin eru gerð á föstudögum, og þá verzlar fólk fyrir allt að 40 þús. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.