Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 28
kjarni má/sins
„Vonir um aðgang
iðnaðarins að
markaði í hinum
stóra heimi
hafa brugðizr
Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins hefur
starfað í 10 ár nú í
haust. Af því tilefni
ræddi blaðið við Úlf
Sigurm undsson,
framkvæmdastjóra
hennar
— Vandamálin í sambandi við
útflutning ullariðnaðarins hafa
verið otarlega á baugi upp á síð-
kastið. Hver er afstaða Úttlutn-
ingsmiðstöðvarinnar til spurning-
arinnar um það, hvort leyfa beri út-
flutning á ullarbandi til vinnslu er-
lendis eða hvort við eigum aðeins
að leyfa útflutning á fullunnum
vörum úr þessu hráefni?
Úlfur: — Það er ekki okkar hlut-
verk að fjalla um það, hvort útflutn-
ingur A sé hentugri en útflutningur
B. Við höfum ekki tekið þátt í þess-
ari umræðu út frá því sjónarmiði.
Hins vegar höfum við reynt að finna
lausn, sem leiðir til jafnvægis og
betri starfsskilyröa. Þetta er ekki
einfalt mál og staðan er svipuö
víðar. Enginn kvartar til dæmis yfir
því að við skulum eiga jafnágæt
fyrirtæki og Coldwater og lceland
Products í Bandaríkjunum til full-
vinnslu á íslenzku hráefni. Umræða
um fullvinnslu hér heima á fiski fyrir
Bandaríkjamarkað eða aðra mark-
aði, sem við getum nú haft greiðari
aðgang að en áður vegna tolla-
lækkana, hefur ekki farið fram.
Sama gildir reyndar um grásleppu-
hrogn, sem við flytjum út óunnin.
Vandinn er jafnvægisleysið í ís-
lenzkum efnahagsmálum, þar sem
ekkert er stöðugt nema verðbólg-
an. Það er erfitt að áætla fyrir
þessari verðbólgu og fá peninga-
stofnanir til að fjármagna hana.
Þegar íslenzkar vörur eru seldar er
verðið sem fyrir þær fást ekki nema
einn þáttur í dæminu. Það er ekki
síður mikilvægt hvernig þær greið-
ast.
— Geta hinlr erlendu framleið-
endur notazt við annað hráefni
þannig að varan líti út sem íslenzk
og þeir haldið sínu striki þrátt fyrir
aðgerðir hériendis til að hindra
bandútflutnlnginn?
Úlfur: — Jú. Það hefur verið á
það bent, að erlendir framleiðendur
eigi greiðan aðgang að líkum gæð-
um erlendis hvað hráefni varðar.
En þrátt fyrir endalausar eftirlíking-
ar eru sérfræöingar þeirrar skoð-
unar, að við getum haldið okkar
hlut með miklum gæðum okkar
eigin vöru. Baráttan við eftirlíking-
arnar er hvarvetna geysihörð og
vissulega verðum við að vera undir
það búnir fjárhagslega að standa í
henni. Frakkar standa í ströngu
vegna ýmissa eftirlíkinga af konjaki,
ilmvötnum og annari munaðarvöru,
sem þeir eru þekktir fyrir. Þeir fást
við um 50 þús. mál af þessu tagi á
ári.
— Hvaða mat leggur þú á
árangurinn af starfi Útflutnings-
miðstöðvarinnar á þessum tíu
árum, sem liðfn eru síðan hún var
sett á stofn?
Úlfur: — Félag íslenzkra iðnrek-
enda átti heiðurinn af að stofna til
Útflutningsmiöstöðvarinnar árið
1968 og var hún þá kennd við það
félag. Ein leiðin til að meta árang-
urinn er að bera saman hvers menn
væntu sér og hvað hefur orðið. Ég
geri ráð fyrir að Félag ísl. iðnrek-
enda hafi vænzt þess að það væri
að stíga nauðsynjaskref fram á við
til að skapa félagsmönnum sínum
og öðrum aðstöðu, sem svipaði til
þess er gerðist í nágrannalönd-
unum. Þetta var áreiðanlega
grundvallaratriði í ákvörðun
félagsins um að hefja þessa starf-
semi. Ef það er svo metið, hvort
þetta hefur tekizt er sanngjarnt að
segja, að það hafi jú tekizt að
nokkru leyti. Mikið af vandamálun-
um, sem við var að glíma, var hér
heima fyrir. Ef meira fjármagn hefði
verið til ráðstöfunar, er ég sann-
færður um að betri árangur hefði
náðst. Réttast er að segja, að
niðurstaðan af þessu starfi hafi
verið góð miðað við hvað ótrúlega
litlu hefur verið kostað til hennar.
Fjórar greinar yfirgnæfandi
í útflutningi iðnaðarvöru