Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 79
Sunnudagar — óperudagar í sjónvarpinu Sýndar verða sjö óperur síðdegis á sunnudögum frá októberbyrjun. Fyrst er Brúðkaup Figaros á dagskrá Sunnudagar í upphafi vetrar- dagskrár sjónvarpsins verða óperudagar. Fyrirhugað er að hefja sýningar á frægum óperum þann 1. október kl. þrjú síðdegis og sýna þannig sjö óperur síð- degis á sunnudögum. Mozart er fyrstur á dagskrá og hefst óperu- dagskrá sjónvarpsins með verki hans Brúðkaup Figarós en næst kemur Macbeth eftir Verdi en þar á eftir Cosi Fan Tutte, eftir Mozart. Sýningin á Brúðkaupi Figarós tekur 2 klukkustundir og 48 mínútur. Upptakan var gerð á vegum Southern Television i Bret- landi á Glyndebourne-óperuhátíð- inni í Sussex sumarið 1973. Meðal listamannanna sem fram koma eru norski óperusöngvarinn Knut Skram, lleana Cotrubas og Marius Rintzler frá Rúmeníu, ítalska söngkonan Nucci Condo og Frederica von Stade frá Banda- ríkjunum. Þessi upptaka sem að sjálf- sögðu er í litum var sýnd í sjón- varpi í Bretlandi í maí 1974. Hlaut hún hina beztu dóma gagnrýn- enda blaðanna. The Guardian sagði, að þar væri á ferðinni einn helzti menningarviðburður í sjón- varpi það árið. „Upptaka Southern Television á Brúðkaupi Figaros var þriggja tíma uppljómun fyrir þá, sem hafa augu til að sjá og eyru til að heyra“, sagði gagnrýnandi Daily Telegraph. Daily Express sagði: „Þetta dagskrárefni var alveg ein- stakt og það eru ekki margir dag- skrárþættir í sjónvarpinu, sem eiga skilið að fá þá einkunn." Eins og áður segir verður Brúð- kaup Figaros á dagskrá sjón- varpsins kl. þrjú síðdegis sunnu- daginn 1. október. Hálfum mánuði síðar kemur svo röðin að Cosi Fan Tutte. Þar er einnig um að ræða upptöku frá Southern Television, sem gerð var á Glyndebourne-há- tíðinni sumarið 1975. ( helztu hlut- verkum eru Anson Austin frá Austurríki, Thomas Allen, Bret- landi, franski söngvarinn Frantz Petri og söngkonurnar Helena Dose og Sylvia Lindenstrand frá Svíþjóð og franska söngkonan Daniele Perriers. Að sögn Jóns Þórarinssonar er enn ekki ákveðiö hvaða óperur sýndar verða sunnudagana næstu fjóra á eftir en ýmislegt kemur til greina, þar á meðal fleiri verk eftir Mozart og Verdi. Ástandið er ekki beint geðslegt. Tveir myndarmenn í valnum. En í Cosi Fan Tutte fer þetta allt betur en útllt er fyrlr f svlpinn. Þar þóttust menn taka inn eitur og duttu nlður dauðlr tll að heyra hve sorgin væri djúp hjá unnustum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.