Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 74
þeirri verðbólguaukningu sem á sér stað umfram 26%. í þessari reglu felst trygging fyrir lántakendur, að vextir verði áfram neikvæðir, enda munu menn nú ekki hika við að slá vaxtaaukalán. Jafnframt má búast við, að framboð frjáls sparnaðar taki að minnka aftur, verði nafn- vextir ekki hækkaðir verulega. Núverandi stefna að taka upp já- kvæða raunvexti í skrefum býður því heim þeirri hættu að menn snúi við á miðri leið, áður en hinn já- kvæði árangur er farinn að koma greinilega í Ijós — gjána verður að stiga yfir í einu skrefi en ekki mörgum. Hvaða breytingar á vöxtum og verðtryggingu eru æskilegar og hvers vegna? Miðalda hugsanaháttur og tví- skinnungur er enn ríkjandi í íslenskri lagasetningu um vexti, sem sést best á því, að það telst okur að lána fé og endurheimta það að nýju með óbreyttum kaupmætti, á sama tíma og það telst ekki refsi- vert að ræna sparifjáreigendur hundruðum milljóna á hverju ári. Afnema verður okurlögin ásamt opinberri ákvörðun hámarksvaxta, svo að aðalreglan verði sú, að menn geti samið um þá vexti sín á milli, sem báðir aðilar geta orðið ásáttir um. Lögunum um verðtryggingu þarf að breyta þannig, að verðtrygging verði almennt heimil, ef ákveðnum reglum er fylgt. Þá væri og nauðsynlegt að í skattalögunum yrði greint á milli verðbóta og vaxta, þannig að ein- ungis vextir, en ekki verðbætur teljist til tekna eða gjalda. Slík vísi- tölubinding myndi hindra myndun verðbólguhagnaðar. Aðrir kostir vísitölubindingar langtímalána, er að þá er áföllnum verðbótum dreift jafnt yfir lánstímann og léttir það greiðslubyrði vegna lántökunnar. Kostir þess, ef jafnvægi næðist á lánsfjármarkaðnum yrðu helst þessir: 1. Almennt framboð lánsfjár myndi stóraukast, þar sem já- kvæðir raunvextir myndu örva peningalegan sparnað veru- lega. 2. Aukinn sparnaður styrkir við- skiptajöfnuðinn og dregur úr er- lendum lántökum. 3. Betri nýting og hagstæðari dreifing fjármagns fæst þar sem allar atvinnugreinar hefðu jafnan aðgang að lánsfé. Jákvæðir raun- vextir myndu ennfremur tryggja að fjárfestingarákvarðanir yrðu byggðar á mati manna á raunveru- legum afrakstri fjárfestingarinnar en ekki verðbólgugróða. 4. Hreyfanleiki fjármagns til nýrra og uppvaxandi fyrirtækja og starfs- greina yrði mun meiri. Lánsfjár- skömmtun hefur hins vegar ætíð tilhneigingu til að halda fjármagns- straumum í föstu fari og vernda þar með oft duglitla stjórnendur og/eða óarðbær fyrirtæki og at- vinnugreinar á kostnað þjóðar- heildarinnar. 5. Viðunandi ávöxtun á innlendum markaði og hreyfanlegir vextir eru helsta skilyrði aukins frjálsræöis í gjaldeyrisviðskiptum. 6. Jákvæð raunvaxtastefna eyðir hinni rótgrónu umframeftirspurn á lánsfjármarkaðnum, sem er veiga- mikill þáttur í sjálfri verðbólgu- þróuninni. Ljóst er, að þeirri skoðun vex nú fylgi að einkaframtakið geti ekki séð um fjárfestingar og atvinnu- uppbyggingu í landinu, heldur verði að leysa þetta á félagslegum grundvelli. Sannleikurinn er hins vegar sá, að einkaframtakið hefur aldrei fengið að njóta sín til fulls hér á landi. Til þess hefur samkeppnin á öllum sviðum og þar með um fjár- magn, verið of takmörkuð. Láns- fjárskömmtun og pólitískar geð- þóttaákvarðanir og spilling, sem slíku fyrirkomulagi fylgir, hafa ráðiö alltof miklu um fjárfestingar og út- hlutun lánsfjár og haldið því í föstum rásum. Þetta ástand hefur boðið upp á aðhaldsleysi og bein- línis verndað óarðbær fyrirtæki og lélega stjórnendur frá því að detta úr leik vegna tilkomu arðbærari fyrirtækja og/eða hæfari stjórn- enda. Aðalkostir einkaframtaksins koma fram, þegar samkeppnin er mest, þ.e.a.s. bestu tækifærin eru nýtt hverju sinni af þeim, sem eru hæfastir á hverjum tíma. Þess vegna munu þeir stjórnendur sem eru í forréttindastöðu og finna til vanháttarkenndar berjast hat- rammlega gegn því, að raunvextir verði jákvæðir. Gunnar H. Hálfdánarson. Atvinnurekendur — Starfshópar Við bjóðum nú betri þjónustu við útsendingar á mat en þekkst hefur áður hér á landi. Við þorum að fullyrða, að þetta sé heppilegasta lausnin við útsend- ingu á mat. Við skömmtum matinn í einangraða bakka, sem halda matnum heitum í að minnsta kosti 2 klst. Matstofa Miöfells hf. Funahöfða 7 - Reykjavík Símar: 31155 - 84939 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.