Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 49
stiórnun Er sambandsleysi innan fyrirtækisins? Upplýsingastreymi innan fyrir- tækis er forsenda þess að sam- starf sé virkt. Víða er pottur brot- inn í þessum efnum. Með því að taka upp það boðkerfi í 10 skref- um sem lýst er í þessari grein, má leysa þetta stjórnunarvandamál á einfaldan og fljótlegan hátt. Sé rétt að staðið lætur árangurinn ekki á sér standa. Öll stjórnun byggir á upplýsingum. Ákvarðanir eru teknar á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja. Því minni og óskipulegri upplýs- ingamiðlun sem býr að baki, því meiri líkur eru á því að teknar séu rangar ákvarðanir. Það er því ekki út í hött að halda því fram, að framkvæmdastjóri sem verði tíma sínum, að einhverju leyti, til þess aö endurbæta upplýsingastreymi í fyrirtæki sínu, gerði varla annað þarfara þá stundina. Hann mundi á þann hátt spara bæði dýrmætan tíma, peninga og óþarfa snúninga starfsfólksins. En þaö er einmitt það sem einkum fer forgörðum þegar réttar upplýsingar ná ekki til réttra aðila á réttum tíma. Sérfræðingar hafa skipt í 5 flokka þeim ástæðum sem einkum valda því að upplýsingastreymi er ófullnægjandi innan fyrirtækis. 1. Upplýsingar sem berast fram- kvæmdastjóra eru ekki flokkaðar eftir mikilvægi. Vegna þess að ekki er um greiningu eftir forgangi að ræða, en það krefst ákveðins skipulags, er framkvæmdastjórinn ef til vill að vasast í málum sem hafa litla þýðingu á meðan önnur mikilvægari líða fyrir það að skjöl með upplýsingum sem þau varða, lenda of neðarlega í bunkanum á skrifborðinu. Það skiptir einnig máli hvernig þessar upplýsingar eru fram settar. Sé ekkert skipulag á þvi hvernig ganga skuli frá upp- lýsingum getur gildi þeirra orkað tvímælis. 2. Of mikið ónæði. Sú kórvilla virðist vera furðu algeng að fram- kvæmdastjóri fyrirtækis eigi alltaf að hafa tíma til að spjalla við starfsfólk um eitt og annaö í sam- bandi við reksturinn og jafnvel honum óviðkomandi. Upplýsingar sem honum berast á þennan hátt eru yfirleitt óskipulegar og gildi þeirra er ekki í neinu samræmi við þann tíma sem tekur að sinna þeim. Tími framkvæmdastjórans til þess aö einbeita sér að mikilvæg- ari málum er þannig meira og minna gerður óvirkur. 3. Of margir milliliðir. Gildi upp- lýsinga rýrnar yfirleitt í jöfnu hlut- falli viö fjölda þeirra milliliöa sem við sögu koma. Nauðsynlegt er að sá sem upphaflega hefur í fórum sínum mikilvægar upplýsingar, komi þeim sjálfur á framfæri við framkvæmdastjórann. Eigi það að takast verða þessar upplýsingar að vera í skriflegu formi, að svo miklu leyti sem það er unnt. Að öðrum kosti gæti svo farið að framkvæmdastjórinn drukknaði í viðtölum. 4. Persónubundin hégóma- girnd. Sá sem kemur upplýsingum á framfæri gæti haft tilhneigingu til þess að fylgja þeim eftir sjálfur í því skyni að sýna fram á hve þær séu mikilvægar. Sá hinn sami gæti, af sömu hvötum, stórlega ýkt mikilvægi upplýsinganna. tilgang- urinn í báðum tilfellum er að sýna framkvæmdastjóranum fram á hve starfsmaðurinn sé mikilvægur, — upplýsingarnar lenda í 2. sæti. 5. Engin nákvæm skilgreining finnst í fyrirtækinu á því hvað „áríðandi" og „mikilvægt" þýði í raun og veru. Nauösynlegt er að þau hugtök séu skýrð og að allir starfsmenn skilgreini þau á sama hátt. Endurbæturnar Eftirfarandi atriði ber að taka fyrir í réttri töluröð: 1. í lok hvers vinnudags ætti hver stjórnandi að gera lista yfir þau verkefni sem bíða morgun- dagsins. Verkefnum verður að raöa eftir mikilvægi í forgangsröð 1, 2, 3, o.s.frv. Að morgni næsta dags verður að fara yfir listann og endurmeta með tilliti til þess sem þá liggur fyrir. Engin þörf er á því að hafa eingöngu á listanum þau verkefni sem hægt er að Ijúka á einum degi. Skiptið verkefnum þess í staö niður í áfanga fyrir hvern dag. 2. í lok hvers vinnudags þarf að eyða nokkrum mínútum í það að skrifa niður nöfn þeirra sem nauð- synlegt er að ræða við daginn eftir. Skrifiö einnig niður í stórum drátt- um um hvað skal ræða. 3. Takið upp morgunfundi með starfsliðinu. Látið það veröa það fyrsta sem gert er í byrjun hvers vinnudags. Þessi fundur á að taka nákvæmlega 10 mínútur, ekki einni mínútu meir. Hafið ekki stóla fyrir fundarfólk, látið það standa. Hver og einn þarf að hafa tilbúið á blaði það sem hann ætlar að minnast á. Þessir fundir eru ekki hugsaðir til þess að leysa aðra fundi af hólmi, en þeim er ætlað að ydda stefnu fyrirtækisins og gera dagsstarfið markvissara. 4. Áætla starfsfólkinu ákveðinn tíma á hverjum degi til þess að fara yfir störf þess með framkvæmda- stjóra. Þessi tími á að vera fastur á degi hverjum og taka 5—10 mín- útur. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.