Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 43
Litlu þjóðfélögin Það má til sanns vegar færa að aðstæðureru aðrar ílitlum, opnum þjóðfélögum en stórum og sjálfum sér nógum. í þeim litlu geta sveiflur í útflutningi og innflutningi vöru og fjármagns valdið miklum og snöggum breytingum á peninga- magni. Af þessu leiðir hins vegar jafnframt að stjórn peningamála verður jafnvel enn mikilvægari í litlum löndum en stórum. Enginn fastur punktur í tilverunni Færa má mörg rök fyrir því að einna mests árangurs sé að vænta hér á landi í hagstjórn með mark- vissri og einbeittari stefnu í peningamálum en veriö hefur. (því sambandi er efling verðjöfnunar- sjóða nærtækust og raunvaxta- stefna, en einnig verður að stilla erlendar lántökur betur af við svigrúm innanlands og sýna stað- festu í því að fjármagna ekki verð- bólguna úr hófi. Reyndar má flokka efnahagsstefnu eftir því hvaða fastur punktur er valinn í tilveruna: 1. Gengið er fast, þ. e. gengiðer látið fylgja t. d. Bandaríkja- dollar eða vestur-þýsku marki og efnahagsaðgerðir taka mið af því. Þetta þýðir ekki hvað síst að ekki er unnt að fylgja sjálfstæðri peninga- málastefnu og prenta seðla aö vild. 2. Peningamagnsbreytingar eru ákveðnar. Gengið yrði þá að vera breytilegt. Annars vegar yrði um gengisfellingar og verðbólgu að ræða ef pen- ingamagn ykist of mikið (eins og víðast hvar). Hins vegar verður gengishækkun og verðhjöðnun ef samdráttur verður í peningamagni (eins og í Sviss). 3. Launabreytingar í krónutölu eru fastákveðnar. Þetta út- heimtir svo tilteknar aðgerðir í peningamálum og á öðrum sviðum. Ekki þarf að skoða þessi þrjú atriði lengi til að sannfærast um að okkur vantar fastan pól í hæðina. Oft er nú talað um að launasamn- ingar stefni að tiltekinni þróun raunlauna. Eins og glöggt sést af saman- burði milli þróunar hér og í Noregi á undanförnum árum, getur afar- mismunandi þróun kauptaxta og verðlags þýtt sama kaupmátt. Þetta má reyndar Ijóst vera af því að kaupmáttur er kvóti milli tveggja stærða, kauptaxta og verðlags. Útkoman ræðst aö sjálf- sögðu af ytri aðstæðum, eins og aflabrögðum og verðlagi á erlend- um mörkuðum, svo og efnahags- stefnunni að öðru leyti, ekki síst í peningamálum og ríkisfjármálum. Að binda kaupmáttinn án tillits til ytri aðstæðna og jöfnunarsjóða þýðir auðvitað að enginn fastur punktur er til staöar og þjóðar- skútan veltist til og frá í ölduróti verðbólgunnar. Niðurstaðan af þessu er einföld. Ef ekki er unnt að finna og koma sér saman um fastan punkt í efna- hagsstefnunni hlýtur árangurinn að verða handahófskenndur. Það er lítið gagn í fínum mælingatækj- um, ef þau eru eingöngu notuö til að elta uppi skip á röngum kóss. Þá er betra að hafa einfaldan átta- vita og halda nokkurn veginn réttri stefnu- eða þá treysta á sjálfstýr- ISLENZK HÖNNUN-ÍSLENZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA ÚTSÖLUSTAÐIR: SKEIFAN H.F. — DÚNA H.F. — J.L.-HÚSIÐ — HÚSGAGNAKJÖR S.F. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.