Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 13
verkefni og endurskipulagning
eldri verkefna eru nú til umfjöllunar
hjá stjórn Útflutningsmiðstöðvar-
innar.
Áfram barist í Genf
4,— 6. október s. I. fór fram fund-
ur Efnahags- og félagsmálanefndar
EFTA í Genf. Fundinn sóttu frá Fé-
lagi íslenskra iðnrekenda Davíð
Sch. Thorsteinsson og Haukur
Björnsson. Á fundinum var sem fyrr
rætt um opinberar stuðningsað-
gerðir einstakra EFTA landa, en
mál þetta var tekið fyrir í nefndinni
að frumkvæði Islands. Fyrir þess-
um fundi lágu skýrslur einstakra
EFTA landa um opinþerar stuðn-
ings- og styrktaraðgerðir við iðnað í
viðkomandi löndum. Eins og búast
mátti við urðu miklar umræður um
málið og kom berlega í Ijós að
skýrslur sumra landanna voru ó-
fullkomnar. Gætti greinilegrar
tregðu að skýra opinskátt frá
ástandinu.
Eftir þennan fund verður gengið
frá bráðabirgðaskýrslu, sem send
verður aðilum um áramót, en síðan
tekið til meðferðar á næsta fundi
nefndarinnar, sem ráðgerður er í
febrúar 1979.
Þótt verulegrar tregðu gæti hjá
ýmsum löndum að greina hispurs-
laust frá hinu flókna styrktar- og
stuðningsaðgerðakerfi, sem byggt
hefur verið upp í viðkomandi lönd-
um, hafa Finnland og Sviss veitt ls-
landi góðan stuðning í að knýja
málið áfram.
Tvær gerðir 120 Y og 140 Y sami bfll m/ stærri vél
DATSUN bilarnir hafa fengiö orö fyrir smekklegt útlit og
frábæran frágang bæði utan sem innan, auk góðra
aksturshæfileika, mikils krafts og sparneytni.
En lengi má gott bæta og er þessi nýi Datsun 120 Y
gott dæmi um það
IIAFH) SAMBAM) VII) SOI.I MKNN >K'I \ KKI \ M.I.UI
ITl’I.VSlMiAU I M BII.INN. \ KHI) ()(, (.HKIDsl.l K.IOII.
INGVAR HELGASON
Vonarlondi v/Sogav«g — Slmor 84910 og 94911
13