Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 18
innlent Tollkrít: Verulegur sparnaður — lægra vöruverð Nefnd um tollamál skilaði nýlega áliti sínu og leggur ein- dregið tii að veittur verði greiðslufrestur á aðflutningsgjöldum Að öllu meðtöldu er talið að unnt sé að spara allt að einum milljarði króna á ári, beint og ó- beint, vegna áhrifa tollkrítar. Er þetta niðurstaða nefndar, sem gert hefur rannsókn á innflutningi til landsins, greiðslu tolla og ann- arra aðflutningsgjalda. Er þarna átt við heildarsparnað og hann þá miðaður við þann innflutning, sem hagtölur sýna um þessar mundir. Samkvæmt ákvörðun Matthías- ar Á. Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hefur undanfarið rúmt ár starfað nefnd manna til þess að endurskoða gildandi lög og reglur um tollheimtu og tolleft- irlit. Nefndina skipuðu þeir Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoð- andi, Björn Hermannsson, toll- stjóri, Júlíus Sæberg Ólafsson, framkvæmdastjóri, Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri og Ásgeir Pét- ursson, sýslumaður, sem jafnframt var skipaður formaður nefndar- innar. Sparnaður kemur fram á nokkuð löngum tíma J. Ingimar Hansson, rekstrar- verkfræðingur, vann að ýmsum athugunum og greinargerö um tollamál fyrir nefndina. í henni kemur fram að samkvæmt rök- studdum sparnaðaráætlunum sé talið unnt aö spara 800— 900 mill- jónir kr. á ári vegna áhrifa tollkrítar en þá séu ótaldir ýmsir smærri lið- ir, sem erfitt sé að festa hendur á hvern fyrir sig. Sparnaður þessi myndi koma fram á nokkuð löng- um tíma eftir því sem aðilar aðlög- uöu vinnubrögö sín aö nýjum að- stæðum. Nefndin telur í samræmi við álit J. Ingimars Hanssonar, að unnt væri aö taka upp tollkrít án þess að geröar væru breytingar á útleys- ingu vöru, aðrar en þær, að tollur- inn væri lánaður í ákveðinn tíma. Slík tollkrít hefði eingöngu áhrif á geymslutíma vöru. Er þá rétt að taka tillit til þessara atriða: — Styttist geymslutími vöru hjá farmflytjanda fæst ódýrari geymsla og meðferð. Erfitt er aö spá, hve mikil sú stytting yrði. Gert er ráð fyrir einni viku. — Lækkun yrði á vaxtakostn- aði, ef heildarbirgðir vöru í landinu minnkuðu. Gert er ráð fyrir einnar viku styttri geymslutíma. Sparnaður af því aö varan stöðvast einni viku skemur í hafn- arskemmum er alls talinn nema um 550 milljónum króna. Þar af eru 300 milljónir vegna minni með- ferðar vörunnar sjálfrar, 200 mill- jónir vegna vaxta og ca. 50 mill- jónir vegna minni tjónahættu. Áhrif á verðlagsþróun og efna- hagsjafnvægi Nefndin hefur kannað, hvaða áhrif tollkrít kynni að hafa á verð- lagsþróun og efnahagsjafnvægi. 0-10000 250 10000-100000 850 10 100000-1 millj. 1400 110 1 — 10 millj. 770 220 10— 100 mlllj. 40 80 100-1000 millj. 10 1000 millj eða meira Alls 3310 430 Var Ólafur Davíðsson, hagfræð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun, feng- inn til að athuga þetta efni meö nefndinni. Nefndin telur hér fyrst og fremst skipta máli, að í fyrstu dragi tollkrít úr tekjum ríkissjóðs og valdi þannig nettóútstreymi fjár úr ríkissjóði. Á hitt beri þó sérstak- lega að líta í þessu sambandi að þar á móti dragi að nokkru marki úr útlánum bankanna til þeirra atvinnuaðila, sem standa fyrir inn- flutningi landsmanna á varningi og yröi þa rýmra um útlán til annarra atvinnuvega. Trúlega fylgdu þess- um ráðstöfunum þó einhver þensluáhrif. I álitsgerð Ólafs Davíössonar segir m. a. um þetta efni: „Þegar til lengdar lætur og kerfið er komiö í gang, má búast við að nokkur aukning verði á útstreymi fjár úr ríkissjóði vegna þessa ár frá ári með aukningu innflutnings og hækkandi innflutningsverði. Mikil- vægt er að ætlað sé fyrir þessu á fjárlögum og tekna aflaö til þess að standa undir þessu til þess að það valdi ekki aukinni peningaþenslu, t. d. með auknum yfirdrætti ríkis- sjóös í Seölabanka. Ef vel er séð fyrir þessu ættu peningaleg áhrif gjaldfrests ekki að þurfa að raska 20 30 350 10 Alls 250 870 1540 1350 320 150 60 650 25 35 110 180 5 10 15 735 200 180 4855 Flokkun innflytjenda eftir innflutningsverðmæti og fjölda af tollskýrsl- um 1977 Skýrslufjöldi 1-8 8-15 15-75 75-150 150o.fl. Innflutningur Cif krönur 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.