Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 42
Snuröur á frjálsri verzlun Grein eftir dr. Guð- mund Magnússon, prófessor Innflutningsfrelsi hefur stór- aukizt síðan 1960 og þar með samkeppni á innlendum markaði. Stærstu áfangarnir voru stignir við kerfisbreyting- una upp úr 1960 og við inn- gönguna í EFTA 1970. Nú er aðlögunartími Islands sam- kvæmt EFTA-samkomulaginu (og síðar samningnum við EBE) vel hálfnaður. Það hefur vart farið fram hjá neinum að aukning framleiðslu og fram- leiðni varð meiri eftir 1970 í ís- lenzkum iðnaði en áður þekkt- ist, jafnframt því sem meiri svartsýni gætir nú en áður um að iðnaðurinn standist sam- keppnina á heimamarkaði á næstu árum. Er þar bæði bent á lélegan aðbúnað af hálfu stjórnvalda og ýmiss konar styrktaraðgerðir í nálægum löndum. Athugunum hefur verið hrundið af stað í styrkt- armálum bæði af hálfu ráð- herranefndar Norðurlanda og EFTA. Gengisskráning og verðjöfn- unarsjóðir Snar þáttur þeirrar sam- keppnisskerðingar sem inn- lend framleiösla verður fyrir felst í því að gengisstefnan hefur lítið tekiö mið af þörfum almenns iðnaðar (annars en fiskiðnaðar). Yfirleitt hefur ver- ið þrjóskazt í lengstu lög við að lækka gengi krónunnar nægi- lega mikið til þess að jafna metin milli kostnaðar milli inn- lendrar og erlendrar fram- leiðslu. Stundum hefurgengis- leiöréttingu verið frestað (eins og á s. I. sumri) og ríkis- stjórnin ábyrgst greiðslur úr tómum Verðjöfnunarsjóöi á meðan. Á sama tíma verður al- mennur útflutningsiðnaður að selja vöru sína á röngu gengi og samkeppnisgreinar við inn- flutning missa markaðshlut- deild og tekjur þeirra skerðast. Þetta fær auðvitað ekki staðist til lengdar, þegar verndartollar hverfa og innflutningur er frjáls í heimatilbúinni verðbólgu. Styrkjafreistingin Engum blöðum þarf um það að fletta, að aukning frjálsræð- is í milliríkjaviðskiptum var miklu auóveldari þegar hag- vöxtur var víðast hvar viðun- andi. Jafnframt átti fríverzlunin sinn þátt í því að framfarir á efnahagssviðinu uröu jafn- miklar og raun ber vitni. Þegar syrti í álinn kom annað hljóð j strokkinn. Mönnum var reynd- ar fyrir löngu orðið Ijóst að frí- verzlun ein væri ekki nægileg til þess að tryggja samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Alls kyns reglur, staðlar og fyrirgreiðslur gætu unnið á móti lækkun tolla og afnámi hafta. Þess vegna hlaut EFTA-samstarfið eðli málsins samkvæmt að verða tiltölulega laust í reipunum, því aö það tekur einungis til frí- verzlunar um vissar iðnaðar- vörur. Þar sem löndin hafa skuldbundið sig til að leggja hvorki innflutningsgjöld né innflutningshöft á þessar vör- ur, hafa sum þeirra einmitt freistazt til að grípa til annarra ráða til styrktar framleiðslu sinni. Aðalástæðan er að sjálf- sögðu atvinnuleysi og ekki ó- sennilegt að við mundum freistast til hins sama við svip- aðar aðstæður. Eigi að síður kemur þetta bagalega við okk- ur, sérstaklega fyrirtæki sem keppa á heimamarkaði. Aftur á móti verða styrkir og efling kaupmáttar í þessum löndum til þess að þau kaupa meira af öðrum — og þar með okkur, ef svo ber undir — en ella. Norðurlöndin Svíar hafa gengið lengst í því að styrkja iðnaðinn. Mestar fjárhæðir hafa reyndar farið til útflutningsábyrgöaog til kaupa á eignarhlutum í fyrirtækja- samsteypum (skipasmíðum og stáliðnaöi). En hagkvæm birgðalán hafa einnig verið veitt og í vefjariðnaði og skó- iðnaði er talið að um sérstakan aðlögunarvanda sé að ræðasem réttlæti fjölþættan stuðning, svo sem þátttöku ríkisins í launakostnaði, endurmenntun, 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.