Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 9
Páll Heiðar Jónsson, útvarpsmaður sér ásamt Sigmari B. Haukssyni árla morguns, fimm daga vikunnar, um útvarpsþátt sem heitir „Morgunpósturinn“. Hefst þátturinn kl. 7.25 á morgnana og er sendur út í 45 mínútur. Þætt- inum er ætlað að vera nokkuð hraður, fræðandi og skemmtilegur, að sögn Páls Heiðars. „Morgunpósturinn" er uppbyggður þannig, að í honum er blandað efni, sem hentar í dag- lega lífinu, viðtöl við fólk í athafnalífinu, fjallaö um atburði á listasviðinu s. s. kvikmyndir, flutt ýmislegt fréttatengt efni bæði af innlendum og erlendum vettvangi, gefnar ráðleggingar varð- andi mataruppskriftir og fjölmargt fleira. Þeir Páll Heiðar og Sigmar eru í tengslum við hóp manna, sem eru búsettir erlendis, sem flytja þeim ýmsar fréttir, sem eru ofarlega á baugi erlendis, þar á meðal London, Hamborg, Dublin, París og Barcelona. Einnig er í þættin- um kastað fram spurningunni: „Hvernig leggst dagurinn í þig?“ og er hún lögð fyrir ýmsa sem standa í stórræðum þann dag. Fluttar eru glefsur úr blöðum og tímaritum í „Morgun- póstinum", en þátturinn er í beinni útsendingu. Frá því árið 1971 hefur Páll Heiðar Jónsson verið starfsmaður útvarpsins og á tímabilinu 1971—1976 geröi hann nákvæmlega 310 út- varpsþætti um ýmislegt efni. Er þarskemmst að minnast ýmissa umræðuþátta og þátta úr at- vinnulífinu. Hann flutti einnig reglubundið í 3 ár „Lundúnapistil", en hann var búsettur í Bret- landi í 9 ár. Páll Heiðar Jónsson er fæddur 16. febrúar 1934 í Vík í Mýrdal, tók Verzlunarskólapróf 1952 og starfaði fyrst við skrifstofustörf, m. a. á skrifstofu Flugfélags íslands í Lundúnum. Þórður Friðjónsson var fyrir skömmu ráðinn deildarstjóri hagdeildar Félags íslenzkra iðn- rekenda, en það er ný deild í mótun innan fé- lagsins. Helztu verkefni hagdeildar, að sögn Þórðar eru í fyrsta lagi, að hagdeild ber aö fylgjast með almennri efnahagsþróun á íslandi og erlendis, og vega og meta áhrif þróunarinnar á íslenzkan iðnað. í öðru lagi að útvega í sem aðgengilegustu formi tölulegar upplýsingar til að mynda bak- grunn fyrir stefnu Félags íslenzkra iðnrekenda í hagfræðilegum málefnum. I þriðja lagi vinnur hagdeildin að endurbótum á þeim starfsskil- yrðum, sem opinberir aðilar búa iðnaðinum. Þóröur sagöi, að í fjórða lagi mætti nefna sem verkefni hagdeildar, að stuðla að virku upplýsingastreymi milli félagsmanna Félags ís- lenzkra iðnrekenda og hagdeildar með það fyrir augum að efna samstöðu í efnahagsmál- um. Þórður Friðjónsson erfæddur 2. janúar 1952 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1972, og lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Islands vorið 1977. Fór hann síðan til framhaldsnáms í hagfræði og nam við Queens háskóla í Kanada með té- lagsmálahagfræði og peningahagfræði sem aðalgreinar, en þaðan lauk hann prófi á s. I. sumri. Upp á síðkastið hefur verið mikið talað um, að erlend innkaup á iðnaöarvörum skipi óeðli- lega mikinn sess hjá opinberum aðilum, miklu meiri en í öðrum aðildarlöndum OECD, sem frekar kaupa eigin framleiðslu en annarra landa, en hins vegar sé þessu snúið við hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.