Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 9

Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 9
Páll Heiðar Jónsson, útvarpsmaður sér ásamt Sigmari B. Haukssyni árla morguns, fimm daga vikunnar, um útvarpsþátt sem heitir „Morgunpósturinn“. Hefst þátturinn kl. 7.25 á morgnana og er sendur út í 45 mínútur. Þætt- inum er ætlað að vera nokkuð hraður, fræðandi og skemmtilegur, að sögn Páls Heiðars. „Morgunpósturinn" er uppbyggður þannig, að í honum er blandað efni, sem hentar í dag- lega lífinu, viðtöl við fólk í athafnalífinu, fjallaö um atburði á listasviðinu s. s. kvikmyndir, flutt ýmislegt fréttatengt efni bæði af innlendum og erlendum vettvangi, gefnar ráðleggingar varð- andi mataruppskriftir og fjölmargt fleira. Þeir Páll Heiðar og Sigmar eru í tengslum við hóp manna, sem eru búsettir erlendis, sem flytja þeim ýmsar fréttir, sem eru ofarlega á baugi erlendis, þar á meðal London, Hamborg, Dublin, París og Barcelona. Einnig er í þættin- um kastað fram spurningunni: „Hvernig leggst dagurinn í þig?“ og er hún lögð fyrir ýmsa sem standa í stórræðum þann dag. Fluttar eru glefsur úr blöðum og tímaritum í „Morgun- póstinum", en þátturinn er í beinni útsendingu. Frá því árið 1971 hefur Páll Heiðar Jónsson verið starfsmaður útvarpsins og á tímabilinu 1971—1976 geröi hann nákvæmlega 310 út- varpsþætti um ýmislegt efni. Er þarskemmst að minnast ýmissa umræðuþátta og þátta úr at- vinnulífinu. Hann flutti einnig reglubundið í 3 ár „Lundúnapistil", en hann var búsettur í Bret- landi í 9 ár. Páll Heiðar Jónsson er fæddur 16. febrúar 1934 í Vík í Mýrdal, tók Verzlunarskólapróf 1952 og starfaði fyrst við skrifstofustörf, m. a. á skrifstofu Flugfélags íslands í Lundúnum. Þórður Friðjónsson var fyrir skömmu ráðinn deildarstjóri hagdeildar Félags íslenzkra iðn- rekenda, en það er ný deild í mótun innan fé- lagsins. Helztu verkefni hagdeildar, að sögn Þórðar eru í fyrsta lagi, að hagdeild ber aö fylgjast með almennri efnahagsþróun á íslandi og erlendis, og vega og meta áhrif þróunarinnar á íslenzkan iðnað. í öðru lagi að útvega í sem aðgengilegustu formi tölulegar upplýsingar til að mynda bak- grunn fyrir stefnu Félags íslenzkra iðnrekenda í hagfræðilegum málefnum. I þriðja lagi vinnur hagdeildin að endurbótum á þeim starfsskil- yrðum, sem opinberir aðilar búa iðnaðinum. Þóröur sagöi, að í fjórða lagi mætti nefna sem verkefni hagdeildar, að stuðla að virku upplýsingastreymi milli félagsmanna Félags ís- lenzkra iðnrekenda og hagdeildar með það fyrir augum að efna samstöðu í efnahagsmál- um. Þórður Friðjónsson erfæddur 2. janúar 1952 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1972, og lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Islands vorið 1977. Fór hann síðan til framhaldsnáms í hagfræði og nam við Queens háskóla í Kanada með té- lagsmálahagfræði og peningahagfræði sem aðalgreinar, en þaðan lauk hann prófi á s. I. sumri. Upp á síðkastið hefur verið mikið talað um, að erlend innkaup á iðnaöarvörum skipi óeðli- lega mikinn sess hjá opinberum aðilum, miklu meiri en í öðrum aðildarlöndum OECD, sem frekar kaupa eigin framleiðslu en annarra landa, en hins vegar sé þessu snúið við hér á landi.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.