Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 73
sérfélag, Snarfara, eins og áður er
getið, en Örlygur ásamt þeim Haf-
steini Sveinssyni, sem erformaður
félagsins, og Herði Guðmunds-
syni, var aðalhvatamaður að
stofnun félagsins.
Snarfari fékk því m. a. áorkað,
að samþykkt var í borgarstjórn
Reykjavíkur, þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn var í meirihluta, að
byggja skyldi smábátahöfn inni við
Elliöavog, en nú er óljóst með
framvindu þess máls. — Snarfari
leigði sér aðstöðu inn við Keili í
Elliöavogi, sagði örlygur, þar
gerðum við bryggju, en nú höfum
við ekki tækifæri til að nota þessa
aðstöðu lengur, og búum því við
algjört aðstöðuleysi.
Ýmisleg starfsemi fer fram hjá
Snarfara. Farið hefur veriö m. a. í
hópsiglingar út á Faxaflóa, þar
sem fram hefur farið sjóstanga-
veiðikeppni, hópsigling ÍViðey, og
á sjómannadaginn hópsigling inn
Skerjafjörðinn.
Snarfari hefur beitt sér fyrir ör-
yggisfræðslu, og innan félagsins
er starfandi öryggismálanefnd.
Haldin hafa verið námskeið í sigl-
ingafræði, þar sem hægt hefur
veriö aö taka siglingapróf fyrir báta
allt að 30 tonn að stærð.
Ekki bara ríkra manna sport
— Talað hefur verið um, að
eiga sportbát, sé aðeins fyrir þá
ríku, sagði Örlygur. Ég vísa því al-
gjörlega á bug. Margir þeirra sem
eiga báta hafa byggt þá sjálfir, og
hafa hægt og bítandi stækkað
báta sína stig af stigi. Svo er hægt
að eiga bátinn í 5— 10 ár ef ekkert
kemur fyrir. Verð á mínum báti var
fyrir tæpum tveimur árum um 1300
þúsund krónur. Og ef það verð er
borið saman við hvað fjölskylda
eyðir t. d. í Spánarferð, hesta-
mennsku eða laxveiðimaður til að
stunda sitt sport, verður mismun-
urinn e. t. v. ekki svo mikill.
Dagur í góöri veiöiá kostar milli
35—60 þúsund krónur. Sá útbún-
aöur, sem veiðimaður þarf til lax-
veiða kostar um 40 þúsund krónur
sé hann góður, og verð á gistingu í
veiðihúsi eða á hóteli er um 10
þúsund krónur á dag. Þannig, að
ef laxveiðimaóur stundar laxveiði í
góðri á 10 daga yfir sumarið, kost-
ar það að meöaltali 350—400
þúsund kr., og getur verið meira,
ef áin er mjög dýr. Hins vegar má
ekki gleyma því, að þaö sem veið-
ist eru verðmæti, og ef vel er veitt
getur kostnaðurinn við túrinn skil-
að sér. En þetta er aðeins lítið
dæmi til samanburðar við, hvað
það kostar að eignast sportbát.
Viðhald og öll umhugsun um
bátinn er yfirleitt alltaf í höndum
eiganda hans, og börnin læra að
umgangast báta. Ég álít, að þjóö
sem lifir af sjónum eins og við (s-
lendingar ætti að ýta undir að börn
kynnist þessu.
Að lokum spurði Frjáls verzlun
Örlyg Hálfdánarson, bókaútgef-
anda, hvort hann hefði aldrei lent í
háska á bátnum. Hann svaraði því
til: — Ég hef aldrei komist í hann
krappann svo teljandi sé, enda er
ég mjög varkár maður að eðlisfari,
og það ætti ekki að þurfa að ger-
ast, ef farið er með gát og að sett-
um reqlum.
V.
Tveir Askar
Nú höfum við stcekkað við okkur
og opnað nýjan veitingastað
að Laugavegi 28.
Við bjóðum ykkur velkomin í
vinálegt umhverfi - lítið inn á yy28yi.
ASKUH
Laugavegi 28
símar 1 83 85 og 2 93 55
73