Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 38
skodun
Athugasemdir við greinar
Halldórs Guðjónssonar
Eftir
Jón
Sigurðsson,
hagrannsóknarstjóra:
Höfundur var formaður Verð-
bólgunefndar, sem skipuð var
af ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar í október 1976 og skilaði
áliti í febrúar 1978
í Frjálsri verzlun hafa nýlega (í 8. og 9. tbl. 1978)
birzt tvær greinar eftir Halldór Guðjónsson, dó-
sent, þar sem því er haldið fram, að í skýrslu
Verðbólgunefndar um verðbólguvandann, sem út
kom í febrúarmánuði síðast liðnum, séu mjög
margar og alvarlegar hagfræðilegar villur. Halldór
segist styðja þessa fullyrðingu með þremur
dæmum, en færir ekki önnur efnisleg rök fyrir
máli sínu.
Dæmin um hinar meintu, alvarlegu villur eru
þannig valin, og útlegging Halldórs á þeim svo
villandi, aö ekki veröur hjá því komizt aö gera þar
viö nokkrar athugasemdir. Halldór viröist skrifa af
nokkrum fræöilegum metnaði, og væri því ástæða
til aö ætla, aö hann vandaði vinnubrögð sín í hví-
vetna. Því miður er því ekki aö heilsa í þessum
greinum, en þær eru fullar af stóryrðum, sem
viröast reist á litlum sannindum.
1. Gjaldeyrisreikningar íeinkaeign
Skrif Halldórs verða ekki skilin ööruvísi en svo,
að hann haldi því fram, aö í skýrslu Verðbólgu-
nefndar sé byggt á þeirri kenningu, aö menn, sem
eiga erlendan gjaldeyri reyni að losa sig viö hann,
telji þeir hættu á gengislækkun. Þarflaust er að
orölengja það, aö í áliti Veröbólgunefndar er
gengið út frá hinu gagnstæða. Reyndar sýnir
Halldór hvergi fram á, að þessi ,,villa“, sem hann
telur sig hafa fundið, hafi haft áhrif á tillögur
Verðbólgunefndar. Rök hans í málinu eru þau ein,
aö hann slítur úr samhengi eina setningu, þar sem
fjallað er um gjaldeyrisreikninga í einkaeign, og
túlkar hana síðan eins og honum hentar.
Á bls. 153 í skýrslu Veröbólgunefndar segir: ,,(
þriöja lagi er hugsanlegt að rýmka um reglur um
gjaldeyriseign einstaklinga og fyrirtækja þannig,
að gjaldeyrissjóðir væru að einhverju leyti í einka-
eign.“ Nokkru neðar á sömu síöu er fjallaö um
kosti og galla þessarar leiðar og þá sagt: „Þriðja
leiðin — frjálsir gjaldeyrisreikningar, sem þegarer
til vísir aö — hefur þann kost að hún höföar til
sparnaðarhneigðar almennings og býður uþþ á
sþarnaöarform, sem heldur allvel verðgildi sínu,
auk þess sem rýmri reglur um gjaldeyrisviðskipti
hér á landi geta verið æskilegar af öðrum ástæð-
um." Þegar rætt er um ókosti frjálsra gjaldeyris-
reikninga, er dregið í efa, að þeir orki ávallt til
sveiflujöfnunar, og þá sagt: ,,Búast mætti við, að fé
rynni út af einkareikningum, þegar hætta væri talin
á gengisbreytingu." Hér eru augljóslega höfð í
huga áhrif af spákaupmennsku. Þetta er einmitt
setningin, sem Halldór tekur upp úr skýrslunni og
telur fela í sér villu. Hins vegar liggur beint við að
skilja setninguna á eftirfarandi hátt, sé hún tekin
ein sér: „Búast mætti við, að fé rynni út af venju-
legum, innlendum einkareikningum í íslenzkum
krónum, þegar hætta væri talin á gengisiækkun,
en út af gjaldeyrisreikningum í einkaeign þegar
hætta væri talin á gengishækkun. Þessi skiln-
ingur ætti reyndar að vera nógu Ijós af samheng-
inu, þótt ugglaust hefði mátt komast skýrar að
orði.
2. Bindiskylda og ávöxtun fjár erlendis
Halldór telur það alvarlega villu, að í skýrslunni
sé talað um þrjár leiðir „til að ávaxta fé erlendis,"
þegar reyndar sé þar, að því er hann segir, „að-
eins bent á leiðir til aö draga saman fé innanlands,
38