Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 46
sérefni
Fyrirtæki í Sundaborg mynda
sameiginlegan rekstrarsjóð
Einn þáttur í víðtæku
samstarfi innflutn-
ingsfyrirtækja í
Sundaborg, sem fyr-
irhuga sameiginlegt
átak á enn fleiri svið-
um
í heildsölumiðstöðinni Sunda-
borg starfa tvö fyrirtæki, sem fjalla
um málefni varðandi húseignina
Sundaborg og fyrirtækin í Sunda-
borg. Þessi fyrirtæki eru Frum hf.,
sem sér um öll málefni varðandi
samstarf og samvinnu fyrirtækj-
anna og Heild hf., sem sér um öll
mál varðandi húseignina sjálfa.
Framkvæmdastjóri beggja fyrir-
tækjanna er Árni Gunnarsson, og
fékk Frjáls verzlun hann til að
skýra ofurlítið frá starfseminni.
„Fleild hf. er eigandi að húsinu
og starfar eins og hvert annaö
húsfélag, að viðhaldi og fleiru, og
er einnig með húsvörð á sínum
snærum,“ sagöi Árni. „Frum hf.
var hins vegar stofnað 1976 og sér
um allt sem heitir sameiginleg
þjónusta. Hún er nú orðin í all-
mörgum liðum og ef skýra á stutt-
lega frá þeim, þá er það eftirfar-
andi:
Samstarf á mörgum sviðum
1. Sameiginlegar póstferðir,
sem fyrirtækin hafa tekið sig sam-
an um.
2. Sameiginleg vörudreifing.
Við erum með þrjá bíla frá þif-
reiðastöðinni Fram, sem aka út
allri vöru fyrir fyrirtækin hér og
sækja jafnframt alla vöru á hafn-
arbakkann.
46