Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 71
arprevm
Stundar bátasport í
tómstundum
örlygur við bókahilluna með sýnishornum af nýútkomnum bókum frá
útgáfufyrirtæki sínu.
Rætt viö Örlyg Hálf-
dánarson, bókaútgef-
anda, sem hefur
stundað bátasport s.
1.15 ár
Áhugi á hvers kyns útivist og
hreyfingu fólki til heilsubótar,
ánægju og gagns er sífellt að
aukast. Sumir fara í gönguferðir
um byggður og óbyggðir, aðrir
synda eða fara í skíðaferðir þegar
til þess viðrar, og enn aðrir leggja
stund á bátasport. Bátasport er
orðið vinsælt hér á iandi, og í fé-
lagi sportbátaeigenda, Snarfara,
eru á þriðja hundrað félagsmenn.
Einn þeirra manna, sem leggja
stund á bátasportið er örlygur
Hálfdánarson, bókaútgefandi, en
hann hefur átt sportbát í u. þ. b. 15
ár og stundar siglingar um sundin
blá sér og fjölskyldu sinni til
skemmtunar þegar færi gefst frá
önnum dagsins.
örlygur er einnig áhugamaður
um að skoða íslenzka sögustaði,
og þessi áhugi varð grunnurinn að
fyrirtæki hans, með því að hann
gaf út Ferðahandbókina og síðar
Landið þitt. Bókaútgáfan örn og
örlygur, sem örlygur er eigandi
aö, er umfangsmikil bókaútgáfa,
og á þessu ári verða gefnar út a. m.
k. 50—60 bækur. Frjáls verzlun
hitti Örlyg að máli í skrifstofu hans í
bókaútgáfunni á Vesturgötunni
einn morgunn nýverið, til að
spjalla við hann um áhugamál
hans, bátasportið. í skrifstofu hans
eru ýmsir gamlir íslenzkir munir, þ.
á m. gömul reizla og alinmál, en
örlygur hefur undanfarin ár safn-
að að sér ýmsum slíkum hlutum,
og að sjálfsögðu eru bækur upp
um alla veggi.
Fékk áhuganní Viðey
Talið snerist fyrst aö því, hvenær
Örlygur hefði fyrst fengið áhuga á
bátasporti. — Heima í Viðey, þar
sem ég er fæddur og uppalinn
fékk ég fyrst áhugann. Það voru
engir aðrir ferðamöguleikar fyrir
hendi, en að fara á báti milli Við-
eyjar og lands, og báturinn var fyrir
strák í Viðey svipaður og mótorhjól
fyrirstrák uppi á landi.
— Ég var 12 ára, þegar ég
fluttist úr Viðey.. Stríðið var í al-
gleymingi, vinna í landi
sogaði alla til sín, og fólk fluttist úr