Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 64
Eru á hjólum við að finna verkefni „Þetta fyrirtæki er orðið ansi gamalt," sagði Einar Ágústsson, framkvæmdastjóri Blikksmiðju Hafnarfjarðar, við blaðamann Frjálsrar verzlunar, þegar litið var við hjá honum. „f þessu húsi hefur það verið frá því 1958, þar áður var það í húsinu Dvergasteini, senni- lega frá því árið 1947 og þar áður var smiðjan staðsett í gamla Flensborgarhúsinu frá því 1945. Raunar hét smiðjan áður blikk- smiðjan Dvergasteinn, þannig aö húsiö Dvergasteinn dregur líklega nafn sitt af henni. Hér áöur fyrr voru verkefni blikksmiðja mun fjölbreyttari en í dag. Þá voru smíðaðir ýmsir nýti- legir hlutir, svo sem pottar og pönnur. Einnig var þá til nokkuð sem hét pjátursmíöi, en úr pjátri voru til dæmis smíðaðar niður- suöudósir og fleira." Smíðuðu loftræstikerfi í áninga- stöð á Hlemmi ,,í dag eru stærstu verkefnin hjá okkur loftræstikerfi, sem yfirleitt eru tilboðsverkefni. Við unnun til dæmis loftræstikerfið í nýja húsið á Hlemmi. Það var ákaflega skemmtilegt verkefni, því þar er loftræstingin sýnilegur hluti bygg- ingarinnar, hluti af arkitektúrnum. Annars er blikksmíði ákaflega vítt svið, enn í dag, þótt úr henni hafi fallið ýmsir þættir, sem áður fyrr voru stórir. Aðrir hafa líka komið í staðinn. Hvað framtíðina á þessu sviði varðar er allt ákaflega óljóst í dag. Hingað til hefur þetta gengið ágætlega, en ég get engu spáð um frekari framvindu. Yfirleitt eru út- boð mest vor og haust, en þetta haustið hefur ekki eitt einasta verk verið boðið út. Þá á ég einkum við hið opinbera. Hins vegar er ástandið ef til vill villandi, því eins og allir vita var landiö nánast stjórnlaust um tíma og því er ekki hægt aö spá í dag um hvað verður þegar þessi ríkisstjórn veröur búin að átta sig að fullu. Það er ekki vitað hve miklar sparnaðarráð- stafanir hennar veröa, né hvar þær koma niður. Byggja afkomu sína á opinberum framkvæmdum „Því er ekki aö leyna að svona fyrirtæki byggja afkomu sína mikið á skólum og öðrum byggingum hins opinbera, þar sem loftræsti- kerfi eru veruleg verkefni. Því tengist afkoma okkar ákaflega ná- ið því sem ákveðið er um bygging- arframkvæmdir hins opinbera og getur það orðið æði alvarlegt mál fyrir okkur, ef þar dregst saman að marki. I’ dag er maður á hjólum við að finna verkefni, en ég er raunar vanur því, þar sem ég er bæði framkvæmdastjóri, skrifstofu- stúlka, símastúlka og sendisveinn hér." MASTER M HYDRAULIC VINDUR 1,7—5,5 tonna FJÖLHÆGAR AREIÐANLEGAR ÖFLUGAR VÉLTÁK t Einkaumboð VÉLAVERKSTÆÐIÐ VÉLTAK H/F Hvaleyrarbraut 3 Hafnarfirði sölusími 54315 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.