Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 22
„Til náins samstarfs varð að koma" Forsenda þess að Arnarflug þróist á sömu braut. „Eðli- legt, að íslenzku fé- lögin starfi saman,“ segja forráðamenn félagsins Flugfélagið Arnarflug hefur sinnt hinum margvíslegustu verk- efnum á árinu. önnur vél félags- ins hefur verið leigð til langtíma flugs erlendis, en hin vélin hefur aðallega verið í förum milli ís- lands og annarra landa. Arnarflug gerði 7 mánaða samning við Kenya Airways í Nairobi um far- þegaflutninga m. a. innan Afríku- og Asíulanda. Er mörgum minnis- stætt, þegar vél Arnarflugs var neydd til að lenda á Entebbe flug- velli í Uganda, en það var einmitt á meðan á farþegaflutningum fyrir Kenya Airways stóð. Allt frá 1. apríl hefur Arnarflug flogið fyrir Air Malta, á eynni Möltu í Mið- jarðarhafinu, til ýmissa áætlunar- staða félagsins í Evrópu. Stóð Möltusamningurinn fram í októ- ber. Nú hefur Arnarflug gert samning við flugfélagið Aviateca í Guate- mala um farþegaflutninga á áætl- unarleiðum félagsins milli Guate- mala City og borga í nærliggjandi löndum, þ. á m. New Orleans í Bandaríkjunum og Mevida og Mexico City í Mexico. Áhafnir Arn- arflugs fljúga vélinni, og félagið sér einnig um viðhald og viðgerðir. Samningurinn stendur fram í febrúar og eru möguleikar á fram- lengingu. Arnarflug, sem nú hefur starfað í rúm tvö ár, hefur skrifstofu sína á þremur hæðum í vistlegu húsnæði að Skeggjagötu 1. Flutti Arnarflug skrifstofur sínar þangað um síð- ustu áramót. Á skrifstofunni starfa nú 18 manns. Þar hitti blaðamaður Frjálsrar verzlunar nýlega Halldór Sigurðsson, sölustjóra, og ræddi viö hann um starfsemi félagsins, ennfremur við Magnús Gunnars- son, forstjóra um kaup Flugleiða á meirihluta Arnarflugs. Starfsemin hefur aukizt gífurlega Starfsemi Arnarflugs hefur auk- izt geysilega mikið frá því í fyrra, enda hefur flugvélakosturinn al- gjörlega verið endurnýjaóur. í maí í fyrra var tekin í notkun flugvél af gerðinni Boeing 720B, 149 sæta, með einkennisstafina TF-VLB, og í september var önnur sams konar vél tekin í notkun, TF-VLC. Um tíma tók Arnarflug á leigu Boeing 707 til að anna áður gerðum samningum erlendis. Flugvélar á vegum Arnarflugs fluttu 120.250 farþega fyrstu 6 mánuöi ársins, en stór hluti þess- ara farþega var í ferðum milli staða erlendis. Allt árið í fyrra flutti Arn- arflug 80.360 farþega. Möltuflug Á Möltu störfuðu um 20 flugliðar frá Arnarflugi, flugmenn, flugvél- stjórar og flugvirkjar, auk tals- manns Arnarflugs á staðnum, Magnúsar B. Jóhannssonar. Starfaði hver áhöfn í sex vikur í senn. Arnarflug sá einnig um allan daglegan rekstur, viðhald og ann- að. Sólarlönd — Dússeldorf — og Norðurpóllinn Arnarflug flaug í sumar fyrir ferðaskrifstofurnar Sunnu, Land- sýn, Samvinnuferðir og Ferðamið- stöðina. Er það aðallega sólar- landaflug m. a. til Mallorca, Ger- ona, Malága og Alicante á Spáni, Aþenu í Grikklandi og Ljubliana í Júgóslavíu. Einnig er flogiö til Las Palmas á Kanaríeyjum allt árið um kring. Að öðru leyti hefur Arnarflug flogið fyrir íslenzkar feröaskrif- stofur til Skandinavíu, Bretlands, Dublin á írlandi og víðar, og auk þess með ýmsa sérhópa í leigu- flugi. Frá því seinni hluta maí og fram til 2. september hafði Arnarflug reglubundnar flugferðir fyrir þýzk- ar ferðaskrifstofur milli Dusseldorf Islenskir Spánarfarþegar stíga út úr þotu Arnarflugs. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.