Frjáls verslun - 01.10.1978, Síða 22
„Til náins samstarfs varð
að koma"
Forsenda þess að
Arnarflug þróist á
sömu braut. „Eðli-
legt, að íslenzku fé-
lögin starfi saman,“
segja forráðamenn
félagsins
Flugfélagið Arnarflug hefur
sinnt hinum margvíslegustu verk-
efnum á árinu. önnur vél félags-
ins hefur verið leigð til langtíma
flugs erlendis, en hin vélin hefur
aðallega verið í förum milli ís-
lands og annarra landa. Arnarflug
gerði 7 mánaða samning við
Kenya Airways í Nairobi um far-
þegaflutninga m. a. innan Afríku-
og Asíulanda. Er mörgum minnis-
stætt, þegar vél Arnarflugs var
neydd til að lenda á Entebbe flug-
velli í Uganda, en það var einmitt
á meðan á farþegaflutningum fyrir
Kenya Airways stóð. Allt frá 1.
apríl hefur Arnarflug flogið fyrir
Air Malta, á eynni Möltu í Mið-
jarðarhafinu, til ýmissa áætlunar-
staða félagsins í Evrópu. Stóð
Möltusamningurinn fram í októ-
ber.
Nú hefur Arnarflug gert samning
við flugfélagið Aviateca í Guate-
mala um farþegaflutninga á áætl-
unarleiðum félagsins milli Guate-
mala City og borga í nærliggjandi
löndum, þ. á m. New Orleans í
Bandaríkjunum og Mevida og
Mexico City í Mexico. Áhafnir Arn-
arflugs fljúga vélinni, og félagið
sér einnig um viðhald og viðgerðir.
Samningurinn stendur fram í
febrúar og eru möguleikar á fram-
lengingu.
Arnarflug, sem nú hefur starfað í
rúm tvö ár, hefur skrifstofu sína á
þremur hæðum í vistlegu húsnæði
að Skeggjagötu 1. Flutti Arnarflug
skrifstofur sínar þangað um síð-
ustu áramót. Á skrifstofunni starfa
nú 18 manns. Þar hitti blaðamaður
Frjálsrar verzlunar nýlega Halldór
Sigurðsson, sölustjóra, og ræddi
viö hann um starfsemi félagsins,
ennfremur við Magnús Gunnars-
son, forstjóra um kaup Flugleiða á
meirihluta Arnarflugs.
Starfsemin hefur aukizt gífurlega
Starfsemi Arnarflugs hefur auk-
izt geysilega mikið frá því í fyrra,
enda hefur flugvélakosturinn al-
gjörlega verið endurnýjaóur. í maí
í fyrra var tekin í notkun flugvél af
gerðinni Boeing 720B, 149 sæta,
með einkennisstafina TF-VLB, og í
september var önnur sams konar
vél tekin í notkun, TF-VLC. Um
tíma tók Arnarflug á leigu Boeing
707 til að anna áður gerðum
samningum erlendis.
Flugvélar á vegum Arnarflugs
fluttu 120.250 farþega fyrstu 6
mánuöi ársins, en stór hluti þess-
ara farþega var í ferðum milli staða
erlendis. Allt árið í fyrra flutti Arn-
arflug 80.360 farþega.
Möltuflug
Á Möltu störfuðu um 20 flugliðar
frá Arnarflugi, flugmenn, flugvél-
stjórar og flugvirkjar, auk tals-
manns Arnarflugs á staðnum,
Magnúsar B. Jóhannssonar.
Starfaði hver áhöfn í sex vikur í
senn. Arnarflug sá einnig um allan
daglegan rekstur, viðhald og ann-
að.
Sólarlönd — Dússeldorf — og
Norðurpóllinn
Arnarflug flaug í sumar fyrir
ferðaskrifstofurnar Sunnu, Land-
sýn, Samvinnuferðir og Ferðamið-
stöðina. Er það aðallega sólar-
landaflug m. a. til Mallorca, Ger-
ona, Malága og Alicante á Spáni,
Aþenu í Grikklandi og Ljubliana í
Júgóslavíu. Einnig er flogiö til Las
Palmas á Kanaríeyjum allt árið um
kring.
Að öðru leyti hefur Arnarflug
flogið fyrir íslenzkar feröaskrif-
stofur til Skandinavíu, Bretlands,
Dublin á írlandi og víðar, og auk
þess með ýmsa sérhópa í leigu-
flugi.
Frá því seinni hluta maí og fram
til 2. september hafði Arnarflug
reglubundnar flugferðir fyrir þýzk-
ar ferðaskrifstofur milli Dusseldorf
Islenskir Spánarfarþegar stíga út úr þotu Arnarflugs.
22