Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 33
Skrítnir verzlunarhættir austan járntjalds iönaðarfyrirtækjum iðjuhöldsins Boussac frá gjaldþroti en þau eru með þeim stærstu sinnar tegundar í Frakklandi. Þrátt fyrir árlega sölu sem nemur rúmum 600 milljón frönkum tapar samsteypan 9 mill- jónum á hverjum mánuði og nú er atvinnuleysi yfirvofandi hjá nærri 2000 starfsmönnum Boussac. í Marseilles fóru 4000 verkamenn í stærstu skipaviðgerðastöð Frakk- lands, Groupe Terrin, í mótmæla- göngu vegna áforma um að leggja niður 800 stöður, þar eð ríkis- stjórnin hefur lagt niður ríkisfram- lag til franskra skipasmíðastöðva. „Ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu standa frammi fyrir pólitískum val- kostum", segir sérfræðingur í at- vinnumálum í París. ,,Þær taka áhættuna af félagslegri ókyrrð, sem jafnan hefur fylgt atvinnu- leysi, en geta átt von á að þjóðfé- lagskerfið lagi sig að þessu mikla atvinnuleysi. Það gæti orðið býsna algengt í V.-Evrópu einn góðan veðurdag, að fólk næði 25 ára aldri án þess að hafa nokkurn tíma unnið ærlegt handtak". Hefði ekki verið þolað fyrir 5— 7 árum I Evrópu viðgengst nú miklu víðtækara atvinnuleysi en hefði nokkurn tíma verið þolað pólitískt séð snemma á þessum áratug. Konur og unglingar verða sér- staklega fyrir barðinu á atvinnu- leysisplágunni, en báða hópana skortir pólitísk áhrif. Á hinn bóginn eru atvinnuleysisbæturnar mjög ríflegar. Evrópsk stjórnvöld eru að reyna að ná jafnvægi á línunni milli veröbólgu og atvinnuleysis. Þau vita mætavel að ný atvinnutæki- færi eru að miklu leyti háð þeim hvata, sem þau sjálf geta gefiö. En meðan verðbólgan er líkleg til að fara úr böndunum þá og þegar, eru slíkar aðgerðir langt frá því að vera auðveldar. Starfsmenn atvinnuleysistrygg- inga í V.-Evrópulöndum eru kannski manna öruggastir með að halda vinnunni á allra næstu árum. Liður í aðgerðum kommúnistastjórna til að komast yfir harðan gjaldeyri. Sér- stakar búðir hafa á boðstólum sjaldséðar vörur, sem aðeins er hægt að kaupa fyrir vestrænan gjaldmiðil Áfergja kommúnistaríkja í er- lendan gjaldmiðil er orsök sér- kennilegra viðskiptahátta, sem stundaðir eru í allri Austur-Evrópu. Aðferöin: að selja fáséðar vörur eða innfluttar í verzlunum, sem aðeins taka við vestrænum gjald- miðli er kommúnistastjórnirnar nota síðan til innkaupa á Vestur- löndum. Peningar viðkomandi lands eru ekki gjaldgengir í þess- um búðum. Meira en 1000 verzlanir Nú eru meira en 1000 gjaldeyr- isbúðir í hinum sex kommúnista- ríkjum Austur-Evrópu: Póllandi, Austur-Þýzkalandi, Tékkósló- vakíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu. Fjöldi þeirra fer stöðugt vaxandi. Sama máli gegnir um veltuna. Talið er að tekjur þessara þúða nemi um einum milljarði dollara á ári. Ríkulegust er gjaldeyrisupp- skeran talin (Intershop-keðjunni í Austur-Þýzkalandi. Brúttótekjur þeirrar keðju munu vera um 500 milljónir dollara á ári, aðeins meiri en pólsku gjaldeyrisbúðanna Pewex. Pólsku búðirnar eru þó fleiri eða nokkuð yfir 400 talsins. í öðrum A.-Evrópuríkjum eru gjald- eyrisbúðir þekktar undir mismun- andi nöfnum eins og Corecom í Búlgaríu, Tuzex í Tékkóslóvakíu, Comturist í Rúmeníu og Intertour- ist í Ungverjalandi. Allar starfa þær eftir fordæmi, sem Sovétríkin settu snemma á fjórða áratugnum. Hreinar tekjur Intershop-búðanna í Austur-Þýzkalandi nema um 250 milljónum dollara á ári í eftirsóttum erlendum gjaldeyri. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.