Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 50
Erlendir fatasalar sestir hér að — skattfríir „lnnlend heildverslun á fatnaði á í vök að verjast vegna þessar- ar samkeppni“ Við íslendingar flytjum mikið inn erlendis frá af hráefnum tif iðnaðar, meðal annars til fataiðn- aðar. Þó eru oft lítil tengsl önnur en bein viðskiptatengsl milli inn- flutningsverslunar og framleið- anda þess er kaupir hráefnið. Meðal undantekninga frá þessu er innflutnings og heildverslunin Ágúst Ármann hf., sem flytur inn mikið af vefnaðarvöru, en jafn- framt hefur það á stefnuskrá sinni að vera að einhverju ráðandi um það hvað framleitt er úr þessu hráefni. Forstjóri Ágúst Ármann er Magnús Ármann og hittum við hann að máli. „Álnavara er geysilega mikið magn í okkar viðskiptum og við höfum stillt okkur inn á að flytja inn sérstaklega fyrir íslenska fata- framleiðendur," sagði Magnús. ,,Þá höfum viö jafnframt komiö á vissu samstarfi viö innlenda fram- leiðendur fatnaðar. Við seljum þeim hráefni, biðjum um fram- leiðslu úr því á ákveðinni vöru, til dæmis buxum, sem við síðan kaupum af þeim aftur og dreifum um landið. Aö vísu er þetta tiltölu- lega lítill hluti okkar sölu, en þó er þetta góður vísir og við erum þá ekki eingöngu með erlenda fram- leiðslu í sölu." Meginhluti tilbúinn fatnaður „Annars er meginhluti innflutn- ings okkar tilbúinn fatnaður. í lag- ersölu má segja að um 60% sé til- búinn fatnaður, en um 40% álna- vara. Við erum með ungbarnafatnað, kven- og karlmannafatnað og þá með allt frá nærfatnaði upp í skyrtur og peysur. Við erum með tískufatnað, því í dag er allur fatn- aður tískunni háður. Segja má að mannskepnan klæðist inn í tísk- una frá því hún fæðist og að það eina undanþegið tísku séu bleiur og bleiubuxur. Þessi verslun er orðin ákaflega erfið í dag. í fyrsta lagi hefur heild- verslun á fatnaði verið á undan- haldi, sem er bagalegt. Við erum nú í harðri samkeppni við erlenda sölumenn, sem koma hingaö og búa hér svo vikum skiptir. Þeir bjóða framleiðendum og verslun- um vöru, sem við teljum of dýra. Þetta er alvarlegt mál, því þessir menn borga enga skatta eða skyldur til þjóðfélagsins af þessari starfsemi sinni hér. Það hafa orðið ákaflega miklar breytingar á þessari verslun í þá veru aö við höfum þurft að sækja í miklum mæli vörusýningar erlend- is. Þó ekki væri nema til þess að leita uppi framleióendur og reyna að eiga viðskipti við þá beint. Þá ber þessi verslun þess einnig merki í dag að verslanir vilja sitja einar að sinni vöru og versla því sjálfar erlendis. Þess má einnig geta, að við höldum uppi sölumannakerfi, sem byggir á því að sölumenn frá okkur fara líklega fjórum sinnum á ári um allt land. Eigum við góða við- skiptavini á hinum smæstu stöðum á landsbyggðinni." Harkalegt spark stjórnvalda „Annars má margt um innflutn- ingsverslun segja. Við höfum nú nýlega fengið ákaflega harkalegt spark frá stjórnvöldum, en vonum að það sé þó ekki að gleymast hversu nauðsynlegt það er okkur að eiga góða og sterka innflutn- ingsverslun. Það er ekki nóg að afla peninganna, það verður einn- ig að huga nokkuð að því hvernig þeim er varið og þaö er meðal annars hlutverk innflutningsaöil- anna." 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.