Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 29
um hinna ýmsu skattstofa og einnig
með hliðsjón af athugunum okkar.
Þá ber skattstjórum að senda
ríkisskattstjóra þau mál, þar sem
þeir hafa grun um að skattsvik hafi
veriö framin.
Að lokum má nefna ýmis tilfall-
andi verkefni, sem upp koma af
ýmsum ástæðum, t. d. vegna upp-
lýsinga erlendis frá að beiðni okkar
eða án beiðni, en samstarf og upp-
lýsingaskipti milli Islands og ann-
arra landa vegna skattamála hafa
farið vaxandi á siðustu árum.
markskönnun vegna þeirra. Þær
eru hins vegar sjaldnast haldgóðar
og undantekning ef rannsóknarmál
verður út af þvi.
— Hvað koma upp mörg melnt
skattsvikamál hér á ári hverju,
þannig að ástæða sé talin til frekari
aðgerða? Hvað eru söluskattsmál
stór hluti af heildinni?
Garðar: — Til þess að gefa ein-
hverja hugmynd um þetta get ég
gefið upp yfirlit yfir þær skatta-
hækkanir sem ríkisskattstjóri hefur
framkvæmt vegna athugana rann-
sóknardeildar ríkisskattstjóra, ann-
ars vegar á tímabilinu 1/11/76—
31/12/77 (14 mán.) og hins vegar á
tímabilinu 1/01/78—31/07/78 (7
mán.). Ég vil taka það skýrt fram, að
ekki hafa verið ákveðnar skattsektir
vegna þessara máia, þannig aó
ekki er á þessu stigi hægt að full-
yrða hvort um „skattsvikamár er
að ræða. Tölurnar sýna frumhækk-
anir frá embætti ríkisskattstjóra
með víðurlögum. þannig að þær
kunna aö lækka eitthvaö við kæru-
meðferð.
— Fær skaftrannsóknadeildin
vísbendingar frá borgurunum um
að maðkur kunni að vera í mysunni
hjá einstakllngum eða fyrlrfækjum,
sem viðkomandi þekkja til?
Garðar: — Það kemur fyrir að
við fáum siikar vísbendingar og
venjulega fer fram einhver lág-
Tsk. Tútsv. Sölusk. Samtals
Hækkanir
01-11-76-31-12-77 43.8m 10.3m. 27.4 m. 81.5m, ( 80 mál)
01-01-78-31-07-78 37,9 m. 9.1 m. 103.4 m. 150.4 m. (169 mál)
(Tsk. tekjuskattur, Tútsv.
tekjuútsvar, Solusk. söluskattur.
m milljón).
— Eru áformuð einhver nýmæli
í eftirliti með söluskattsinnheimtu
og hvaða áhrif hafa nýsett lög um
niðurfellingu söluskatts á vissum
tegundum vöru á eftirlit með sölu-
skattsskilum?
Garðar: — Rannsóknardeildin
hefur að undanfórnu iagt á það
megináherslu að herða eftirlitið
með réttum skilum á söluskatti. Við
hofum í því skyni lagt meiri áherslu
a það aö kanna skil á söluskatti
vegna sölu yfirstandandi árs heldur
en að fara mórg ár aftur i tímann.
Þannig getum við náð til fleiri aðila
og afgreitt málin á skemmri tíma. Þá
hefur verið unnið að sérstöku forriti
i Skýrsluvélum ríkisins og Reykja-
víkurborgar, sem mun gera það
kleift að tölvuendurskoða sölu-
skattsframtöl. Varðandi niðurfell-
ingu söluskatts af matvælum er það
að segja, að allar undanþágur frá
söluskattsskyldu torvelda fram-
kvæmd söluskattslaga og reglu-
gerða. Reglurnar varðandi matvör-
una eru ftóknar hjá þeim sem ekki
geta haldið sölunni aðgreindri í
söluskattsskylda og söluskatts-
frjálsa vöru á sölustigi. Þessar ný-
settu reglur eru í endurskoðun og
vonandi verður hægt að einfalda
þær.
— Hvað er starfslið skattrann-
sóknadeildar fjölmennt og hvað er
miklum fjárhæðum varið til þess-
arar starfsemi?
Garðar: — Við rannsóknar-
deildina geta starfað 17 manns. Á
árinu 1977 námu laun og launa-
tengd gjöld v/rannsóknardeildar
kr. 39.420.356 og húsaleiga kr.
2.266.029.