Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 69
Ný verslanasamstæða
opnar á Reykjavíkurvegi 50
Fjölbreytt atvinnu-
starfsemi hefur fest
rætur í nýju iðnaðar-
og verzlunarsvæði í
norðanverðum Hafn-
arfirði
Undanfarin ár hefur sú þróun
orðið æ greinilegri í Hafnarfirði,
að atvinnurekstur, framleiðsla,
þjónusta og verslun, hefur færst
frá miðbæ Hafnarfjarðar og eldri
hverfum bæjarins, upp á svæði
milli Reykjavíkurvegar og Reykja-
nesbrautar, gegnt Norðurbænum.
Þar hafa iðnaðarfyrirtæki og
þjónustufyrirtæki, svo sem verk-
stæði og annað, safnast saman
síðastliðinn áratug og nú síðustu
ár hafa verslanir skotið þar upp
kollinum {síauknum mæli.
Hið nýjasta þar er verslanasam-
stæða, sem opnuð var í síðasta
mánuði á mótum Reykjavíkurveg-
ar og Flatahrauns, nánar tiltekið
að Reykjavíkurvegi 50. Þar eru
staðsettar þrjár verslanir; skóbúð,
leikfangaverslun og bygginga- og
járnvöruverslun. Einnig eru í hús-
inu hárgreiöslustofa og hárskeri.
Byggingavöruverslunin Málmur
[ verslanasamstæðu þessari,
sem enn sem komið er ber ekkert
nafn, hitti Frjáls verzlun að máli
Pétur Þorbjörnsson, eiganda
bygginga- og járnvöruverslunar-
innar Málmur.
„Þessi verslun mín er orðin
fimmtíu ára gömul, því árið 1928
var hún stofnsett af Guðjóni Jóns-
syni, sem rak hana fram til ársins
1963, þegar ég keypti hana,“
sagði Pétur. ,,Ég hef svo rekið
hana síðan, lengst af við Strand-
götu í Hafnarfirði, en hugsa nú
gott til þess aö vera kominn hér í
þessa verslanasamstæðu.
Ekki er annaö að sjá en að þetta
fyrirbæri komi til með að gefast
vel. Nú þegar hefur orðið athyglis-
verö aukning í viðskiptunum hjá
I mér, þótt við höfum ekki haft opiö
hér nema skamman tíma. Ég er því
bjartsýnn áframhaldið.
Hér búum við við tvo góða kosti,
aö því er snýr að viðskiptavinum
okkar. I fyrsta lagi er innangengt á
milli verslananna hér í húsinu, sem
er ekki annars staðar í Hafnarfirði,
og svo er hér nóg af bílastæðum,
en þau voru stórt vandamál niöri í
miðbænum í Hafnarfiröi.“
„Hallærisplan" Hafnfirðinga
„Staðreyndin er sú, að hér er öll
þjónusta að flytjast úr miðbænum.
Hingað í þetta nýja hverfi eru
komin öll verkstæði, verslanir eru
að tínast hingað og þar aö auki
eru tvö bankaútibú að flytjast
hingað. Meir að segja „hallæris-
plan" okkar Hafnfirðinga er hér,
við bensínstöðina og sjoppuna
sem þar er.
Þaö sem gildir hér varðandi
framtíðina, er að veita það góða
þjónustu og hafa vöruúrval nægi-
legt til þess að Hafnfirðingar þurfi
ekki aö sækja slíkt inn til Reykja-
víkur. Gildir það að sjálfsögðu fyrir
mína verslun, sem aðrar."
Nýja verslanamiðstöðin í Hafnarfirðl.
69