Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 69
Ný verslanasamstæða opnar á Reykjavíkurvegi 50 Fjölbreytt atvinnu- starfsemi hefur fest rætur í nýju iðnaðar- og verzlunarsvæði í norðanverðum Hafn- arfirði Undanfarin ár hefur sú þróun orðið æ greinilegri í Hafnarfirði, að atvinnurekstur, framleiðsla, þjónusta og verslun, hefur færst frá miðbæ Hafnarfjarðar og eldri hverfum bæjarins, upp á svæði milli Reykjavíkurvegar og Reykja- nesbrautar, gegnt Norðurbænum. Þar hafa iðnaðarfyrirtæki og þjónustufyrirtæki, svo sem verk- stæði og annað, safnast saman síðastliðinn áratug og nú síðustu ár hafa verslanir skotið þar upp kollinum {síauknum mæli. Hið nýjasta þar er verslanasam- stæða, sem opnuð var í síðasta mánuði á mótum Reykjavíkurveg- ar og Flatahrauns, nánar tiltekið að Reykjavíkurvegi 50. Þar eru staðsettar þrjár verslanir; skóbúð, leikfangaverslun og bygginga- og járnvöruverslun. Einnig eru í hús- inu hárgreiöslustofa og hárskeri. Byggingavöruverslunin Málmur [ verslanasamstæðu þessari, sem enn sem komið er ber ekkert nafn, hitti Frjáls verzlun að máli Pétur Þorbjörnsson, eiganda bygginga- og járnvöruverslunar- innar Málmur. „Þessi verslun mín er orðin fimmtíu ára gömul, því árið 1928 var hún stofnsett af Guðjóni Jóns- syni, sem rak hana fram til ársins 1963, þegar ég keypti hana,“ sagði Pétur. ,,Ég hef svo rekið hana síðan, lengst af við Strand- götu í Hafnarfirði, en hugsa nú gott til þess aö vera kominn hér í þessa verslanasamstæðu. Ekki er annaö að sjá en að þetta fyrirbæri komi til með að gefast vel. Nú þegar hefur orðið athyglis- verö aukning í viðskiptunum hjá I mér, þótt við höfum ekki haft opiö hér nema skamman tíma. Ég er því bjartsýnn áframhaldið. Hér búum við við tvo góða kosti, aö því er snýr að viðskiptavinum okkar. I fyrsta lagi er innangengt á milli verslananna hér í húsinu, sem er ekki annars staðar í Hafnarfirði, og svo er hér nóg af bílastæðum, en þau voru stórt vandamál niöri í miðbænum í Hafnarfiröi.“ „Hallærisplan" Hafnfirðinga „Staðreyndin er sú, að hér er öll þjónusta að flytjast úr miðbænum. Hingað í þetta nýja hverfi eru komin öll verkstæði, verslanir eru að tínast hingað og þar aö auki eru tvö bankaútibú að flytjast hingað. Meir að segja „hallæris- plan" okkar Hafnfirðinga er hér, við bensínstöðina og sjoppuna sem þar er. Þaö sem gildir hér varðandi framtíðina, er að veita það góða þjónustu og hafa vöruúrval nægi- legt til þess að Hafnfirðingar þurfi ekki aö sækja slíkt inn til Reykja- víkur. Gildir það að sjálfsögðu fyrir mína verslun, sem aðrar." Nýja verslanamiðstöðin í Hafnarfirðl. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.