Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 76
Veitt og leikið í
Leikhúskjallaranum
Þjóðleikhúskjallarinn, þar sem
leikhúsgestir hafa löngum setið
undir borðum, fengið sér kaffi og
meðlæti í hléi á leiksýningum, eða
snætt fyrir sýningu, starfar með
sama sniði og verið hefur undan-
farin ár. Fæstir vita, að þar sem
Þjóðleikhúskjallarinn nú er var
upphaflega kolageymsla, og síðar
birgðageymsla fyrir breska her-
inn, en það er nú útúrsnúningur.
Leikhúskjallarinn er starfræktur
þann tíma, sem Þjóðleikhúsiö
starfar. í Kristalssal á 2. hæð
Þjóðleikhússins er hægt að kaupa
vinveitingar í leikhléi, og niðri í
leikhúskjallaranum eru fram born-
ar veitingar, kaffi, rjómatertusneiö
og snitta fyrir hvern gest.
Um helgar hins vegar, föstu-
daga, laugardaga og sunnudaga
er opið fyrir matargesti frá kl. 18.00
og hafa bæði leikhúsgestir og
aðrir sótt þangað. Stóri salurinn
getur tekið 170 manns í sæti, en
hliöarsalur um 70 manns, og er
hann gjarnan nýttur af ýmsum
hópum, félagasamtökum og öðr-
um aðilum, en er ekki leigður út
sérstaklega.
Til hagræðingar fyrir gesti, sem
gjarnan boröa fyrir leiksýningar, er
settur upp ákveðinn matseðill til að
stuðla að fljótari afgreiðslu, og er
boðiö upp á fjóra mismunandi
kvöldverði, sem gestir geta valið
úr. Hljómsveit leikur fyrir dansi um
helgar.
En fleira er um að vera í Þjóö-
leikhúskjallaranum. Þar hafa und-
anfarin ár verið haldnar leiksýn-
ingar, á litla sviðinu hefur það ver-
ið kallað, og er fimm ára afmæli
þess í vetur.
í haust og vetur verða enn sem
fyrr haldnar leiksýningar þar. Má
þar fyrst nefna tvo einþáttunga,
sem bera samheitió Mæður og
synir, eftir Bertolt Brecht og John
Millington Synge. Þá er nú verið
að sýna einþáttunga eftir Agn-
ar Þórðarson, Sandur og kona, og
leikrit eftir þýskan höfund Harald
Mueller, Heims um ból. Ennfremur
veröur leikritið fröken Margrét eftir
Roberto Athayde, sem frumsýnt
var á síðasta leikári á litla sviöinu í
vetur.
Þetta sófasett
er framleitt
hjá fyrirtækinu
Utsölustaðir:
Reykjavík: JL húslð Hringbraut 121
Valhúsgögn Ármúla 4
Ingvar og Gylfi Grensásvegi 3
Hafnarfjörður: Nýform, Strandögtu 4
Keflavík: Bústoð hf., Vatnsnesvegi 14
Akureyri: Vörubær, Tryggvabraut 24
isafjörður: Húsgagnaverslun ísafjarðar
Selfoss: Kjörhúsgögn, Eyrarvegi 15
Akranes: Húsgagnaverslunin Stofan
Neskaupstað: Húsgagnaverslun Höskuldar Stefánssonar
I^HUSGÖGN
Dugguvogi 2 sími 34190 Reykjavík
76