Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Page 64

Frjáls verslun - 01.10.1978, Page 64
Eru á hjólum við að finna verkefni „Þetta fyrirtæki er orðið ansi gamalt," sagði Einar Ágústsson, framkvæmdastjóri Blikksmiðju Hafnarfjarðar, við blaðamann Frjálsrar verzlunar, þegar litið var við hjá honum. „f þessu húsi hefur það verið frá því 1958, þar áður var það í húsinu Dvergasteini, senni- lega frá því árið 1947 og þar áður var smiðjan staðsett í gamla Flensborgarhúsinu frá því 1945. Raunar hét smiðjan áður blikk- smiðjan Dvergasteinn, þannig aö húsiö Dvergasteinn dregur líklega nafn sitt af henni. Hér áöur fyrr voru verkefni blikksmiðja mun fjölbreyttari en í dag. Þá voru smíðaðir ýmsir nýti- legir hlutir, svo sem pottar og pönnur. Einnig var þá til nokkuð sem hét pjátursmíöi, en úr pjátri voru til dæmis smíðaðar niður- suöudósir og fleira." Smíðuðu loftræstikerfi í áninga- stöð á Hlemmi ,,í dag eru stærstu verkefnin hjá okkur loftræstikerfi, sem yfirleitt eru tilboðsverkefni. Við unnun til dæmis loftræstikerfið í nýja húsið á Hlemmi. Það var ákaflega skemmtilegt verkefni, því þar er loftræstingin sýnilegur hluti bygg- ingarinnar, hluti af arkitektúrnum. Annars er blikksmíði ákaflega vítt svið, enn í dag, þótt úr henni hafi fallið ýmsir þættir, sem áður fyrr voru stórir. Aðrir hafa líka komið í staðinn. Hvað framtíðina á þessu sviði varðar er allt ákaflega óljóst í dag. Hingað til hefur þetta gengið ágætlega, en ég get engu spáð um frekari framvindu. Yfirleitt eru út- boð mest vor og haust, en þetta haustið hefur ekki eitt einasta verk verið boðið út. Þá á ég einkum við hið opinbera. Hins vegar er ástandið ef til vill villandi, því eins og allir vita var landiö nánast stjórnlaust um tíma og því er ekki hægt aö spá í dag um hvað verður þegar þessi ríkisstjórn veröur búin að átta sig að fullu. Það er ekki vitað hve miklar sparnaðarráð- stafanir hennar veröa, né hvar þær koma niður. Byggja afkomu sína á opinberum framkvæmdum „Því er ekki aö leyna að svona fyrirtæki byggja afkomu sína mikið á skólum og öðrum byggingum hins opinbera, þar sem loftræsti- kerfi eru veruleg verkefni. Því tengist afkoma okkar ákaflega ná- ið því sem ákveðið er um bygging- arframkvæmdir hins opinbera og getur það orðið æði alvarlegt mál fyrir okkur, ef þar dregst saman að marki. I’ dag er maður á hjólum við að finna verkefni, en ég er raunar vanur því, þar sem ég er bæði framkvæmdastjóri, skrifstofu- stúlka, símastúlka og sendisveinn hér." MASTER M HYDRAULIC VINDUR 1,7—5,5 tonna FJÖLHÆGAR AREIÐANLEGAR ÖFLUGAR VÉLTÁK t Einkaumboð VÉLAVERKSTÆÐIÐ VÉLTAK H/F Hvaleyrarbraut 3 Hafnarfirði sölusími 54315 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.