Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 42

Frjáls verslun - 01.10.1978, Side 42
Snuröur á frjálsri verzlun Grein eftir dr. Guð- mund Magnússon, prófessor Innflutningsfrelsi hefur stór- aukizt síðan 1960 og þar með samkeppni á innlendum markaði. Stærstu áfangarnir voru stignir við kerfisbreyting- una upp úr 1960 og við inn- gönguna í EFTA 1970. Nú er aðlögunartími Islands sam- kvæmt EFTA-samkomulaginu (og síðar samningnum við EBE) vel hálfnaður. Það hefur vart farið fram hjá neinum að aukning framleiðslu og fram- leiðni varð meiri eftir 1970 í ís- lenzkum iðnaði en áður þekkt- ist, jafnframt því sem meiri svartsýni gætir nú en áður um að iðnaðurinn standist sam- keppnina á heimamarkaði á næstu árum. Er þar bæði bent á lélegan aðbúnað af hálfu stjórnvalda og ýmiss konar styrktaraðgerðir í nálægum löndum. Athugunum hefur verið hrundið af stað í styrkt- armálum bæði af hálfu ráð- herranefndar Norðurlanda og EFTA. Gengisskráning og verðjöfn- unarsjóðir Snar þáttur þeirrar sam- keppnisskerðingar sem inn- lend framleiösla verður fyrir felst í því að gengisstefnan hefur lítið tekiö mið af þörfum almenns iðnaðar (annars en fiskiðnaðar). Yfirleitt hefur ver- ið þrjóskazt í lengstu lög við að lækka gengi krónunnar nægi- lega mikið til þess að jafna metin milli kostnaðar milli inn- lendrar og erlendrar fram- leiðslu. Stundum hefurgengis- leiöréttingu verið frestað (eins og á s. I. sumri) og ríkis- stjórnin ábyrgst greiðslur úr tómum Verðjöfnunarsjóöi á meðan. Á sama tíma verður al- mennur útflutningsiðnaður að selja vöru sína á röngu gengi og samkeppnisgreinar við inn- flutning missa markaðshlut- deild og tekjur þeirra skerðast. Þetta fær auðvitað ekki staðist til lengdar, þegar verndartollar hverfa og innflutningur er frjáls í heimatilbúinni verðbólgu. Styrkjafreistingin Engum blöðum þarf um það að fletta, að aukning frjálsræð- is í milliríkjaviðskiptum var miklu auóveldari þegar hag- vöxtur var víðast hvar viðun- andi. Jafnframt átti fríverzlunin sinn þátt í því að framfarir á efnahagssviðinu uröu jafn- miklar og raun ber vitni. Þegar syrti í álinn kom annað hljóð j strokkinn. Mönnum var reynd- ar fyrir löngu orðið Ijóst að frí- verzlun ein væri ekki nægileg til þess að tryggja samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Alls kyns reglur, staðlar og fyrirgreiðslur gætu unnið á móti lækkun tolla og afnámi hafta. Þess vegna hlaut EFTA-samstarfið eðli málsins samkvæmt að verða tiltölulega laust í reipunum, því aö það tekur einungis til frí- verzlunar um vissar iðnaðar- vörur. Þar sem löndin hafa skuldbundið sig til að leggja hvorki innflutningsgjöld né innflutningshöft á þessar vör- ur, hafa sum þeirra einmitt freistazt til að grípa til annarra ráða til styrktar framleiðslu sinni. Aðalástæðan er að sjálf- sögðu atvinnuleysi og ekki ó- sennilegt að við mundum freistast til hins sama við svip- aðar aðstæður. Eigi að síður kemur þetta bagalega við okk- ur, sérstaklega fyrirtæki sem keppa á heimamarkaði. Aftur á móti verða styrkir og efling kaupmáttar í þessum löndum til þess að þau kaupa meira af öðrum — og þar með okkur, ef svo ber undir — en ella. Norðurlöndin Svíar hafa gengið lengst í því að styrkja iðnaðinn. Mestar fjárhæðir hafa reyndar farið til útflutningsábyrgöaog til kaupa á eignarhlutum í fyrirtækja- samsteypum (skipasmíðum og stáliðnaöi). En hagkvæm birgðalán hafa einnig verið veitt og í vefjariðnaði og skó- iðnaði er talið að um sérstakan aðlögunarvanda sé að ræðasem réttlæti fjölþættan stuðning, svo sem þátttöku ríkisins í launakostnaði, endurmenntun, 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.