Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 8
áfangar; Pétur Sveinbjarnarson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri nýrra samtaka er nefnast Viðskipti og verslun. Aðild að samtökum þess- um eiga eftirtalin félög: Verslunarráð íslands, Landssamband ísl. verslunarmanna, Verslun- arbanki íslands, Lífeyrissjóður verslunar- manna, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Kaupmannasamtök íslands, Félag ísl. stór- kaupmanna og Bílgreinasambandið. Hlutverk þessara samtaka er m.a. að efla kynningu a versluninni í landinu og auka menntun starfs- fólks innan greinarinnar, ásamt fleiru. Pétur er fæddur 23. ágúst, 1945. Eftir gagn- fræðapróf hélt hann til Englands þar sem hann stundaði nám í almenningstengslum árin 1962—63 og aftur árið 1965. Á árinu 1965 var hann í starfsþjálfun hjá AA (Automobile Asso- ciation). Árið 1966 var Pétur ráðinn fulltrúi hjá Um- ferðarnefnd Reykjavikur og varð síðan for- stöðumaður fræðslu- og upplýsingadeildar skrifstofu Umferöarnefndar og lögreglu vegna gildistöku hægri umferðar á íslandi, árin 1968 og '69. 1969—1971 var Pétur umferðarmála- fulltrúi Umferðarráðs en síðan var hann ráðinn sem framkvæmdastjóri Umferöarráðs. Því starfi gegndi hann til ársins 1976 er hann tók við framkvæmdastjórastöðu iðnkynningar og tveimur árum síðar varð hann framkvæmda- stjóri Félags ísl. iðnrekenda. Markmið samtakanna Viðskipti og verslun er m.a. að auka álit verslunar- og viðskiptalífsins, kynna almenningi verslun og viðskipti, svo og að sýna, hvernig má nýta innlenda verslunar- þekkingu og samstarf við aðrar atvinnugreinar til að efla iðnað og aðra frjálsa atvinnustarf- semi í landinu. Brynjar Haraldsson hefur verið ráðinn rekstrarráðgjafi tæknisviós Hagvangs h.f. Hagvangur stofnaði þetta svið fyrir stuttu og er það liður í þeirri viðleitni fyrirtækisins að veita íslenskum atvinnufyrirtækjum alhliða þjónustu á sviði rekstrarráðgjafar. Brynjar er fæddur 22. maí 1947. Á árunum 1964 til 1969 var Brynjar í iðnnámi í vélsmíði og vann aðallega við skipasmíðar. Hann lauk síð- an sveinsprófi í vélvirkjun og einnig tók hann lokapróf frá Tækniskóla íslands 1969 (I. hl.). Brynjar hélt þá til Danmerkur og lauk þaðan þrófi í véltæknifræði frá Aalborg Teknikum 1971. Að því námi loknu kom hann aftur til (s- lands og starfaði sem framleiðslustjóri hjá verksmiðjunni Nói, Hreinn og Síríus í tvö ár. Árið 1973 flutti hann aftur til Danmerkur og hóf störf, sem tæknifræðingur, hjá Metallic Trykkstöberi Nyköbing Mors. Sumarið 1977 hóf hann síðan störf hjá M. Kjærs Maskinfabrik í Álaborg. Starf Brynjars hjá Hagvangi h.f. felst í rekstr- arráðgjöf með framleiðslu og véltæknifræði sem sérsvið. „Eftirspurn eftir þessari þjónustu hefur verið mikil", sagði Brynjar. ,,Við ætlum að bæta við tveim mönnum til að vinna að þessu verkefni. Um þessar mundir er unnið fyrir 15 fyrirtæki, bæöi opinber og einkafyrirtæki. Það eru fram- leiðslufyrirtæki eins og trésmiöjur, prentsmiðj- ur og saumastofur. í mörgum tilfellum er þaö bankakerfið sem þrýstir á að athuganir eða út- tektir eru gerðar á tæknimálum fyrirtækjanna". 4 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.