Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 50
Svíþjóð er þaö t.d. álit manna, að bólstruð húsgögn,
sem eru í sjónvarpsherbergi, eigi að endast í 5 ár og
síðan verði skipt um.
Að sjálfsögðu er tízka í húsgögnum sem öðru.
Mismunandi viðartegundir eru ráðandi, má í því sam-
bandi benda á tekk—öldu o.s.frv. Eik hefur verið
mjög ráöandi aö undanförnu í húsgögnum, skinn og
pluss í bólstrun.
— Hvað viltu segja um þá atlögu, sem sérstaklega
hefur verið gerð að verzluninni á undanförnum
misserum?
— Hjalti Geir: Að mínu mati hefur ekki verið gerð
nein atlaga að verzluninni sjálfri. Gagnrýnin hefur
beinzt gegn því haftakerfi og margvíslegu opinberu
afskiptum, sem gera það að verkum, að verzlunin
skilar ekki þeim árangri af sínu starfi, sem annars væri
mögulegt. Ef við gæfum verðmyndunina frjálsa,
heimiluðum gjaldfrest á aðflutningsgjöldum og hætt-
um að torvelda verzluninni að fjármagna sína starf-
semi, sæjum viö stórfellda bryetingu á verzluninni.
Lægra vöruverð, meira vöruframboð og betri þjón-
ustu. Þessar breytingar eru svo augljóslega öllum í
hag, bæði neytendum, starfsmönnum og eigendum
verzlunarfyrirtækja, að þær hljóta að gerast innan
tíðar.
Verzlunin er hér á sama báti og ýmsar aðrar mikil-
vægustu atvinnugreinar okkar. Landbúnaöurinn býr
t.d. við kerfi, sem leitt hefur framleiðsluna í ógöngur
og sjávarútvegurinn glímir við enn annað kerfi, sem
erfitt er að samrýma hagkvæmustu nýtingu á fiski-
stofnunum. Þessi dæmi sýna okkur, að þær opinberu
forskriftir sem atvinnulífið starfar eftir, hafa leitt okkur
í ógöngur. við verðum því að auka svigrúm atvinnu-
lífsins til starfa með auknu frjálsræði. Atvinnulífið
verður tvímælalaust að kynna sínar aðstæður al-
menningi og stjórnvöldum í mun ríkara mæli en verið
hefur og verða leiðandi afl í að færa fram breytingar á
sínum starfsskilyrðummsbsY Þú gegnir formennsku
í Verzlunarráði íslands. Hver telurðu brýnustu verk-
efni þeirra samtaka miðað við ástandið i íslenzku
efnahagslífi nú?
— Þú gegnir formennsku í Verzlunarráði íslands.
Hver telurðu brýnustu verkefni þeirra samtaka miðað
við 'astandið í íslenzku efnahagslífi?
— Hjalti Geir: Verzlunarráðið starfar á mjög breið-
um grundvelli, enda eiga fyrirtæki úr flestum greinum
atvinnulífsins aðild að ráðinu. Okkar starfsemi beinist
því bæði að sameiginlegum framfara- og hagsmuna-
málum atvinnulífsins svo að málefnum einstakra
greina innan ráðsins.
Brýnasta hagsmunamál atvinnulífsins er án efa
stöðugt verðlag. I okkar atvinnustefnu höfum við sett
fram hugmyndir um baráttuaðferðir gegn verðbólg-
unni. Við viljum einnig beita okkur fyrir því, að dregið
verði úr skattheimtunni, og hún gerö einfaldari og
réttlátari — auka frjálsræði í gjaldeyrisviðskiptum og
gefa verðmyndunina frjálsa. Hið sama gildir um á-
kvörðun vaxta. í öllum þessum málum erum við aö
vinna.
Við erum að athuga þjónustu Pósts og síma og
kanna orkuverð atvinnurekstrar. Ýmis löggjöf um at-
vinnumál er í athugun hjá okkur. Einnig eru kynning-
ar- og útbreiðslumál á dagskrá. Loks má nefna mál
einstakra greina eins og t.d. gjaldfrest á aðflutnings-
50
gjöldum og að koma á frjálsum innflutningi á kexi og
sælgæti samhliða því að innlendir framleiðendur
fengju undanrennu- og mjólkurduft á heimsmark-
aðsverði með sama hætti og gert er með ullina.
— Hvernig fer það saman að standa framarlega í
samtökum iðnaðarins, þar sem áherzla er lögð á
sérstakar stuðningsaðgerðir við inniendan iðnað og
að menn kaupi innlent, en vera svo á hinn bóginn í
forystu fyrir samtökum sem berjast fyrir frjálsum
viðskiptaháttum og hagkvæmni af hömlulausum
verzlunarsamskiptum við framleiðendur í öðrum
löndum?
— Hjalti Geir: Á undanförnum árum hafa atvinnu-
vegirnir deilt um það, hver þeirra sé mikilvægastur,
mestur og beztur. Hagsmunabaráttan hefur einnig
verió sama marki brennd og því miður of oft leitt til
sérstakrar ívilnunar eins á kostnað annarra. I heild
hefur atvinnulífið verið verr sett en áður og sameig
inlegu hagsmunamálin verið jafnóleyst og fyrr.
Mönnum er i vaxandi mæli að skiljast að atvinnulífið
og lífskjörin byggjast á víðtækri verkaskiptingu og
sérhæfingu, þar sem hver atvinnugrein styður aðra.
Við slíkar aðstæður þarf atvinnulífið almenn og
sanngjörn starfsskilyrði, þar sem fyrirtækin, starfsfólk
þeirra og stjórnendur fá svigrúm til þess að vera
sinnar eigin gæfu smiðir, án þvingandi opinberra
forskrifta.
Verzlunarráðið hefur undanfarið lagt sig sérstak-
lega fram í tillögugerð um starfsskilyrði atvinnuveg-
anna. Okkar tillögur virðast eiga vaxandi fylgi að
fagna. Jafnt og þétt bætast ný fyrirtæki í hópinn —
úr ólíkustu atvinnugreinum — sem vilja leggja sitt af
mörkum til að stefna okkar nái fram að ganga.
Sem formaður íslenzkrar iðnkynningar og iðn-
kynningarárs vildi ég vinna að kynningu á stöðu iðn-
aóarins og þeim atvinnustefnulegu baráttumálum
sem atvinnulífinu og iðnaðinum ríður á að komið verði
í höfn:
raunhæfri gengisskráningu
frjálsri verðmyndun
skynsamlegri og hóflegri skattlagningu
jafnrétti og frjálsræði í lánamálum
stöðvun verðbólgunnar
Verzlunarráðið var og er rökréttur vettvangur til að
vinna að þessum baráttumálum áfram. í stefnu
Verzlunarráðs í efnahags- og atvinnumálum eru
þessum málum gerð ítarleg skil. Þar eru settar fram
raunhæfar tillögur, sem atvinnulífið getur sameinazt
um.