Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 24
notar til framleiðslu sinnar, hafa líka hækkað í veröi. Fólk finnur, aö einhver er að blekkja það, og heldur, að einkaframtakið sé sökudólgurinn, þótt ríkið sé það í rauninni. Það kennir þeim, sem selur vöruna, um verðhækkun hennar, eins og öll skrifin um olíu- félögin í Bandaríkjunum vegna verðhækkunar olíu sýna vel". Þú hefur nefnt eina ástæðu til þess, að verðbólga sé óæskileg. Geturðu nefnt fleiri ástæður? ,,Já. í fyrsta lagi torveldar hún mönnum að búa sig undir framtíð- ina, gera samninga fram í tímann. í öðru lagi tapa þeir hópar á henni, sem hafa þegar gert eitthvað slíkt, svo sem ellilífeyrisþegar. í þriðja lagi verður óþægilegra og erfiðara að fylgjast með verði, ef það hækkar í sífellu, og menn geta því ekki gert eins hagkvæm innkaup og ella". Getur verðlagseftirlit haldið verðbólgu niðri? ,,Síður en svo. Verðlagseftirlit er til þess eins, að erfiðara verður að reka þjóðarbúskapinn, hagkerfið verður stirðara og ósveigjanlegra. Til dæmis má taka, að hámarks- verð er á olíu í Bandaríkjunum. Hverjar eru afleiðingarnar? Þær eru, að benzínstöðvarnar loka á helgum, því að þær fá enga auka- þóknun fyrir opnun þá og starfs- mennirnir vinna ekki á venjulegu kaupi á helgum. Verðlagseftirlitið lokar þannig öllum leiðum til þess að launa fólki fyrirhöfn við sér- staka þjónustu, sem neytandinn verður því af. Sveigjanlegt verðlag auðveldar aðlögun að óskum neytendanna. Frjáls álagning er umfram allt hagsmunamál neyt- endanna". Verðbólgan er eins og þú veizt miklu meiri meinsemd á Islandi en í flestum öðrum Jöndum. Hvað getum við gert? ,,Ég sagði það og segi enn, að orsök verðbólgunnar í hagfræði- legum skilningi er sú, að ríkið eyk- ur peningamagnið óhóflega, ann- aðhvort með seðlaprentun eöa öðrum ráðum, svo sem rangri lánastefnu. En auðvitað er málið ekki svo einfalt. Hvers vegna eykur ríkið peningamagnið óhóflega? Mér virðist af stuttri dvöl á íslandi, að svarið hér sé hið sama og í Bretlandi, að verkalýðsfélögin miði kröfur sínar í kjarasamning- um við það, að ríkið haldi seðla- prentun áfram og verðbólgan haldi því áfram. Og ríkið heldur seðlaprentuninni áfram af ótta við atvinnuleysi, sem væri ella rökrétt afleiðing af of háum kröfum verkalýðsfélaganna. Verkalýðsfél- ögin haga sér alls ekki óskynsam- lega með þessu, þau hljóta að miða við áframhaldandi verð- bólgu, á meðan annað sýnir sig ekki. Þannig verður til vítahringur. Mestu máli skiptir til þess að rjúfa hann, að ríkið hætti óhóflegri fil IMOREMA fii IMOREMA Eldhúsinnréttingar, fataskápar, baðinnréttingar Hillur, handlaugar, vaskar, baðkör. Komið við í sýningardeild okkar no: 1 og kynnist Norema. innréttinga- Háteigsvegi 3 húsP Verslun sími 27344 fii IMOREMA 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.