Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 30
—t utan Tölvur hafa valdið einu af stærstu þró- unarþrepum mannkynsins á ekki lengri tíma en tveim áratugum Segja má aö tölvuvæðingin hefjist fyrir alvöru upp úr 1960. Síöan hefur þróunin veriö æfin- týralega þröð, verð á tölvum og tölvubúnáði hefur jafnt og þétt lækkað um leið og tölvunotkun hefur orðið algengari og tölvurnar fullkomnari og fyrirferðarminni. Og það er langt í frá að þessi þró- un hafi náð fullu skriði, jafnvel þessa stundina eru sérfræðingar að spá nýrri byltingu, sem gæti orðið í kjölfari tæknilegs framfara- stökks. Margt athyglisvert er að gerast á tæknisviðinu, sem boðar vissulega breytingar sem gætu valdið byltingu. Hér verður gerð grein fyrir því helsta í stuttu máli. Gerfihnettir — gera þeir IBM að pólitísku afli eða ... Fyrirtækið US Satellite Business Systems er sameignarfyrirtæki IBM, Comsat, Aetna Casualty og Surety. Það vinnur nú að verkefni sem felst i því að komið verður upp gervihnattakerfi í sambandi við tölvumiðstöövar, sem mun spanna allt bandaríska meginlandið. Yfir- völd í Bandaríkjunum hafa þegar gefið fyrirtækinu leyfi til að bjóða leigukaupasamninga þeim fyrir- tækjum sem vilja tengjast þessu tölvuneti. Með þessu móti er hægt að fjarvinna í auknum mæli fjöl- breyttustu verkefni auk þess sem kerfið færir fyrirtækjum upp í hendurnar fullan aðgang að þeim fullkomnustu tölvumiðstöðvum sem þekkjast, án þess að þau þurfi að leggja út í umtalsverða fjárfest- ingu. Segja má að allt sem til þarf séu útstöðvar(terminals)sem hafa nokkra, en þó takmarkaða, vinnslugetu í eigin reikniverki. Onnur fyrirtæki, svo sem Xerox og ITT eru að fara inn á þessa sömu braut. Sérfræðingar eru sammála um að einungis sé tímaspurning, hvenær þessi bandarísku mið- tölvunet verði tengd sambærileg- um miöstöðvum í Evrópu um gerfihnetti. Á hinn bóginn eru sérfræðingar ekki á einu máli um hvaða áhrif þetta gífurlega umfangsmikla kerfi muni hafa á stöðu IBM sem áhrifavalds. Sumir telja að með þessu móti verði fyrirtækið IBM að heimspólitísku afli, sem taka verði til greina sem áhrifaaðila í pólitísk- um samskiptum þjóða. Aðrir, og þeir eru fleiri, halda því fram, að vegna þess hve auövelt það sé fyrir mörg fyrirtæki að ná sending- um þessara gerfihnatta, og vegna þess að IBM hefur ekki getað komið í veg fyrir að fjöldi annarra framleiðenda framleiði og selji út- stöðvar sem tengja má IBM tölv- um, sé allt útlit fyrir að þetta gerfi- hnattakerfi verði til að draga stór- lega úr drottnun IBM og sumra tölvusamsteypa í Evrópu. Hvað sem því líður er þarna á ferðinni mál sem mun eiga eftir að hafa veruleg áhrif á framþróun tölvu- notkunar um víða veröld. Tölvur og heimsmarkaðsverð á olíu í bók sem nefnist ,,The Wired Society" er því haldið fram að þróun tölvukerfa I heiminum hald- ist í hendur við þróun olíuverðs. Því dýrari olía — því fullkomnari tölvur og því meiri tölvunotkun. Þessi bók er eftir James Martin fyrrum einn af hátt settum tækni- mönnum IBM og nú vinsæll rithöf- undur á sviði tölvufræða. Það kemur fram í fullyrðingu Martins, að eftir því sem olía og annað eldsneyti hefur hækkað í verði, hafa tölvur selst betur, orðið al- gengari og um leið ódýrari. Orsökin fyrir þessu er sú, að mati Martins, að fyrirtæki um allan heim verji töluverðu fé til þess eins að nálgast upplýsingar, sem nauðsynlegar eru fyrir reksturinn. Forstjórar bregði sér gjarnan bæjarleið til þess að hittast og ræða málin, skiptast á upplýsing- um auk þess sem fjöldi annarra starfsmanna er á faraldsfæti utan og innan stofnana og fyrirtækja til þess að afla upplýsinga. Þessi upplýsingaöflun leiðir af sér talsverðan eldsneytiskostnað í einni eða annarri mynd. Þegar olíuvörur hækka eykst um leið eftirspurn eftir tölvutækjum sem aflað geta upplýsinga, t.d. um símalínur og sparað fólki snún- inga. Tölvur verða sífellt ódýrari Samkvæmt könnun sem breska fyrirtækið Diebold Research hefur framkvæmt, bendir margt til þess að tölvur muni bókstaflega hrapa í verði á næsta áratugi. Þeir benda hinsvegar á, að tölvuframleiðend- ur muni beita þeirri aðferð, á mörgum sviðum, að bjóða miklu afkastameiri tæki fyrir sama verð í 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.