Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 34
fyrirtækjum og stofnunum til þess að vinna bókhald og, í sumum til- vikum, verkfræðilega útreikninga. Þessar tölvur kosta frá 2,5 mkr og uppí 12-15 mkr. eftir því hve mörg og hvernig jaðartæki eru keypt með þeim. Það er einmitt í sam- bandi við smátölvurnar sem mest er selt af jaöartækjum. Smátölvur voru upphaflega hannaðar fyrir framleiðslustýringu í iðnfyrirtækj- um og aðalástæðan fyrir því að þær hafa síðan verið aðlagaðar pörfum viðskiptalífsins er sú, að pær eru miklu ódýrari en stærri tölvurnar sem þær leystu af hólmi. Dæmigerðar smátölvur eru Bur- roughs B 80, Sperry Univac V77-800 og 370, IBM Series/1 og auk þess nýjar smátölvur í 5 mis- munandi útfærslum sem IBM er að hefja sölu á, Digital PDP-11, Oli- vetti P6060 og Wang 2200 línan. „Microcomputers", við getum kallað fyrirbæriö örtölvur, þótt það gefi ekki rétta mynd af þessum tækjum, sem geta verið talsvert fyrirferðarmikil, a. m. k. á við stærri ritvél og síðan niður í nánast ekki neitt. Þessar tölvur eru sem óðast að ryðja sér rúms á markaðinum. Þær eru byggðar á svokölluðum „microprocessors" sem nú eru mikið notaðir sem grundvallarein- ingar í fjölbreyttu úrvali tækja, allt frá rafeindaúrum til rannsókna- tækja og stýritækja í framleiðslu- rásum. Munurinn á örtölvu og smátölvu er að örtalvan byggir á notkun hexadesimal tákneininga (8 byte bits). Þær eru seinvirkari en smá- tölvur (minicomputers), sá munur felst t. d. í að vinnsluhraði smá- tölva er gjarnan mældur í micro- sekúndum en örtalva í millisek- undum án þess að mismunur þessara mælieininga segi til um mismuninn á vinnsluhraöanum. Allavega eru örtölvur ekki sein- virkari en þaö, að þeim er spáð mikilli útbreiðslu um allan heim á næstu árum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þær eru miklu ódýrari í innlTaupum, þær geta unnið fjöl- breyttustu verkefni, forrit eru að verða aðgengilegri og ódýrari, sérstaklega bindast vonir við nýtt tölvumál í því sambandi, sem nefnist PASCAL, og síðast en ekki sízt fer úrval jaðartækja hraðvax- andi fyrir örtölvur. Sem dæmi um örtölvur (micro- computers mætti nefna Digital Tölvutækni í verzlun: Til hvers eru þessar rendur? Þeir eru margir sem hafa velt því fyrir sér hversvegna mikið af bandarískum vörum sem hingað berast eru með sérkenni- legri merkingu sem lítur út eins og mismunandi breiðir tindar í brotinni hárgreiðu. Þessi merki eru t.d. á allflestum banda- rískum tímaritum. Hér er á ferðinni sú tölvutækni sem nú þykir ómissandi í hverri meðalverzlun vestur í Bandaríkjunum og reyndar víðar. Það eru ekki nema rúm 5 ár síðan afgreiðslutölvur fóru að útrýma búðarkössum í smásöluverzlunum þar vestra, eða greiðslureiknar eins og þessi tölvubúnaður mun kallast hér- lendis. Við greiðslureikna eru tengdir skynjarar (scanners) sem lesa sjálfvirkt þegar ákveðnum táknum er rennt undir Ijósop. Þannig er hver vörutegund með ákveðið númer eða tákn, sem sett er á umbúðirnar hjá framleiðenda. Verzlunarfólk losnar alveg við verðmerkingu í verzluninni, að öðru leyti en því, að hillur eru verðmerktar. Þessi merking frá framleiðenda er þó ekki verðmerking. Hér er aðeins og ákveðna tegundarflokkun að ræða, hver vara hefur sitt númer og síðan tekur tölvan eða greiðslureiknirinn við. Verð er skráð inná minni tölvunnar, þ.e. verð á hverri einingu hvers tegundarnúmers. Þegar vörunni er brugðið undir skynjarann, sem er tengdur tölvunni, kemur verðið beint úr minninu og tölvan leggur sjálfvirkt saman eftir því sem afgreiðslufólkið matar skynjarann. Á þennan hátt er hægt að sleppa við að slá inn á lyklaborð greiðslureiknisins við afgreiðslu nema þegar fleiri en eitt stykki er af sömu vöru t.d. 8 smjörstykki, þá er stykkinu brugðið undir skynjarann og stutt á teljarann 8 í tölvunni. Það sem snýr að afgreiðslunni er einungis einn liður í þessari tækni eða hagræðingu. Um leið og stöðluð vöru- merking er komin inn á tölvuminni í verzluninni er um leið hægt að láta tölvuna annast lagerskráningu og raunar dag- legar vörupantanir. Þessa tækni er einnig búið að taka upp í öðrum löndum, t.d. í Þýzkalandi og í Bretlandi. Hérlendis er þetta spurning um tíma, þessi tækni mun verða tekin upp í stærri verzlunum í Reykjavík áður en langt um líður. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.