Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 21
Breytingar á auglýsingum í lokamálsgrein fimmtu greinar segir að auglýsingastofan megi gera breytingar á texta auglýsing- ar, til að hún samrýmist auglýs- ingareglum, enda séu þær gerðar í samráði við auglýsanda. Ef ekki næst til hans skal fresta auglýs- ingunni eða fella hana niður, frek- ar en að raska efni hennar veru- lega eða rýra gildi hennar. Þegar auglýsandi kemur sjálfur með auglýsingu, eða hringir, er þetta auðgert, en það er oft erfitt viður- eignar, þegar auglýsingar berast í skeytum. Það er mjög algengt, þar sem allar símstöðvar á landinu geta tekið við auglýsingum og sent þær áleiðis ískeyti. Þá getur reynst erfitt að ná til auglýsanda. I’ sjöttu grein er fjallað um aug- lýsingar stjórnmálaflokka og sam- taka og má aðeins auglýsa fyrir þá aðila fundi, samkomur og fundar- stað, ræðumenn, skrifstofur og símanúmer og leiðbeiningar til kjósenda um kosningu. Efni blaða og tímarita En svo kemur lokamálsgreinin: „Auglýsingar um efni blaða, tíma- rita, bæklinga eða bóka skulu vera með öllu lausar við árásir eða áróður". Um margra ára skeið var þetta túlkað þannig að dagþlöð fengu ekki að auglýsa efni sitt, en tímarit, eins og til dæmis Vikan, að einhverju leyti. 23. maí síðastliðinn gerði útvarpsráð samþykkt um það, að til reynslu skyldi leyft að auglýsa efni helgarblaða og fylgi- rita dagblaða. Þetta þýðir til dæm- is það að Mánudagsblaðið, sem hvorki er helgarblað né fylgirit má ekki auglýsa efni sitt, en Helgar- pósturinn, sem ekki er helgarblað, má auglýsa, þar sem hann er fylgirit Alþýðublaðsins. En það er margt fleira að varast. Þorbjörg segir: ,,Hér auglýsir maður vörutegund og hálftíma seinna er annar kominn til að benda á að hann eigi vörumerkið. Við slíku er ekki hægt að sjá“. Meðal þess sem bannað er að auglýsa er þakklæti af öllu tagi, nemaíjóla-og nýárskveðjum. Þáer oft viðkvæmt mál að fást við and- láts- og útfararauglýsingar. Þar hefur til dæmis verið sett sú regla að ekki má geta nema tveggja að- ila, sem auglýsa, svo sem ,,móðir okkar og amma", en ekki má hafa langa upptalningu af ættingjum. Þegar einhverju þarf að breyta í slíkum auglýsingum, er það oft mikið viðkvæmnismál, enda fólk oft nýkomið af dánarbeði sinna nánustu. Til dæmis er bannað að nota orð eins og ,,ástkær“ ,,elsku- leg" og þess háttar, í slíkum til- kynningum. Ein meginregla er sú, að reyna að forðast lýsingarorð og aldrei má nota efstastig. Ekki má segja „besta", „mesta" og svo fram- vegis. Þá má ekki segja „alltaf" og raunar ber að forðast allár fullyrð- ingar, sem ekki er örugglega hægt að standa við. Starfsfólk á auglýsingastofu útvarpsins önnum kafið við móttöku auglýsinga. Flestar berast þær símleiðis. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.