Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 29
verzlunarmanna var staðfest af fé- lagsmálaráðuneytinu í júlí. Hún felur meðal annars í sér grund- vallarbreytingu á ákvæðum um hámarksiðgjaldagreiðslur í sjóð- inn og þar af leiðandi hæstu leyfi- legar lífeyrisgreiðslur. Eftir þessa breytingu mun áhugi stjórnenda fyrirtækja á að tryggja stöðu sína hjá sjóðnum eðlilega aukast mikið. í nýju reglugerðinni segir: ,,Til grundvallar stigaútreikningi skal leggja árslaun skv. 6. taxta Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur með fullri starfsaldurshækkun. Ef þessi taxti er ekki fyrir hendi eða ónothæfur að mati sjóðsstjórnar skal stjórn sjóðsins ákveða aðra tekjuviðmiðun". Stjórn Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna hefur í samræmi við þetta ákveðið aö framkvæmdastjórar og stjórnun- arstarfsmenn geti í dag greitt af launum sínum, sem eru allt að 928 þúsund krónur á mánuði. Er þetta reiknað út frá hæsta taxta Verzlunarmannafélagsins sem er nú 371 þús. með 150% álagi. Ið- gjaldagreiðslur til sjóðsins eru al- mennt 10% af mánaðarlaunum, 6% koma í hlut vinnuveitanda en 4% er hlutur launþegans. Lífeyrissjóðirnir á íslandi hafa tekið við hlutverki þeirra stofnana, sem lánað hafa fé til húsbygginga. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir bak- hjarl húsnæðismála á íslandi og eru búnir að vera það í mörg ár. Þó að megintilgangurinn með sjóð- unum sé að sjálfsögðu að tryggja sjóðfélögum viöunandi lífsviður- væri á efri árum snýst þó hugsun vel flestra sjóðfélaganna framan af um lánamöguleikana, sem sjóð- irnir veita þeim til aö geta sinnt svo sjálfsögðum frumþörfum og að eignast eigið húsnæði. Lánastarfsemi er mjög mikil- vægur þáttur í starfsemi Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna. Frá því að hann tók til starfa hafa verið af- greidd um 7500 lán. í fyrra fengu 1015 sjóðfélagar lán, samtals að upphæð 1588,7 milljónir. Heildar- útlánin voru hins vegar 2548 millj- ónir króna en þar með eru talin lán til sjóöfélaga, stofnlánasjóða, fyr- irtækja og til kaupa á ríkisskulda- bréfum. í ár er gert ráð fyrir að þessi upphæð nemi tæpum fimm milljörðum. Reglur um lánaúthlutun. Samkvæmt núgildandi lánaregl- um sjóðsins þurfa sjóðfélagar að hafa verið aðilar að honum í fimm ár til að taka svonefnt A—lán en það er að upphæð 3 milljónir króna með 27,5% vöxtum. Eftir fjögurra ára aðild geta menn fengið 1,8 milljónir úr þessum lánaflokki en 1,2 milljónir eftir þrjú ár. Til viðbótar þessu kemur svo hið svokallaða B—lán, sem er vísitölutryggt. Eftir þriggja ára að- ild að sjóðnum eiga menn kost á að fá 3 milljónir úr þeim lánaflokki. Samkvæmt þessu öðlast sjóðfé- lagar rétt til lána upp í 4,2 milljónir eftir þrjú ár, 4,8 milljónir eftir fjögur ár en 6 milljónir eftir fimm ár. Munurinn er sá á þessum tveim lánaformum að föstu vextirnir hafa í för með sér mjög mikla vaxta- og greiðslubyrði fyrstu árin en með verðbólguþróun eins og hún hefur verið er byrðin orðin lítil sem engin eftir 10 ár. Með verðtryggðu lán- unum er greiðslubyrðin aftur á móti mun minni fyrstu árin en jafnast síðan út og helzt nokkuð jöfn út allan lánstímann. Um við- bótarlán gilda þær reglur, að þeg- ar liðin eru fimm ár frá því að A— lán var tekið, og hafi viðkomandi verið sjóðfélagi í tíu ár, skapast réttindi til að sækja um viðbótarlán en það er mismunurinn á gildandi A—láni hverju sinni og því láni, sem sjóðfélagi fékk á sínum tíma. Eins og fram hefur komið í blaðaauglýsingum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur hann lagt áherzlu á að fullnægja lánaþörf sjóðfélaga. Að sögn Guðmundar H. Garðarssonar hefur það tekizt mjög vel hvað A—lánin áhrærir. Eftir að B—lána flokkurinn var tekinn upp hefur eftirspurn eftir lánum aukizt verulega en út frá því var gengið í upphafi að þau yrðu afgreidd eftir getu sjóðsins á hverjum tíma. Það hefur tekizt furðanlega vel að koma til móts við óskir sjóðfélaga að þessu leyti. Það mun hins vegar taka um eitt ár að jafna út þann kúf af umsóknum, sem bárust til sjóðstjórnar, þegar þessi nýi möguleiki opnaðist. Áður var yfirleitt hægt aö afgreiða A—lánin einum til tveim mánuðum eftir að umsókn var lögð inn og er stefnt að því að biðtími vegna þess hluta lána frá sjóðnum lengist ekki. Fjárfestingarlán til fyrirtækja. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur jafnan kostað kapps um að veita fyrirtækjum lánafyrirgreiðslu. Þau eru búin að greiða drjúgar upphæðir á verðtryggðum kjörum til sjóðsins á liðnum árum vegna starfsmanna sinna. Skiptingin milli lána til sjóðfélaga og fyrirtækja hefur verið þannig, að u.þ.b. 55—60% af heildarútlánum hafa farið til sjóðfélaga en milli 40 og 45% til fyrirtækja og stofnlána- sjóða. Hafa þessi lán verið notuð til margvíslegra fjárfestinga í þágu fyrirtækjanna. Vernd eignaréttarins. Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög, sem skylda lífeyrissjóðina til að afhenda einum tilteknum aðila 20% af ráðstöfunarfé sjóðanna. Er það Byggingasjóður ríkisins, sem þar á hlut að máli. Þessu mótmæltu forráðamenn Lifeyris- sjóðs verzlunarmanna og lýstu yf- ir, að þeir litu svo á að þessi lög brytu í bága við ákvæöi stjórnar- skrárinnar um vernd eignaréttar. ,,Viö munum haga okkur sam- kvæmt þessari yfirlýsingu", sagði Guðmundur H. Garðarsson, for- maður sjóðstjórnarinnar. ,,Vald- hafarnir geta látið á það reyna, ef þeir kæra sig um, hvort ákvæði stjórnarskrárinnar halda eða ekki gagnvart hinum almenna borgara. Ég fyrir mitt leyti óttast ekki þann úrskurð. Ef halda ætti áfram á þessari braut gæti Alþingi alveg eins ákveðið að svo og svo mörg prósent skyldu tekin út af spari- sjóösbókum landsmanna. Lífeyr- issjóðirnir eru ekkert annað en sparifé þess fólks, sem greiðir sín iðgjöld til þeirra. Þetta sparifé er til orðið á grundvelli kjarasamninga og staðfest með reglugerð. Allt inngrip af hálfu ríkisvaldsins með þessum hætti hlýtur að verða dómstólamál. Þá reynir á það, hvort íslendingar búa í þingræðis- ríki. Það er skammt í einræði ef einfaldur meirihluti á Alþingi getur seilzt svona í eignir manna". 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.