Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 9
Einar Þór Vilhjálmsson tók viö stöðu fram- kvæmdastjóra Rörsteypunnar h.f. í Kópavogi í byrjun júní, síðastliðinn en um það leyti voru nýir eigendur að taka við fyrirtækinu. Einar er fæddur 3. apríl, 1952. Hann stundaði nám við .Verslunarskóla (slands og lauk þar stúdentsprófi úr hagfræðideild eftir 6 ára nám, en hann var í síðasta árganginum sem þurfti að Ijúka svo löngu námi til stúdentsprófs. Einar starfaði mikið að félagsmálum í Verslunarskól- anum m.a. að íþróttamálum. Eftir stúdentspróf hóf Einar nám við viðskiptafræðideild Háskóla íslands og þaðan lauk hann prófi vorið 1978. Einar starfaði hjá loðnunefnd í tvær vertíðar og einnig kenndi hann í Námsflokkum Reykja- víkur. Þá vann hann í Slökkviliði Reykjavíkur á meðan hann stundaði námið í háskólanum. ,,Við höfum verið að endurskipuleggja rekst- ur fyrirtækisins mikiö og fengum við m.a. erl- endan sérfræðing í lið með okkur. Þessi end- urskipulagning stendur enn yfir og m.a. höfum við reist nýja verksmiðju við hlið þeirrar gömlu en þar á að fara fram framleiðsla á milliveggja- plötum. Sú framleiðsla á að vera í gangi yfir vetrarmánuöina, á meðan dauður tími er í röraviðskiptunum", sagði Einar. Rörsteypan hf. er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi, en það framleiðir öll steypt rör til grunnlagna og holræsa. Aðrir þættir í framleiðslunni eru steyptar tröppuein- ingar, rennusteinar, kantsteinar, brunnsteinar og vegghleðslusteinar. Björn Jónasson tekur við starfi sparisjóð- stjóra viö Sparisjóð Siglufjarðar, í október næstkomandi. Þá mun Kjartan Bjarnason láta af störfum sparisjóösstjóra. Þann 1. maí, sl„ hafði hann unnið í 50 ár hjá Sparisjóðnum. Björn er fæddur 4. júní, 1945. Hann stundaði nám við Verslunarskóla íslands og lauk þaðan verslunarprófi. Eftir það vann hann í eitt ár hjá bæjarfógetanum á Siglufirði en 1. janúar 1968, hóf hann störf hjá Sparisjóð Siglufjarðar og þar hefur hann starfað síðan sem bókari. „Afkoma Sparisjóðsins hefur verið mjög góð síðastliöin ár og hann hefur stækkað og dafnað í tíð Kjartans" sagði Björn. ,,Ég vona að mér takist að leysa starfið eins vel af hendi og hon- um. Við Sparisjóðinn starfa nú 7 manns en hann er sjálfseignarstofnun. ,,Hann á að kapp- kosta að þjóna almenningi í bænum og einnig á hann að vera virkur í atvinnulífinu", var skoðun Björns. Sparisjóóur Siglufjarðar er elsta starfandi peningastofnun á landinu, en hann hefur verið starfræktur allar götur frá 1873, eða í 106 ár. Sparisjóöur Siglufjarðar er sjöundi stærsti sparisjóðurinn á landinu. Innistæðufé sparisjóðsins í ágúst var rétt um tveir milljarðar króna, en um s.l. áramót nam innistæðufé hans um 800 milljónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.