Frjáls verslun - 01.08.1979, Síða 9
Einar Þór Vilhjálmsson tók viö stöðu fram-
kvæmdastjóra Rörsteypunnar h.f. í Kópavogi í
byrjun júní, síðastliðinn en um það leyti voru
nýir eigendur að taka við fyrirtækinu.
Einar er fæddur 3. apríl, 1952. Hann stundaði
nám við .Verslunarskóla (slands og lauk þar
stúdentsprófi úr hagfræðideild eftir 6 ára nám,
en hann var í síðasta árganginum sem þurfti að
Ijúka svo löngu námi til stúdentsprófs. Einar
starfaði mikið að félagsmálum í Verslunarskól-
anum m.a. að íþróttamálum. Eftir stúdentspróf
hóf Einar nám við viðskiptafræðideild Háskóla
íslands og þaðan lauk hann prófi vorið 1978.
Einar starfaði hjá loðnunefnd í tvær vertíðar
og einnig kenndi hann í Námsflokkum Reykja-
víkur. Þá vann hann í Slökkviliði Reykjavíkur á
meðan hann stundaði námið í háskólanum.
,,Við höfum verið að endurskipuleggja rekst-
ur fyrirtækisins mikiö og fengum við m.a. erl-
endan sérfræðing í lið með okkur. Þessi end-
urskipulagning stendur enn yfir og m.a. höfum
við reist nýja verksmiðju við hlið þeirrar gömlu
en þar á að fara fram framleiðsla á milliveggja-
plötum. Sú framleiðsla á að vera í gangi yfir
vetrarmánuöina, á meðan dauður tími er í
röraviðskiptunum", sagði Einar.
Rörsteypan hf. er stærsta fyrirtæki sinnar
tegundar hér á landi, en það framleiðir öll
steypt rör til grunnlagna og holræsa. Aðrir
þættir í framleiðslunni eru steyptar tröppuein-
ingar, rennusteinar, kantsteinar, brunnsteinar
og vegghleðslusteinar.
Björn Jónasson tekur við starfi sparisjóð-
stjóra viö Sparisjóð Siglufjarðar, í október
næstkomandi. Þá mun Kjartan Bjarnason láta
af störfum sparisjóösstjóra. Þann 1. maí, sl„
hafði hann unnið í 50 ár hjá Sparisjóðnum.
Björn er fæddur 4. júní, 1945. Hann stundaði
nám við Verslunarskóla íslands og lauk þaðan
verslunarprófi. Eftir það vann hann í eitt ár hjá
bæjarfógetanum á Siglufirði en 1. janúar 1968,
hóf hann störf hjá Sparisjóð Siglufjarðar og þar
hefur hann starfað síðan sem bókari.
„Afkoma Sparisjóðsins hefur verið mjög góð
síðastliöin ár og hann hefur stækkað og dafnað
í tíð Kjartans" sagði Björn. ,,Ég vona að mér
takist að leysa starfið eins vel af hendi og hon-
um. Við Sparisjóðinn starfa nú 7 manns en
hann er sjálfseignarstofnun. ,,Hann á að kapp-
kosta að þjóna almenningi í bænum og einnig á
hann að vera virkur í atvinnulífinu", var skoðun
Björns.
Sparisjóóur Siglufjarðar er elsta starfandi
peningastofnun á landinu, en hann hefur verið
starfræktur allar götur frá 1873, eða í 106 ár.
Sparisjóöur Siglufjarðar er sjöundi stærsti
sparisjóðurinn á landinu.
Innistæðufé sparisjóðsins í ágúst var rétt um
tveir milljarðar króna, en um s.l. áramót nam
innistæðufé hans um 800 milljónum.