Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 78
ti! umrædu Molbúaháttur í matvælaframleiðslu Umræðan um íslenzkan lagmetisiðnað, sem fram hefur farið í blöðum að undan- förnu, hefur opnað augu margra fyrir þeirri lífsnauðsyn að markaðsvörur úr því afburðagóða hráefni í sjávarafla, sem ís- lendingar geta oft státað af og boðið til útflutnings, séu þannig tilreiddar að þær standist síauknar kröfur til matvæla á þeim markaðssvæðum, sem við eigum helzt viðskipti við. Til þess að þeim markmiðum verði að fullu náð og við lærum í alvöru af reynsl- unni þurfa þeir aðilar, sem helzt koma hér við sögu, að taka sig saman í andlit- inu, hætta öllum tilburðum til að koma sök á aðra eða láta sem ekkert sé en viðurkenna hreinlega eigin mistök með ásetningi um bót og betrun. Annað væri ekki til neins líklegra en að eyðileggja gjörsamlega það takmarkaða álit sem vissar lagmetisvörur okkar njóta á er- lendum mörkuðum. Væri þakkarvert ef þeim hrokafyllstu í röðum forsvars- manna fyrir eiturbrasinu hjá sumum ís- lenzkum matvælafyrirtækjum væri ýtt svolítið til hliðar og aðrir menn skiln- ingsríkari á þá miklu hagsmuni, sem í húfi geta verið, fengnir til að setjast í stólana þeirra. Sannleikurinn er sá, að hér á landi er því miður framleitt alltof mikið af vörum, sem engan veginn standast samanburð við erlenda fram- leiðslu hvað gæði snertir og samrýmast ekki viðteknum venjum á hinum háþró- uðu neytendamörkuðum varðandi hönn- un og frágang umbúða, vörumerkingu og fleiri þætti vöruþróunar. Svo haldið sé áfram með dæmi af lag- metisframleiðslunni hefur það ekki farið framhjá neinum blaðalesanda, að heil- brigðisyfirvöld hafa með skyndiathugun á lagmeti í verzlunum hér fundið gerla- gróður í sumum tegundum þessara inn- lendu matvæla og eitt framleiðslufyrir- tæki að minnsta kosti hefur hlotið hinar mestu ákúrur fyrir ávirðingar sínar fyrr og síðar. En ekkert lát virðist á, að vörum þessa framleiðanda sé stillt upp í mat- vöruverzlunum fyrir augu neytenda. Allir kannast við það, að til undan- tekninga heyrir ef menn án vélstjórarétt- inda eða sveinsprófs í rennismíði geta með sæmilega auðveldu móti opnað sardínudósir frá íslenzkum lagmetis- verksmiðjum með þeim hjálpartækjum sem dósunum fylgja, ef þau á annað borð gleymast ekki hreinlega í innpökkuninni. Þessara opnunarvandamála verður raun- ar víðar vart. Jafnágætar vörur og Mjólkursamsalan í Reykjavík sendir frá sér eru sumar hverjar í plastdósum, sem ekki er hægt að opna með góðu móti og snúa fáir frá þeirri viðureign án þess að vera útbíaðir í skyri eða sýrðum rjóma. Kannski segja einhverjir sem svo, að þetta sé bull og hégómi sem óþarfi sé að nefna einu sinni. Það viðhorf lýsir ein- mitt lenzkunni hér. Það eru nákvæmlega þessi atriði, svo smá sem þau kunna að virðast í fljótu bragði, sem riðið geta baggamuninn um það, hvort útflutnings- framleiðsla okkar nær árangri á mikil- vægum mörkuðum erlendis eða hvort út- lendir kaupendur fussa og sveia við henni. Við eigum margt ólært í þessum efnum og skulum draga okkar lærdóm af reynslunni, sem ólygnust er. Framleiðum ætar vörur ofan í sjálfa okkur og leyfum útlendingum síðan að njóta gæðanna með okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.