Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 15
ordspor Oft er búið að spá núverandi ríkisstjórn falli og þykir það mörgum að vera að bera í bakkafullan lækinn að setja enn á ný fram kenningar um afsögn þessarar stjórnar, sem talin hefur verið dauða- dæmd á þriggja mánaða fresti þann tíma, sem hún hefur setið. En hinn hrikalegi ferill er farinn að hafa lýjandi áhrif á ráðherra og helztu forystumenn í stjórn- arliðinu þannig að margir bíða þeir eftir ákjósanlegu tækifæri til að binda enda á feril núverandi stjórnar. Aðeins er eftir að finna átyllu og líta ýmsir í því augna- miði á kjördæmamálið. Kæmi það ekki á óvart að aðstandendur ríkisstjórnarinnar fengju sig fullsadda um áramótin eða á næsta vori og teldu sig þurfa að leiðrétta kjördæmaskipanina og tölu þingmanna einstakra kjördæma til að draga athygl- ina frá óförum stjórnar sinnar. Gæti það orðið heppilegur endapunktur í stjórnar- samstarfinu og sársaukaminnstur fyrir alla að mati helztu herfræðinga stjórn- arflokkanna. • Þeir, sem bezt þekkja til, segja Kristján Eldjárn fullkomlega ákveðinn í að gefa ekki kost á sér í forsetaframboð á nœsta ári vegna frœðimannsstarfa, sem hann vill hafa tíma til að sinna. Það eru allar horf- ur á forsetakosningum, þvi að nú telja menn Ijóst að fleiri en einn gefi kost á sér, þ.e.a.s. Albert Guðmundsson og Ólafur Jóhannesson. • Hvað tekur við, ef núverandi vinstri- stjórn fer frá völdum á míðju kjörtíma- bili? Að sjálfsögðu hefur enginn svör á reiðum höndum, því að hið ólíklegasta getur gerzt eins og í fyrra þegar Ólafur Jóhannesson myndaði ríkisstjórn eftir hrakfarir Framsóknarflokksins. Það vekur aftur á móti athygli um þessar mundir, að Morgunblaðið telur Alþýðu- bandalagið viðræðuhæft um þjóð- málin úr því að brottför varnarliðsins er því ekki sama hjartans málið og oft áður. Það mun heldur ekki hafa verið af einskærri tilviljun að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag samræmdu sjónar- mið sín í Jan Mayen-málinu. Samstarf við kommúnista er eins og eitur í beinum Sjálfstæðisfólks. í Ijósi þess ófremdar- ástands, sem ríkir í íslenzkum stjórnmál- um nú og þeirrar úrslitastöðu, sem Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn hafa talið sig hafa gagnvart Sjálfstæðis- flokki telja ýmsir Sjálfstæðismenn þó óraunhæft að hafna algjörlega öðrum valkostum, ef þeir eru fyrir hendi. • Það hefur verið hulin ráðgáta, hvað þeir Greenpeace-menn hafa átt við með yfir- lýsingum sínum um náið samband milli Hvals hf. og íslenzkra stjórnvalda. Rann- sóknarblaðamenn vorir fóru á stúfana með athugun á þessu máli og komust að eftirfarandi niðurstöðu: Greenpeace-- menn munu hafa flett upp í firmaskrá og séð þar nöfn stofnenda Hvals hf. Þar á meðal er nafnið Benedikt Gröndal — forstjóri Hamars, vel að merkja. • Nýjar reglur um úthlutun íbúðarhúsa- lóða hafa verið settar í Reykjavík. Sam- kvæmt þeim ræður lengd búsetu í borg- inni eftir tuttugu ára aldur afarmiklu um stöðu umsækjenda. Vel efnaðir ellilíf- eyrisþegar koma því öðrum fremur til greina. Það er þess vegna Ijóst að margir munu leita til afa og ömmu og biðja þau um að sækja um, þegar menn fara fyrir alvöru að spá í einbýlishúsið. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.