Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 48
Smiðjustígnum úr meðalstóru verkstæði í vélvædda og verkskipta verksmiðju í Lágmúla 7, sem er 2500 m2 að stærð. Verksmiðja þessi var byggð í Ijósi þess, að þróun mála myndi skipast svo, að tollar og höft myndu renna sitt skeið áður en langt um liði. Nú á þessu ári hafa farið fram innan fyrirtækisins endur- bætur og skipulagsbreytingar, annars vegar í verk- smiðjunni, þar sem vélakostur hefur verið aukinn og framleiðslutilhögun breytt sem nemur afkastagetu fjögurra manna, og hins vegar hefur farið fram gjör- breyting á sölu- og sýningaraðstöðu verzlunar, auk þess sem nýir vöruflokkar hafá bætzt við. Starfsmenn í verksmiðjunni eru nú um 30 talsins. Hjá fyrirtækinu í heild starfa um 40 manns og nema launagreiðslur í ár um það bil 200 milljónum króna. — Kristján Siggeirsson kom víðar við í uppbygg- ingu íslenzkra fyrirtækja. Hver eru þau helztu? — Hjalti Geir: Kristján sat í stjórnum ýmissa þjóð- þrifafyrirtækja, svo sem Slippfélaginu í Reykjavík, H.f. Hamri og Almennum tryggingum h.f. — Nú stundar Kristján Siggeirsson h.t. bæði verzlun með innflutt húsgögn og eigin framleiðslu. Hvort vegur þyngra í heildarveltu og hvernig fer þetta almennt saman? Hefur fyrirtækið sérhæft sig í ein- hverjum vissum framleiðslutegundum? — Hjalti Geir: Breyttir viðskiptahættir hafa það i för með sér að rekstur fyrirtækja verður að vera í stöðugri endurskoðun. í því sambandi verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að ef hér á að byggjast upp húsgagnaiðnaður, sem á aö geta staðið af sér harðnandi samkeppni, er það óframkvæmanlegt, nema að helmingur framleiðslunnar fari á erlendan markað. Þetta er eina raunhæfa svarið við vaxandi samkeppni, sem byrjaði með inngöngu íslands í EFTA, þar sem horft var fram á þá þróun, sem síðar hefur orðið og sem íslenzkur húsgagnaiðnaður á nú við að búa. Innganga íslands í EFTA þýddi aukið frelsi í við- skiptum, bæði hvað varðar innflutning og útflutning. Samkeppnin á íslenzka markaðnum hefur aukizt og leitt að mörgu leyti til jákvæðari þróunar, sem á von- andi eftir að verða okkur til farsældar. Á undanförnum árum hefur þróunin orðið sú, að húsgagnaframleiðslan hefur aukizt jafnframt auknum innflutningi. Hlutdeild í sölu þessa fyrirtækis skiptist þannig, aö eigin framleiðsla nemur um 55—60% og innflutningur því 40—45%. Á þessu ári er áætluð heildarsala hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. um 800 millj. króna. Sérhæfing hefur átt sér stað í vaxandi mæli, þannig að ráðandi framleiðslutegundir eru hillu- og skápaeiningar í ýmsu formi auk skrifstofuhúsgagna. — Við inngöngu í EFTA voru margir uggandi um framtíð íslenzks húsgagnaiðnaðar. Hvaða áhrif hefur EFTA—aðildin haft á afkomu iðngreinarinnar nú þegar og við hverju má búast á næstu árum? — Hjalti Geir: Afkoma fyrirtækja í húsgagnaiðnaði hefur verið æði misjöfn á þessum áratug. EFTA—að- ildin skiptir þar ekki sköpum, heldur hafa ýmsir aörir áhrifaþættir haft jafnmikil og meiri áhrif. Vil ég þar sérstaklega nefna verðbólguna, sem jafnt og þétt er að knésetja atvinnulífið í landinu, og gengisskrán- inguna, sem óneitanlega hefur því miður verið oft Verzlun Kristjáns Siggelrssonar við Smiðjustíg. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.