Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.08.1979, Blaðsíða 35
LSI-11/2, Zilog Z8000 og Z8, Hewlett Packard System 45, Phil- ips MP8048, Data General Nova, Intel 8088, Texas Instrument 9940 sem er aö koma á markaöinn o.fl. o.fl. Útstöðvar (terminals) — hugsan- leg bylting Meö aukinni framleiöslu smá- tölva styttist óöum í það aö tölvur verði almenningseign. Árlegur markaður fyrir tölvukerfi er talinn vera um 30 milljarðar dollara og hann er aö verða aö stærsta hluta fyrir smátölvur og útstöövar meö vinnsluverki, svokallaöar ,,On-- line“ og ,,Real time" útstöövar, en með notkun þeirra skapast mögu- leikar á sjálfstæðri vinnslu tengdri miðtölvu, án þess aö skammta þurfi ákveðinn aðgöngutíma fyrir ákveöin verkefni. Þetta er sama kerfi og notað er af flugfélögum um allan heim, þar sem hver bók- unarútstöð vinnur sjálfstætt og kemst inn á miðtölvu eða kjarna- tölvu hvenær sem er. Hvað hér er að gerast sést ef til vill bezt á því að General Electric í Bandaríkjunum, sem rekur stærsta tölvukerfi ver- aldar, GEISCO, sem byggist á notkun 150 stórra kjarnatölva sem tengdar eru um gerfihnött, býður nú sínum viðskiptaaðilum uppá útstöövar með vinnslugetu. Þótt GEISCO sé fært um að vinna hvaða tölvuverkefni sem er, hefur það sýnt sig að mun ódýrara er að láta útstöðvar vinna stóran hluta verkefnanna á staðnum og hafa möguleika í aðgangi aö GEISCO þegar erfiðari verkefni þarf að vinna. Tölvupóstur Annar möguleiki, sem er aö opnast með notkun útstöðva tengdum kjarnatölvu eða kjarna- tölvuneti eins og GEISCO, er að endurbæta stórkostlega boömiðl- un á milli fyrirtækja eða einstakra deilda stærri fyrirtækja. Þessu mætti líkja við eins konar tölvu- póst. Útstöðvar með vinnslugetu geta unnið að því, t.d. á næturna, að þjappa saman tölvumáli, það er bréfum, skýrslum, athugasemdum o.fl. o.fl. sem síðan er sent um símalínu til kjarnatölvu sem tekur það inn á geymsluminni á einu augnabliki. Kjarnatölvan sendir síðan þetta efni til viðkomandi út- stöðva á þeim tíma sem þar er minnst álag daginn eftir. Því er jafnvel spáð að þegar fjöldinn allur af bandarískum fyrir- tækjum verður kominn með út- stöðvar tengdar kjarnatölvum um gerfihnetti innan fárra ára, muni þessi boðmiðlun leysa telex-kerfið af hólmi. Á því stigi er því einnig spáð að tölvan verði jafn sjálfsögð (það er útstöð) og símtæki eru nú. 20-30% verðlækkun á tölvu- vinnslu Vegna þess að megin áherzlan hefur verið lögð á útstöðvanotkun, og að útstöðvarnar geta unnið sjálfar mikið af verkefnum en eru engu að síður tengdar kjarnatölv- um, hefur verðið á tölvuvinnslu lækkað víðast hvar erlendis um 20-30% á ári síöustu tvö árin. Fyrirtæki sem annast tölvuvinnslu hafa komist af með mun minni fjárfestingu í tækjum án þess að vinnslugeta þeirra hafi minnkað. [ Evrópu er höfuðáherzlan nú lögð á þaö að koma upp tölvunet- um þar sem byggt er á útstöövum með takmarkaða vinnslugetu og kjarnatölvum. Þróun fjarskipta hefur einnig verið með þeim hætti á undanförnum árum að nú skiptir ekki lengur máli hver fjarlægðin er á milli kjarnatölva og útstöðva, tölvur geta unnið saman hvort sem þær eru undir einu og sama þak- inu eða þúsundir kílómetra frá hvor annarri. Æfintýralegur hraði Boðgeymsla eða söfnun nauð- synlegra upplýsinga fyrir tölvur hefur tekið miklum framförum á stuttum tíma. Seguldiskar eru nú orðið að þróast í tvær áttir. Annars vegar eru 5'/2 tommu diskar (floppy discs) sem sífellt verða ódýrari og áreiðanlegri og eru nú komnir í stað snældubanda í flest- um tölvukerfum nema þeim allra minnstu. Stökkdiskurinn (floppy) vinnur á svipaðan hátt og stærri snúningsdiskar, en með haus eöa nema sem getur bæði lesið af og skráð inn á hvaða stað á diskinum sem er. Stærri diskar, 8 tommu, eru að vinna á og þá sem tveggja hliða diskar í staö einhliða. Þessir diskar geta nú varðveitt allt að 570 megabytes en það eru 570 milljón tölvutákn. Til þess að gefa ein- hverja hugmynd um hve hér er um mikinn hraða og minnisrými að ræða getum við umreiknað einn slíkan disk, sem er ekki nema rúmlega 20 cm í þvermál, yfir í meðalstórar skáldsögur. Lætur þá nærri að á einn disk komist bóka- safn með 1000 skáldsögum eða um 100 milljón orð. Þessi diska- búnaður getur flutt upplýsingar til kjarnatölvu með hraða sem er frá 800 þúsund-1,8 milljón bytes á sekúndu. Ef við tökum hærri töl- una þá þýðir það að hægt er að flytja á milli 3 meðalstórar skáld- sögur á hverri sekúndu. Ef við höldum aðeins lengra með þetta dæmi að gamni okkar þá þýddi það, að kerfið gæti flutt allt Tæknibókasafn Iðnþróunarstofn- unar, þar sem þessar upplýsingar eru fengnar, á milli á rúmum 33 mínútum. Það þætti góður lestrar- hraði hvar sem er. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.