Frjáls verslun - 01.04.1981, Qupperneq 25
Daimler-Benz fór hinsvegar þá
leið að svelta markaðinn, það er
að segja framleiðslunni var haldið
2—3 prósentum undir því sem
hægt var að selja. Þetta hafði í för
með sér að það myndaðist allt að
eins árs biðlisti eftir Mercedes
Benz bílum og þeir voru greiddir
kontant og upp í topp.
Jafnframt hefur alltaf verið lögð
áhersla á Mercedes Bens sem
stöðutákn og þeir sem kaupa bíla
af þeirri tegund verða ekki fyrir
eins miklum áhrifum, þegar
harðnar í ári, og þeir sem verða að
láta sér nægja ódýrari farkosti.
Þessi stefna hefur leitt til þess að
Daimler-Benz verksmiðjurnar eru
nánast óháðar efnahagssveiflum.
Þær hafa haldið í við sig þegar
sveiflan hefur verió uppávið og þvi
ekki setið uppi meö miklar fjár-
festingar sem allt í einu eru orðnar
óarðbærar, þegar ástandið hefur
versnað.
Þær hafa því getað haldið áfram
hægri en stöðugri aukningu nú
síðustu árin, meðan aðrir bifreiða-
framleiðendur í Evrópu hafa þurft
að draga saman um 11,5 prósent.
Ef við tökum til dæmis heima-
land Mercedes Benz,
Vestur-Þýskaland, þá minnkaði
heildarframleiðslan þar um tíu
prósent á síðasta ári. Hjá Daimler-
Benz varð hinsvegar 1,6% aukn-
ing. Markaðshlutfallið batnaði um
1%, upp í 10%, sem er enn at-
hyglisverðara þegar það er haft í
huga að Mercedes Benz eru stórir
og orkufrekir bílar og allir aðrir
leggja áherslu á sparneytni og
hóflega stærð.
Lítill Benz
Daimler-Benz gerir sér hinsveg-
ar fulla grein fyrir að markaður fyrir
litla, sparneytna bíla er miklu
stærri en fyrir stóra og eldsneytis-
freka. Þessvegna er byrjað að
hanna lítinn bíl sem á að koma á
markaðinn árið 1983. Það fór
hrollur um aðra framleiðendur í
Evrópu þegar þær fréttir bárust að
von væri á smábíl frá Benz. Bæði
keppinautar og bílablöð vítt og
breitt um heiminn hafa haft allar
klær úti til að fá frekari upplýsing-
ar, en án árangurs. Það á enginn
að fá að vita neitt um nýja bílinn
fyrr en verksmiðjurnar eru tilbúnar
að setja hann á markaðinn.
Auðvitað hafa allskonar spá-
menn komið með allskonar get-
gátur um hvernig bíll þetta verður
og þær fara dálítið í taugarnar á
Helmut Schmidt, markaðsstjóra
Daimler-Benz.
,,Þetta verður engin miniútgáfa
af Mercedes Benz. Þetta verður
alveg nýr bíll, lítill og sparneytinn.
En þótt hann verði lítill og spar-
neytinn verður hann snöggur og
hraðskreiður og mjög vandaður
°9 þsegilegur. Hann verður tölu-
vert léttari en bílar af sömu stærð
því við smíðina verður notað mikið
af áli og hörðum fíberefnum. Þetta
verður ekkert sérstaklega ódýr
bíll."
Það eru aðstæður á bílamark-
aðinum í Bandaríkjunum sem er
helsta ástæðan fyrir að lagt er út í
þá gífurlegu fjárfestingu sem það
er að hanna og hleypa af stokk-
unum nýrri tegund.
Bandaríkjamarkaðurinn hefur
undanfarin ár gleypt fjórðung af
útflutningi Daimler-Benz verk-
smiðjanna og tveir af hverjum
þremur bílum hafa verið með
dieselvélum. Nú hafa yfirvöld í
Bandaríkjunum sett mjög strangar
reglur um eldsneytiseyðslu og
mengun. Hvað eldsneytiseyðslu
snertir eru dieselbílarnir frá Benz á
grænni grein. En um mengunina
gildir öðru máli; dieselbílar eru af-
skaplega „óhreinir".
Það eru litlar líkur til að banda-
rísk yfirvöld slaki á þessum reglum
sínum og til að mæta því verður
Daimler-Benz að koma sér upp
sparneytnum bíl með bensín-
mótor.
Hörð markaðspólitík
Gerhard Prinz er talinn eins og
sérhannaður fyrir þarfir Daimler-
Benz verksmiðjanna, eins og að-
stæður eru þar í dag. Fyrirtækið
stækkaði gríðarlega undir stjórn
Joachims Zahn og er nú orðið svo
mikið um sig að það er ekki á færi
eins manns að hafa yfirlit yfir allt
og vera með „puttana í öllu“, eins
og eldibrandurinn Zahn vildi.
Gerhard Prinz kom til Daimler-
Benz árið 1974, frá Volkswagen—
verksmiðjunum þar sem hann
heföi setið í æðstu stjórn. Hann
fékk auðvitað strax toppstöðu hjá
Daimler-Benz, sem innkaupa-
stjóri, en það voru samt fáir sem
reiknuðu með að hann myndi
skjóta markaðs- og fjármálastjór-
unum ref fyrir rass þegar að því
kæmi að finna eftirmann Zahns.
En þótt ólíkir séu kom Prinz og
Zahn mjög vel saman og þá var
greið leið upp á toppinn.
Eitt eiga þeir félagar sameigin-
legt og það er hörð markaðspóli-
tík. Sem dæmi um það má nefna
framleiðslu Daimler-Benz á flutn-
ingabílum og strætisvögnum. Ekki
alls fyrir löngu keyptu verksmiðj-
urnar bandaríska flutningafyrir-
tækið ,,Freightliner“, fyrir hátt á
annan milljarð króna. Með því náði
Daimler-Benz tíu prósent af mark-
aðinum fyrir þunga flutningabíla
þar í landi. Það er að vísu veikur
markaður eins og er, en sérfræð-
ingar spá miklum uppgangi á
þessum áratug.
Og með þessum kaupum sló
Daimler-Benz tvær flugur í einu
höggi. Volvoverksmiðjurnar höfðu
nefnilega, fyrir tveim árum, gert
samning við Freightliners um
einkaumboð fyrir Volvo flutninga-
bíla í Bandaríkjunum.
25