Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 31

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 31
hafi átt hugmyndina að stofnun Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, en miklar líkur eru taldar á, að það hafi verið Þorlákur Ó. Johnson kaupmaður. Hann er einn hinn merkasti maður, sem íslenzkverzl- unarstétt hefur átt, og var í mörgu á undan sinni samtíð. Fyrir honum vakti að skapa hér menntaða inn- lenda verzlunarstétt, er væri starfi sínu fyllilega vaxin. Kom hann hér á fót verzlunarskóla, en um það mál hafði hann mikið ritað. Skóli þessi tók til starfa haustið 1890 og var rekinn í húsnæði Þorláks, sem hann lagði ókeypis til. Um leið og heilsa Þorláks þraut, sem varð skömmu síðar, hvarf þessi skóli úr sögunni. Árið 1891, þann 12. dag janúar- mánaðar, komu ýmsir verzlunar- menn saman í kaffihúsi því, ,,Hermes“, sem Þorl. Ó. Johnson lét starfrækja í Lækjargötu 4, til þess að athuga möguleika á því að koma á fót félagi, er sérstaklega hefði það að markmiði að efla samheldni og einingu verzlunar- stéttarinnar hér á landi. Var á þessum fundi kosin nefnd til und- irbúnings málsins, og áttu sæti í henni kaupmennirnir Th. Thor- steinsson, Ditlev Thomsen, Matthias Johanneson, Þorlákur Ó. Johnson og Johannes Hansen verzlunarstjóri. Undirbúningsnefndin kallaði síðan saman fund á veitingastað Þorláks 27. janúar til þess að ganga frá lögum félagsins og end- anlegri stofnun þess. Á fundi þess- um var lagafrumvarp nefndarinnar í öllu verulegu samþykkt óbreytt og félagið þar með stofnað. Stofnendur félagsins voru 33 að tölu. Voru 22 þeirra verzlunar- menn, 5 kaupmenn, 3 verzlunar- stjórar, 1 veitingamaður, 1 kennari og 1 póstritari. Á næsta fundi í félaginu, er hald- inn var 4. febrúar, var kosin stjórn fyrir félagið. Hlutu kosningu Th. Thorsteinsson formaður, Ólafur Rósenkranz skrifari, Matthias Johanneson féhirðir, DitlevThom- sen og Ludvig Hansen meðstjórn- endur. Á þessum sama fundi gengu þrír nýir menn í félagið. í árslok 1891 voru meðlimir fé- lagsins orðnir 42 að tölu. Vöxtur- inn var ekki ör fyrstu 28 árin. Hæst komst félagatalan upp í 124, en Iægst26árið 1918. Fyrstu starfsárin Félagið fór í mörgu vel af stað. Fyr- irlestrar voru haldnir, fyrsta árið reglulega og margir, en brátt fór að draga úr þeim, unz þeir hættu með öllu. Tilraunir voru gerðar til að halda uppi íþróttastarfsemi inn- an félagsins fyrstu árin, en það blessaðist ekki. Aftur á móti var bókasafn félagsins strax mikið notað, og var töluverðu fé árlega varið til kaupa á blöðum og bók- um. Helzt sú starfsemi um fjölda ára, og kom félagsmönnum að miklu gagni. Bókavörzlunni var svo varið, að bókavörður var við á hverjum fundi, sem haldinn var, og þeir voru margir, meðan spila- mennskan var við lýði, og afgreiddi hann þá og hafði skipti á bókum félagsmanna. í vefnaðarvöru- og skódeild Thomsens-magasín. 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.