Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 31
hafi átt hugmyndina að stofnun Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, en miklar líkur eru taldar á, að það hafi verið Þorlákur Ó. Johnson kaupmaður. Hann er einn hinn merkasti maður, sem íslenzkverzl- unarstétt hefur átt, og var í mörgu á undan sinni samtíð. Fyrir honum vakti að skapa hér menntaða inn- lenda verzlunarstétt, er væri starfi sínu fyllilega vaxin. Kom hann hér á fót verzlunarskóla, en um það mál hafði hann mikið ritað. Skóli þessi tók til starfa haustið 1890 og var rekinn í húsnæði Þorláks, sem hann lagði ókeypis til. Um leið og heilsa Þorláks þraut, sem varð skömmu síðar, hvarf þessi skóli úr sögunni. Árið 1891, þann 12. dag janúar- mánaðar, komu ýmsir verzlunar- menn saman í kaffihúsi því, ,,Hermes“, sem Þorl. Ó. Johnson lét starfrækja í Lækjargötu 4, til þess að athuga möguleika á því að koma á fót félagi, er sérstaklega hefði það að markmiði að efla samheldni og einingu verzlunar- stéttarinnar hér á landi. Var á þessum fundi kosin nefnd til und- irbúnings málsins, og áttu sæti í henni kaupmennirnir Th. Thor- steinsson, Ditlev Thomsen, Matthias Johanneson, Þorlákur Ó. Johnson og Johannes Hansen verzlunarstjóri. Undirbúningsnefndin kallaði síðan saman fund á veitingastað Þorláks 27. janúar til þess að ganga frá lögum félagsins og end- anlegri stofnun þess. Á fundi þess- um var lagafrumvarp nefndarinnar í öllu verulegu samþykkt óbreytt og félagið þar með stofnað. Stofnendur félagsins voru 33 að tölu. Voru 22 þeirra verzlunar- menn, 5 kaupmenn, 3 verzlunar- stjórar, 1 veitingamaður, 1 kennari og 1 póstritari. Á næsta fundi í félaginu, er hald- inn var 4. febrúar, var kosin stjórn fyrir félagið. Hlutu kosningu Th. Thorsteinsson formaður, Ólafur Rósenkranz skrifari, Matthias Johanneson féhirðir, DitlevThom- sen og Ludvig Hansen meðstjórn- endur. Á þessum sama fundi gengu þrír nýir menn í félagið. í árslok 1891 voru meðlimir fé- lagsins orðnir 42 að tölu. Vöxtur- inn var ekki ör fyrstu 28 árin. Hæst komst félagatalan upp í 124, en Iægst26árið 1918. Fyrstu starfsárin Félagið fór í mörgu vel af stað. Fyr- irlestrar voru haldnir, fyrsta árið reglulega og margir, en brátt fór að draga úr þeim, unz þeir hættu með öllu. Tilraunir voru gerðar til að halda uppi íþróttastarfsemi inn- an félagsins fyrstu árin, en það blessaðist ekki. Aftur á móti var bókasafn félagsins strax mikið notað, og var töluverðu fé árlega varið til kaupa á blöðum og bók- um. Helzt sú starfsemi um fjölda ára, og kom félagsmönnum að miklu gagni. Bókavörzlunni var svo varið, að bókavörður var við á hverjum fundi, sem haldinn var, og þeir voru margir, meðan spila- mennskan var við lýði, og afgreiddi hann þá og hafði skipti á bókum félagsmanna. í vefnaðarvöru- og skódeild Thomsens-magasín. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.