Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 60

Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 60
Anna Pétursdóttir: Launamál kvenna í verzlunarstétt Launamál kvenna voru mjög til umræðu á fimmta og sjötta áratugnum. Erindi það, er hér fer á eftir, flutti Anna Pétursdóttir á fundi Kvenréttindafé- lags íslands 31. maí 1955. Hún hafði þá starfað um 20 ára skeið við skrifstofustörf, þar af 5 ár í Banda- ríkjunum. Var hún því nákunnug launamálum kvenna, er unnu skrifstofustörf, þegar hún fiutti þessa hugleiðingu, sem birtist síðar á prenti. Mér var falið að segja hér nokkur orð um launamál kvenna við verzl- unar- og skrifstofustörf. Vil ég þá fyrst snúa mér að skrif- stofunum. Þar sitja karlar og konur við sama borð, hafa sömu menntun og eiga að vinna sömu störf. í flestum tilfellum ber karlmað- urinn miklu meira úr býtum en konan. Tökum dæmi: Kunningjakona mín starfar sem fulltrúi hjá stóru fyrirtæki hér í bæ. Starfsaldur hennar er 12 ár. Karlmaður var ráðinn henni til aðstoðar fyrir 4 ár- um. Eftir launaskala þessa fyrir- tækis bera honum, næst þegar hann fær launahækkun, hærri laun en hún hefur nú. Hún fær enga launahækkun. Hún er sem sagt komin á „topp- inn“. En pilturinn, sem er henni til að- stoðar á skrifstofunni, heldur áfram að fá launahækkun. Annað dæmi get ég líka sagt ykkur: Piltur og stúlka taka próf frá Verzlunarskólanum, bæði með góðri einkunn. Eftir prófið eru bæði ráðin á skrifstofu. Hann vinnur við almenn skrifstofustörf, hún sem einkarit- ari. Pilturinn hefur þó kringum 20% hærri laun en stúlkan. Hvers vegna eru „launaskalar" fyrirtækja svo ranglátir gagnvart konum? Eins er ástandið hjá afgreiðslu- fólki í verzlunum. Stúlka stendur við hliðina á karlmanni við af- greiðslu, — hvort sem er í mat- vöru-, vefnaðarvöru- eða skóbúð. Hún hefur sömu menntun og hann. En samkv. samningi um launakjör verzlunarfólks frá 1954 - B-liður, 3. flokkurog4. flokkurA - hefur stúlkan mun lægri laun en karlmaðurinn. Jafnvel þótt um ábyrgðarstöður sé að ræða, eins og t. d. deildar- stjóra, þá verður munurinn enn til- finnanlegri. Samkvæmt fyrrnefndum samn- ingi er B-liður, 1. flokkur - en þeim flokki tilheyra deildarstjórar - eingöngu ætlaður körlum. öll vitum við þó, að stúlkur eru deildarstjórar í verzlunum, og finnst ykkur það ekki hart, að þær skuli ekki njóta sömu réttinda og karlar? í nýafstöðnum samningum hef- urengin leiðréttingfengiztáþessu atriöi. Hvað veldur því, að stúlka, sem er deildarstjóri, kemst ekki í þenn- an umrædda flokk? Ég er ekki í vafa um, að stúlka á skrifstofu afkastar eins miklu og karlmaður við sömu vinnu. Veit ég það af eigin reynd og annarra, sem ég hef haft tal af. Stúlka við skrif- stofustörf er ekki síöur nákvæm og samvizkusöm en karl við sömu störf. Eins er stúlka í búðinni eins lipur og selur sjálfsagt ekki minna en karlmaðurinn. Sama má segja um deildarstjór- ann. Henni væri sjálfsagt ekki trú- að fyrirsvo ábyrgðarmiklu starfi, ef hún ekki leysti það af hendi lýta- laust. Hvað veldur svo þessu órétt- læti? Ég hygg að það sé gömul hefð frá þeim tíma, þegar konan átti ekki annarra kosta völ en að gifta sig eða gerast vinnukona. 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.