Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 60

Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 60
Anna Pétursdóttir: Launamál kvenna í verzlunarstétt Launamál kvenna voru mjög til umræðu á fimmta og sjötta áratugnum. Erindi það, er hér fer á eftir, flutti Anna Pétursdóttir á fundi Kvenréttindafé- lags íslands 31. maí 1955. Hún hafði þá starfað um 20 ára skeið við skrifstofustörf, þar af 5 ár í Banda- ríkjunum. Var hún því nákunnug launamálum kvenna, er unnu skrifstofustörf, þegar hún fiutti þessa hugleiðingu, sem birtist síðar á prenti. Mér var falið að segja hér nokkur orð um launamál kvenna við verzl- unar- og skrifstofustörf. Vil ég þá fyrst snúa mér að skrif- stofunum. Þar sitja karlar og konur við sama borð, hafa sömu menntun og eiga að vinna sömu störf. í flestum tilfellum ber karlmað- urinn miklu meira úr býtum en konan. Tökum dæmi: Kunningjakona mín starfar sem fulltrúi hjá stóru fyrirtæki hér í bæ. Starfsaldur hennar er 12 ár. Karlmaður var ráðinn henni til aðstoðar fyrir 4 ár- um. Eftir launaskala þessa fyrir- tækis bera honum, næst þegar hann fær launahækkun, hærri laun en hún hefur nú. Hún fær enga launahækkun. Hún er sem sagt komin á „topp- inn“. En pilturinn, sem er henni til að- stoðar á skrifstofunni, heldur áfram að fá launahækkun. Annað dæmi get ég líka sagt ykkur: Piltur og stúlka taka próf frá Verzlunarskólanum, bæði með góðri einkunn. Eftir prófið eru bæði ráðin á skrifstofu. Hann vinnur við almenn skrifstofustörf, hún sem einkarit- ari. Pilturinn hefur þó kringum 20% hærri laun en stúlkan. Hvers vegna eru „launaskalar" fyrirtækja svo ranglátir gagnvart konum? Eins er ástandið hjá afgreiðslu- fólki í verzlunum. Stúlka stendur við hliðina á karlmanni við af- greiðslu, — hvort sem er í mat- vöru-, vefnaðarvöru- eða skóbúð. Hún hefur sömu menntun og hann. En samkv. samningi um launakjör verzlunarfólks frá 1954 - B-liður, 3. flokkurog4. flokkurA - hefur stúlkan mun lægri laun en karlmaðurinn. Jafnvel þótt um ábyrgðarstöður sé að ræða, eins og t. d. deildar- stjóra, þá verður munurinn enn til- finnanlegri. Samkvæmt fyrrnefndum samn- ingi er B-liður, 1. flokkur - en þeim flokki tilheyra deildarstjórar - eingöngu ætlaður körlum. öll vitum við þó, að stúlkur eru deildarstjórar í verzlunum, og finnst ykkur það ekki hart, að þær skuli ekki njóta sömu réttinda og karlar? í nýafstöðnum samningum hef- urengin leiðréttingfengiztáþessu atriöi. Hvað veldur því, að stúlka, sem er deildarstjóri, kemst ekki í þenn- an umrædda flokk? Ég er ekki í vafa um, að stúlka á skrifstofu afkastar eins miklu og karlmaður við sömu vinnu. Veit ég það af eigin reynd og annarra, sem ég hef haft tal af. Stúlka við skrif- stofustörf er ekki síöur nákvæm og samvizkusöm en karl við sömu störf. Eins er stúlka í búðinni eins lipur og selur sjálfsagt ekki minna en karlmaðurinn. Sama má segja um deildarstjór- ann. Henni væri sjálfsagt ekki trú- að fyrirsvo ábyrgðarmiklu starfi, ef hún ekki leysti það af hendi lýta- laust. Hvað veldur svo þessu órétt- læti? Ég hygg að það sé gömul hefð frá þeim tíma, þegar konan átti ekki annarra kosta völ en að gifta sig eða gerast vinnukona. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.