Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 83

Frjáls verslun - 01.04.1981, Síða 83
Olafsvík: ÞAR ÞEKKJA MENN EKKI ATVINNULEYSIS SKRÁNINGUNA Þegar komið er til Ólafsvíkur er gjarnan lögð fyrir ferðalanginn gáta: Hvað er sameiginlegt með Ólsara og Múhameðstrúarmanni? Auðvitað veit enginn það, en svarið kemur von bráðar: Báðir trúa á Alla!!! Samt var það svo að blaða- maöurinn var hættur að trúa á nokkurn skapaðan hlut á ferða- laginu um Snæfellsnes nema mátt sinn og megin, og kannski líka á það undratæki sem Volkswagen Golfinn frá Bílaleigu Loftleiða reyndist vera. Alli, eða Alexander Stefánsson, fyrrum sveitarstjóri í Ólafsvík og nú Alþingismaöur Vesturlendinga, virðist ekki hafa gert nein kraftaverk á vegakerfi Snæfellinga fram til þessa, hvaö sem síðar verður. Það lá fyrst fyrir að útvega sér næturstað í Ólafsvík, en það reyndist ekki auðsótt. Sjóbúðir heita hótelið þeirra, blanda af ver- búðum og hótelrekstri, þar var allt fullt, en af alkunnri gestrisni Snæ- fellinga var boöið upp á gistingu í setustofu og reyndist sá kostur engu síðri en hótelherbergi. Að Sjóbúðum er ágætt að koma, gist- ing í góðu lagi og maturinn oftast frábærlega góður og vel útilátinn. Eflaust er rekstrarformið, ver- búð/hótel ekki það allra besta, og heyrði ég að sextán vertíðar- mönnum heföi verið vísað burtu fyrir harkalega framkomu á staðn- um í vetur. Sannast þar að það þarf ekki nema einn gikk í hverri veiðistöð. Eflaust eiga Ólsarar eftir að reisa lítið gistihús á staðnum ásamt skemmtilegri veitingabúð. Grillskálinn þjónar mönnum vel, þeim sem vilja neita grillrétta og annars fljótræðismatar. í Ólafsvík er ungur sveitarstjóri, Jóhannes S. Pétursson, aðkominn úr Kópavogi, tæknifræðingur að mennt. Hann sagði aö nú væri unnið að skipulagi meiri gatna- gerðar, varanlegra gatna er brýn þörf, og eins að skipuleggja ný hverfi. Þá er veriö að Ijúka við við- byggingu við grunnskólann 11—1200 fermetra hús. Hafnar- gerð hefur verið árviss fram- kvæmdaþáttur og haldið áfram með hana. í Ólafsvík eru nú tveir skuttogarar og 20—30 bátar auk fjölmargra trilla. Þennan dag lá annar skuttogarinn við bryggju og Suðurland var að lesta saltfisk, og tóku þessi tvö skip nær allt við- legurýmiö. Þegar nýtt þil við hafn- arbakkann, 100—150 metrar á lengd bætist við, ætti það aö nægja um sinn a.m.k. Hér um slóðir þekkja menn varla orðið atvinnuleysi, það hefur ekki verið skráð í 2—3 ár aö sögn Jó- hannesar. Hinsvegar flykkjast utanbæjarmenn til Ólafsvíkur á vertíð í von um skjótfengnar tekjur. ( ár hefur vinna ekki brugöist, en hún hefur ekki verið eins og t.d. í fyrra. Þá bárust á land um 7500 tonn af fiski fyrstu 3 mánuði ársins, rétt um 5000 tonn á þessu ári. Ógæftir hafa verið miklar frá ára- mótum, og í landi hafa menn aðal- lega iðkað snjómokstur af kappi, hann hefur kostað 12—15 þús. gkr. á hvern hinna 1170 íbúa Ólafsvíkur, án þess þó að sú þjón- usta væri fyllilega nógu góö. Hins- vegar hefur ekkert atvinnuleysi verið, nóg að gera og oft unnið fram á kvöldin. í Ólafsvík er lítið um iðnað, nema í kringum fjöruga byggingastarf- semi, og útgerðina. Tveir skuttog- arar þurfa sitt, og í nóvember í hitteðfyrra fluttist til staðarins Björn Birgisson frá Siglufirði og tók við rekstri Vélsmiðjunnar Sindra. Þá var von á nýja skuttog- aranum, Má, sem aðilar í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi eiga saman, og auk þess mikil verkefni fyrir báta- flotann og fiskvinnslustöðvarnar. Hjá Sindra starfa 4—5 menn og hafa kappnóg að starfa. Á sama tíma og blaðamaður staldraði við kom lítill drengur meö skófluna sína og bað um viðgerð, sem var auðsótt mál, og svo kom forstjór- inn fyrir útgerð Más til að athuga með viðgerð fyrir togarann sem var að fara út þetta kvöld . . . Þannig er það á litlu stöðunum, verkefnin eru bæði stór og smá. „Hugmyndin hjá okkur er aö framleiða netaskífur í fjöldafram- 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.