Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Side 6

Frjáls verslun - 01.11.1981, Side 6
nTDGCL^sia) ^ eT©P3QJ: Hagur verzlunarinnar batnaði ekki 1980 Áætlanir um hag verzl- unar á árinu 1980 benda ekki til þess að afkoman hati batnað frá árinu áður. Meðalálagning, bæði í smá- sölu og heildsölu hefur þó farið hækkandi og er árið 1980 svipuð og hún var að meðaltali árið 1978. Hreinn hagnaður sem hlutfall af tekjum er í áætl- unum Þjóðhagsstofnunar svipaður í heildsölu og smásölu, sem er ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár. Hagnaður heildverzlunar hefur yfirleitt verið hærri en hagnaður í smásöluverzlun. I skýrslu Þjóðhagsstofnunar um verzlun segir, að á það beri að líta, að áætlanir fyrir árið 1980 séu um margt óvissar vegna mikilla verð- hækkana frá árinu 1978 og samanburður við fyrri ár því torveldur m.a. vegna nýrra reglna um tekju- eða gjald- færslu á verðbreytingum peningalegra eigna og skulda. Athugun á veltitölum samkvæmt söluskattsfram- tölum árin 1979 og 1980, og sem m.a. hefur verið höfð til hliðsjónar við gerð áætlunar 1980, leiðir í Ijós að velta smásöluverzlunar hafi í heild aukizt um 55,3% á ár- inu 1980. Á sama tíma jókst velta heildverzlunar án olíu- verzlunar um 59%. Veltu- breytingar þessar benda ekki til þess aö selt magn í verzlunum í heild hafi aukizt á árinu 1980 en þó nokkur munur er á veltubreytingum eftir greinum. Þannig virðist vera meiri veltuaukning í byggingavöruverzlun en í annarri heildverzlun og i smásölu er mest veltuaukn- ing í rekstri söluturna, í fisk- verzlun, blómaverzlun, bóka- og ritfangaverzlun og lyfjaverzlun. Hins vegar hef- ur velta i fataverzlun og í verzlunum er selja búsáhöld og heimilistæki aukizt minna en að meðaltali í smásölunni. Sígur enn á ógæfuhliðina í húsgagna- iðnaði STARFSMÖNNUM í hús- gagnaiðnaði fækkaði um 15% á milli áranna 1978 og 1979 og þá jókst innflutn- ingur húsgagna og innrétt- inga um 42% frá árinu 1979 til 1980. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í fréttabréfi Landssambands iðnaðar- manna, 4. tölublaði. ,,Nú sígur enn á ógæfu- hliðina hjá okkur, ástandið versnar enn," sagði Sigurð- ur Kristinsson forseti Landssambands iðnaðar- manna í samtali við blaðið. ,,Bæði eykst innflutningur hlutfallslega á húsgögnum og hlutdeild íslenskra fram- leiðenda á markaðinum minnkar að sama skapi. Út- litið er afar svart. Margir framleiðendur hafa þegar lagt niður reksturinn vegna þessa," sagði Sigurður. Sigurður sagði ennfremur að starfsmönnum hefði fækkað enn frekar í hús- gagnaiðnaði, en þó væri ekki um atvinnuleysi að ræða hjá smiðum, því þeir gengju í önnur störf í þess- um iðnaði. „Til úrbóta núna duga engar smáskammtalækn- ingar og þær aðgerðir sem við og Félag íslenskra iðn- rekenda lögðum til um ára- mót, duga ekki lengur í dag, það hefur sáralítið eða ekk- ert verið aðhafst í þeim mál- um. Það vantar ekki skilning iðnaðarráðuneytisins á þessu og það reyndi að beita sér fyrir þeim aðgerð- um sem við lögðum til, en það náðist ekki samstaða í ríkisstjórninni um þær. Á meðan svo er og áfram heldur að síga á ógæfuhlið, þá þarf meiri, ákveðnari og sértækari aðgerðir til að bæta úr þessu ástandi. Þetta er sú iðngrein sem við höfum einbeitt okkur að, miðað við það sem er í EFTA-samkomulaginu, en það er til verulegra vand- ræða. í samkomulaginu segir að ef til verulegra vandræða kemur í ákveðn- um iðngreinum, þá skuli bætt úr því. En hvort þær þurfi að leggjast algerlega niður svo að til úrbóta sé gripið, það getur maður ekki skilið," sagði Sigurður Kristinsson. Léttvæg sérfræðiálit að dómi meirihlutans Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti fyrir nokkru að heimila KRON og Sambandinu að reka stór- markað í Holtagörðum, á hafnarsvæði Reykjavíkur viö Elliðavog. Er þetta at- hyglisverð samþykkt í Ijósi þeirra umsagna, sem sér- fræðingar hafnarinnar og skipulagsyfirvalda borgar- innar höfðu látið frá sér fara áður en málið kom til end- anlegrar afgreiðslu. Munu fá dæmi þess að meirihluti í borgarstjórn hafi jafnein- dregið virt að vettugi sér- fræðiálit af því tagi, sem viðkomandi verkfræðingar borgarstofnana létu frá sér fara varðandi þessa um- sókn. í minnisblaði Hannesar Valdemarssonar, verkfræð- ings Reykjavíkurhafnar, til hafnarstjórans, segir svo: „Rekstur stórmarkaðs á hafnarsvæði Sundahafnar gengur þvert á samþykkta landnotkun svæðisins og þrengir að hafnsækinni starfsemi, sem þar er ætlað athafnarými. Námskeið fyrir konur í stjórnunar- störfum Stjórnunarfélag (slands er nú að undirbúa námskeið um tölvufræðslu, sem haldið verður eftir áramótin. Mikil vinna hefur verið lögð í það, að gera þetta námskeið sem best úr garði. Markmiðið er að þátttakendur fái tækifæri til að kynna sér þessa tækni sem best. Ýmis tækjabún- aður verður til staðar, sem þátttakendur vinna við og læra að fara með. Þá hefur einnig verið ákveðið að halda námskeið í byrjun febrúar, sem sér- staklega er ætlað konum. Á námskeiðinu verður fjallað um þau margvíslegu vanda- mál, sem konur í stjórn- 6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.